Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 5
og ennfremur fóru viðtöl öll fram á því máli á milli verzlunarstjóra og bókara annarsvegar, og viðtöl þeirra við undirmenn sína hinsvegar. Aftur á móti töluðu innlendir menn móðurmál sitt við viðskiptamennina og jafnvel við yfirmenn sína alla, nema verzlunarstjór- ann, Thorgrimsen eða Nielsen. Kom þá stundum fyrir, að Danirnir töluðu ekki íslenzkuna sem bezt. Eru sagðar margar sögur af því, er landar og Danir ræddust við og skildu illa eða alls ekki hvor annan. Ein þeirra, sem einn- ig er gott dæmi um það, hvernig afgreiðslunni var hag- að, er þannig: Danski maðurinn segir við afgreiðslu- mann sinn: „Pot og Pægl Brændvin!“ Afgreiðslumað- urinn endurtekur þetta, fer samstundis og mælir við- skiptamanninum hið umbeðna. En er hann kemur til bókarans aftur, er honum íslenzkan tungutamari og segir: „Fimm pela brennivín“. Daninn verður æfur við og segir með miklum rembingi: „Hvá be’har?“ Jeg har sagt Du skulde maale ham Pot og Pægl, men nu har du maalt ham fem Pægl! Altsaa giver du ham een Pægl!“ Á vorin, um vorlestirnar, og oft endranær, var ösin svo mikil, að til vandræða horfði með afgreiðsluna, sökum troðnings og þrengsla, og var þó búðin stór. Á slílcum dögum bar það við daglega, þó búið væri að afgreiða menn allan daginn sleitulaust og af mesta kappi, þá voru jafnmargir eða fleiri eftir að kvöldi til næsta dags, eins og þeir voru að morgni, þegar byrj- að var. Voru það oft hátt á annað hundrað fastra við- skiptamanna. Stóð slík ös einatt dögum saman. Urðu menn þá að bíða í 2—-3 daga, til þess að komast að. Austanmennirnir og þeir aðrir, sem lengst voru að komnir, létu það ekki á sig fá, heldur biðu rólegir, unz röðin kom að þeim. Þeir þurftu að bíða hvort sem var, til þess að hvíla sig og hesta sína sem bezt. Bakka- menn og nærsveitarmenn voru vitanlega daglegir gestir og flestir þeirra jafnframt fastir viðskiptamenn. Voru margir þeirra „leiðir langþurfamenn“, sem sjaldnast máttu biðja um mikið út á reikning sinn, því að naum- ast var um mikla inneign að i'æða hjá þeim. Skuldir þessar borguðust þó venjulega upp einu sinni á ári. Gerðist það í kauptiðinni á vorin, er þeir höfðu lagt inn afla sinn eftir vertíðina, ef hún þá hafði gengið sæmi- lega, og ull af nokkrum kindum, eða þá á haustin, er sumarkaupið var komið inn á reikning þeirra. Þessum mönnum - og þeir voru margir - var máske nóg að fá við og við eina eða tvær skeffur af rúgi, sem þeir svo möl- uðu sjálfir, til að hafa útákast á grautinn sinn, eða þá að þeir fengu „sitt pundið af hverju“, sem kallað var, en það var: 1 pund af kaffi, 1 pund af kandís og hálft pund af rót (exportkaffi). Aldrei vissi eg til, að verzl- unarstjórinn léti þessa menn synjandi frá sér fara, enda var honum allra manna kunnugast um hagi þeirra og fann oft sárt til með þeim, ef þeir liðu skort. Þetta margendurtekna orðtalc: „Sitt pundið af hverju" og stundum einnig: „Sín ögnin af hverju“ skildu allir og vissu, hvað við var átt. Fyrir jól og aðrar stórhátíðir fengu menn venjulega einhvei'ja frekari úrlausn, t. d. 1 pund af brauði, skonroki, hagldabrauði og skips- brauði, 1 eða 2 pund af púðursykri (Farin), Vi pund af munntóbaki eða % rjólköggul. Loks var það talin sjálfsögð skylda, að láta menn fá á jólapelann, og aldrei FRJÁLS VERZLUN minna en á þriggja pela flösku, og má segja, að „lítil séu not lífsins gæða án sælgætis!“ Þetta þótti sælgæti þá, þó ekki væri það meira en þetta né margbrotnara. Jafnframt sínum eigin vörum voru sveitabændur ein- att með vörur fyrir aðra, kunningja sína, börn sín og yinnuhjú. Þegar byrjað var að afgreiða, dró viðskipta- maðurinn blað eða bók upp úr vasa sínum. Þar á var ritað vörumagn hans eða annara, sem hann verzlaði fyrir, verðmæti þeirra eftir því, sem hann hafði getið sér til eða gert áætlun um, áður en hann fór að heim- an, og loks þær vörur, sem hann þurfti að fá út. Hið fyrsta, sem farið var fram á, var venjulega og und- antekningarlítið þriðjungur í peningum, því að um skuldir var naumast að ræða hjá Skaftfellingum eða bændum úr fjarlægum sveitum, þegar búið var að leggja inn. Því næst var beðið um brennivín, 2—4 potta, sum- ir jafnvel 1—2 kvartél (40—80 potta). Það voru raun- ar ekki nema stærstu bændurnir og þeir, sem voru mjög hneigðir til víns, sem leyfðu sér slíkt eða þá þeir, sem bjuggu við þjóðbraut og höfðu greiðasölu. Að pening- unum og brennivíninu fengnu, báðu menn um kornmat- inn, kaffi, sykur, kol og salt, lit og járn, ljái og bi'ýni, o. s. frv., og lítið eitt af „kramvöru“, en því nafni var álnavaran nefnd. Skaftfellingar nefndu álnavöruna einnig einu nafni „Dúka“. Yrði úttektin meiri en verði innlagða varningsins nam, þá var sjálfsagt að draga úr henni, sína ögnina af hverju, öllu nema peningunum og brennivíninu, því að hvoi'ttveggja þetta varð að koroa til skila, eins og um var beðið. Að afgreiðslunni lok- Framh. á bls. 31 e

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.