Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 7
varð lærlingur hjá 0. K. Þegar hann sá hinn geysivíða verkahring þess fyrirtækis, varð honum ljóst, að heimurinn var stærri en hann hafði haldið. Hann varð óánægður með þá mögu- leika, sem hann hafði áður verið harðánægður með ... Dag einn hringdi hann til Hasager, rit- stjóra, kvaðst vera bréfritari hjá 0. K. (lærling- ur var alltof auðvirðilegur titill), og bauðst til að vera dómari í fyrstu vélritunarkeppninni, sem Politiken stofnaði til. Hann varð dómari — og fékk hrós fyrir dugnað sinn í starfi þessu. Hann var að byrja að gnæfa yfir meðalmenn- ina. — Nokkrum árum síðar fór hann í herþjónustu í lífverðinum, og þegar hann kom heim, sendi hann umsókn um stöðu, sem Aarhus Oliefabrik auglýsti. Hann fékk tilkynningu um að tala við framkvæmdarstjórann í hvítu villunni við Ár- ósaflóann (þar sem hann býr nú sjálfur), og fékk strax fulltrúastöðu við framkvæmdastjórn- ina. Hann var aðeins 21 árs að aldri, og því fór fjarri, að hann hefði hlotið fullnægjandi mennt- un fyrir svona ábyrgðarmikla stöðu. En hann vann 18 klst. á sólarhring, og vann ekki aðeins sitt starf, heldur enn meira að auki. Sífelldir erfiðleilcar. Eftir 1920 lenti Aarhus Oliefabrik í langvar- andi erfiðleikum. Þeim lauk með því, að þýzka dótturverksmiðjan varð að hætta störfum árið 1928 og munaði litlu, að hún drægi ,,foreldrið“ með sér í fallinu. Þrír framkvæmdarstjórar voru settir, hver á fætur öðrum, en fulltrúinn var allt- af sá sami, og hann stækkaði jafnt og þétt starfssvið sitt. Árið 1928 varð hann meðfram- kvæmdarstjóri — þrítugur að aldri. En nýir hvirfilbyljir í framkvæmdalífinu hóf- ust í Ameríku og bárust um víða veröld. En nú stóðst Aarhus Oliefabrik öll áföll, og þau 10 ár, sem Juncker hefir setið undir stýri, hefir félag- ið getað varið 34 milj. kr. til aukninga og skuldagreiðslna. Það var djarflegt af David, hrm., að gera Juncker að framkvæmdarstjóra, og viturlegt. — Hann var svo ungur, að hann fylgdist með tím- anum, og hann þekkti ekki annað en erfiðleika í verzlunarmálum. Það er eins og hann kynni bezt við sig, þegar dimmt er í lofti. Að hans áliti er aðeins til ein viðskiptaregla: „Verðsveiflurn- ar eru summan af mistökum verzlunarheimsins“. Allar aðrar reglur eru dauðar að hans dómi, jafnvel framboð og eftirspurn eru hætt að verka. Alls staðar í heiminum eru til nægar vörur, en sums staðar er þeim brennt og ann- ars staðar deyr fólk úr hungri. I margar aldir hafa menn verið vissir um, að verðlag hækkaði á stríðstímum, — en það lækk- aði í Abyssiníustríðinu. Áður en stríðið hófst og menn voru að tala um það, þá hækkaði verð- lagið. Það lækkaði meðan allir voru að tala um stríð árið 1938. Það eru ekki til neinar bækur, FRJÁLS VERZLUN þar sem hægt er að lesa um hvernig menn eiga að haga sér í viðskiptaörðugleikum. En stjórn- andi heimsfyrirtækis, sem allir stórviðburðir hafa áhrif á, og þar sem allt verður að fram- kvæmast á augabragði, þarf að fylgjast með því, sem fram fer um víða veröld, í blöðum og útvarpi. Hann hlustar ekki á áróðursræður, held- ur hlutlaust yfirlit danska útvarpsins. Hann les ekki æsingaskrif blaðanna, en hefir sérstaka menn, sem senda skýrslur til hans frá öllum heimsálfum. Staðreyndir og framsýni. Hann leitast við að kynna sér, hvað aðalmennirnir í heimspólitikinni hugsa, en hann leitast líka við að kynna sér almenningsálitið. Hann hefir komizt að raun um, að almenningur í Evrópu er „þefvis" á hvað ger- ast muni, er fram líða stundir. Það hefir hann sann- reynt, oft og mörgum sinnum. Þegar stjórnarfundir eru haldnir i A. O., eru fund- armönnum alltaf fengnir langir listar, þar sem á er ritað t. d.: „Chamberlain flýgur til Berchtesgaden“, „Hitler heimtar Anschluss", o. s. frv., og jafnframt fylgja verðsveiflurnar, sem þessir atburðir höfðu í för með sér. Eftir þessu eiga stjórnarmeðlimir að dæma hvernig framkvæmdastjóranum hefir tekizt stjórn fyr- irtækisins . . . Menn skyldu nú ætla, að þetta væri afar taugaveiklandi, að þurfa að stjórna slíku í-isafyrir- tæki. En Juncker segir, að ábyrgðin sé alltaf sú sama, hvort sem veltan er milljónir eða þúsundir. Menn eiga að læra af reynslunni, hver áhrif stórviðburðirnir hafa á heimsviðskiptin, og haga sér eftir því. Fyrirtækið og stjórnandi þess stendur og fellur með þessari framsýni. A. O. hefir alveg sérstakan „verðsveiflufræðing“, sem athugar allt, er þessu við kemur. Það er trú Junck- ers, að áður en langt um líður, takist honum að setja fram kenningu um það, hvernig menn geti í framtíð- inni reiknað út óorðnar verðsveiflur. „Hann heldur, að hann geti gert allt með vélum“, segir kaupmaðurinn af gamla skólanum, sem álítur, að verzlunarmaðurinn þurfi aðeins að hafa „verzlunarþefvísi". En Juncker felst á, að „þefvísin" verði einnig að vera í „fórum“ verzlunarmannsins, enda er hún til margs þarfleg á öðrum sviðum mannlifsins. Menn geta ekki lært kaupmennsku. En Juncker er þeirrar skoðun- ar, að „þefvísin" sé einskis nýt, ef maðurinn hefir ekki notið algengustu verzlunarmenntunar. „Heppnin", segir hann, „fylgir nefnilega oftast þeim, sem eru duglegir og framsýnir". Þessi skoðun Junckers er orsök þess, að hann fekk því til leiðar komið, að hagfræðideild var stofnuð við háskólann í Árósum. Þar fá verzlunarmenn framtíðar- innar að kynnast hinum mörgu hliðum viðskiptalífsins. Þeir læra ekki eingöngu rekstursfræði og' nokkuð í lög- fræði, heldur og að hugsa rétt, og loks læra þeir al- menna sálfræði. Vonandi gefur þetta þeim ekki aðeins tækifæri til þess að komast áfram, heldur munu þeir ryðja braut stefnum, sem munu verða Danmörku til hagsbóta í framtíðinni . . . Sú þjóðfélagsstefna, sem Juncker fylg'ir, hefir eitt sinn haft mikla þýðingu, til þess að bæta sambúð iðn- aðarins og landbúnaðarins Juncker gekk nefnilega inn

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.