Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 29
M1F.PM, AMMAR' Tvær erlendar skopmyndir Das Scliwartze Korps, Berlín. Heili mannsins vegur um þrjú pund. Hann er um 20 sm. á lengd og um 10 sm. á þykkt, þar sem hann er þykkastur. Hann er mesta undrasmíði, sem til er í veröldinni. Hin stærsta og fullkomnasta vél, sem menn hafa smíS- að, er barnaleikfang í samanburði við heila mannsins. FRJÁLS VERZLUN Hver maður hefir heila. Þessi fullyrðing virðist ó- sennileg, en læknar segja, að það sé staðreynd. En það sem menn hugsa sízt um, er að þroska og auka orku hins dásamlega heila síns. (Casson). Sjálfsánægja Heimskulegustu ummælin, sem eg heyrði í síðasta mánuði, lét framkvæmdastjóri stórrar verzlunar sér um munn fara. Dálítill hópur manna var að tala um nýjar aðferðir og hugmyndir, og þessi maður sagði: „Eg væri til einskis nýtui', ef eg framkvæmdi hug- myndir, sem óviðkomandi menn kæmu fram með við mig“. Við virtum hann ekki svars. Hann var heldur ekki svara verður. Hann gat ekkert lært vegna sjálfselsku sinnar — hann var smámenni, sem af hreinustu heppni hafði komizt í áríðandi stöðu. (Casson). Verzl unin og aimenningur frh. af bls. 15 ómetanlegs tjóns fyrir alþjóð. Hver einasti mað- ur, sem kominn er til vits og ára, veit, að traust er ómetanlegt í viðskiptum, og sérstaklega verð- ur smáþjóð, sem þarf á öllum sínum kröftum að halda til að sjá sér farborða, að forðast eins og heitan eldinn, að rýra viðskiptatraust sitt. Það er svo með almenning allra landa, að hon- um er gjarnt að láta hverjum degi nægja sína þjáning, og er seinþreyttur til vandræða. En því fylgir það, að ef reisa þarf rönd við aðsteðj- andi ófremdarástandi, þá er það látið bíða „til morguns“. — Almenningi þessa lands er nú að verða ljóst, að þeir forráðamenn þjóðarinnar, sem vegna flokkshagsmuna eða einhverra ann- arra hagsmuna pólitískra eða persónulegra, leggja lið sitt til þess að við halda hér óheil- brigðu ástandi í verzlunarmálunum, eru um leið svarnir óvinir almenningsheilla. Slíkir menn eru „dýrari í rekstri" en laun þeirra segja til um, og skortir frumskilyrðin til þess að hafa ráð fjölda manna í hendi sinni. Þótt þeir skirrist enn eigi við að lýsa því yfir með framkomu sinni og gjörðum, að hlutdrægni og rangsleitni eigi að skipa öndvegi í verzlunarmálum þjóðarinnar, þá má það mikið vera, ef stjarna þeirra logar skært, þegar almenningur hefir gert sér ljóst, að þeir eru bara mýrarljós yfir keldu þeirri hinni miklu, sem verzlunarmál þjóðarinnar eru nú í. 29

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.