Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 2
vegamótum EGAR þjóðstjórnin var sett á stofn í vetur, varð verzlunarstéttin að sætta sig við að eiga öll sín mál áfram undir þeim manni, sem oft hefir lýst yfir því, að hann sé andvígur hags- munum hennar. Sá maður hefir víða látið í ljós þá skoðun sína, að einstaklings-verzlun eigi að uppræta, því að hér hafi engan rétt á sér önnur verzlun en sú, sem rekin er af ríkinu eða kaup- félögum. Það er því ekkert undrunarefni, þótt verzlunarstéttin beri ekki í þverpokum traustið á núverandi viðskiptamálaráðherra. Sú litla slökun á höftunum, sem um var samið við stjórnarmyndunina, hefir nú loks fengizt fram, eftir mikið þref. Virðist hafa þurft að draga breytingarnar fram með töngum úr hönd- um viðskiptamálaráðherra, þrátt fyrir það, að breytingarnar voru bein skilyrði fyrir þátttöku Sjálfstæðisflokksins í stjórninni. Slík framkoma framsóknarráðherrans hlýtur að vekja talsverða furðu hjá þeim, sem trúaðir voru á einlægni hans og góðan vilja í samstarfinu, en hinir verða lítið forviða, sem betur vita. — Verzlunarstétt- in hefir litla ástæðu til að vera bjartsýn á leiðrétting sinna mála, sem engin loforð hafa verið gefin um, þegar átök þarf til að fá því framgengt, sem gert var að skilyrði fyrir stjórn- arsamvinnunni. Því hafa margir glöggir menn spáð, að sam- vinna flokkanna takist aldrei til lengdar, ef nú- verandi viðskiptamálaráðherra verður áfram í stjórninni. Líklega hefir enginn maður verið þjóðinni óþarfari en hann með stefnu sinni í verzlun og fjármálum undanfarið. Ef Fram- sóknarflokkurinn ætlar að láta hans sjónarmið ráða að sínu leyti í þessum málum framvegis, þá er ólíklegt, að nokkur samvinna sé möguleg. Þetta ætti hinum gætnari Framsóknarmönnum að vera ljóst. Þjóðstjórnin hefir nú verið við völd í fjóra mánuði, og allan þann tíma hefir verið „logn“. Engum sanngjörnum manni kemur til hugar að búast við kraftaverki, þótt flokkarnir taki höndum saman í svip, né að umbætur komi um leið og sezt er í stólana. Þeir, sem tóku að sér forustuna, verða að fá næði til að vinna a-ð mál- unum. En Sjálfstæðismenn hafa ekki hugsað sér það, að þeirra menn í ríkisstjórninni léki kerensky-hlutverk í efnalegu hruni landsins, sem röng fjármálastefna undanfarin tíu ár hef- ir undirbúið. Ef þeim auðnast ekki að fá fram- gengt þeim umbótum, sem Sjálfstæðismenn um allt land telja nauðsynlegar til viðreisnar, þá mun enginn óska þeim þess hlutskiptis, að halda áfram að taka þátt í stjórninni. Verzlunarstéttinni er ljóst, að málefni henn- ar standa nú á vegamótum, og að hörð átök eru framundan. Hún hefir aldrei verið ákveðnari en nú, að hopa ekki um hársbreidd frá þeim kröf- um sínum, að réttlæti og sanngirni fái að ráða í verzlunarmálunum. Hún hefir hvorki skap né vilja til að beygja sig fyrir því ranglæti, sem hér er framið í verzlun og viðskiptum í skjóli ríkis- valdsins, til eflingar hinni pólitízku samvinnu- stefnu í landinu. Meðan núverandi viðskipta- málaráðherra fær að ráða, býst verzlunarstétt- in ekki við neinu góðu. Þess vegna mun hún við- búin hverju sem að höndum ber. Hún mun fagna því, sem gott er, en hún mun heldur ekki æðr- ast, þótt á móti blási. Hún mun standa fast og einhuga saman og treysta meira á sjálfa sig en aðra. * Nú, þegar málefni verzlunarstéttarinnar standa á mikilsvarðandi tímamótum, er þarf- legt að rifja lítilsháttar upp baráttuaðferð 2 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.