Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 19
Frídagur verzlunarmanna Frídagur verzlunarmanna var haldinn hátíðlegur á f jðlbreyttari hátt en verið hefir undanfarið, og sýndi stjórn V. R. mikinn dug'nað í, að skipuleggja hátíða- höldin sem bezt. Áð Eiði Á sunnudag, 6. ágúst, var fjölbreytt útiskemmtun að Eiði. Daginn áður efndi V. R. þar til dansleiks, en aðal- hátíðin var haldin á sunnudag. Friðþjófur O. Johnson, formaður Y. R., flutti ávarp, Gunnar Thoroddsen, cand. jur., talaði fyrir minni verzl- unarstéttarinnar, og Eyjólfur Jóhannsson, forstjóri, mælti fyrir minni Islands. Lúðrasveitin Svanur skemmti. Á sunnudag fór einnig fram kappglíma undir stjórn Lárusar Salómonssonar glímukappa. Verðlaun hlutu: Jóhannes Bjarnason, Þorkell Þorkelsson og S'igurjón Hallbjörnsson, og fyrir fegurðarglímu: Þorkell Þor- kelsson, Sigurjón Hallbjörnsson og Kristján Blöndal. í dómnefnd kappglímunnar voru: Ágúst Jónsson. Sig. Thorarensen lögrþj. og Skúli Þorleifsson. I dómnefnd um fegurðarglímuna voru: Magnús Sigurðsson lögrþj., Sigurður Ingvarsson, Eyjólfur Jóhannsson, forstjói'i, en tímavörður var Gunnar Thoroddsen. Til baga var, að nokkuð rigndi, og varð t. d. þess vegna að fella niður listflug, sem fram átti að fara. Á mánudag var ekki mjög margt fólk á Eiði, því að veður var þá slæmt. Keppt var í knattspyrnu á milli heildsala og smásala ú Gufunestúninu, og unnu heildsalar með 3 mörkum gegn 1. Unnu smásalar í fyrra, er keppt var um bikar, sem Sig. Þ. Skjaldberg' kaupm. gaf. Bikar þann, sem 0. Johnson & Kaaber gáfu fyrir nokkrum árum, höfðu smásalar unnið til eignar. Hjörtur Hansson afhenti verðlaunin. Síðari hluta dags rigndi mikið, svo að lítið varð úr skemmtunum þar til kl. 9 e. h., að dansleikur hófst, og hélt hann áfram til miðnættis, en þá var skotið flug'- eldum. Vestmannaeyjaíör Um 300 manns tóku þótt í förinni til Vestmannaeyja á þjóðhátíð þá, sem Eyjamenn halda þar árlega. — Hafa þeir haldið þeim sið síðan 1874, en þá voru slíkar hátíðir haldnar víðsvegar um land í tilefni af gildistöku FRJÁLS VERZLUN stjórnarskrárinnar. Eyjamenn urðu einir til þess að halda hátíðinni við, og er hún enn nefnd þjóShdtíð, eins og var 1874. Lagt var af stað til Vestmannaeyja með ,,Gullfossi“ föstudagskvöldið þann 4. ág'úst. Var ekki pláss á skip- inu fyrir þennan mikla fjölda, svo að viðunandi væri, enda voru öll farþegai'úm nálega fullskipuð af farþeg- um til útlanda. Varð því að hafast við í lest, sem var allvel útbúin, og svo þar sem henta þótti annars staðar. Lögðust menn til svefns, hvar sem afdrep var, og þó einhverjum hafi, ef til vill, ekki þótt vistin sem bezt, þá reiddi öllu vel af, og klakklaust var komið til Eyja á laugai'dagsmorgun. Veður var hráslagalegt um nóttina og dálítill vindur. V. R. hafði útvegað aðgang að góðu, upphituðu húsi í Eyjum, þar sem menn gátu hafizt við, en ekki höfðu menn dvalið lengi á þessum gestrisna stað, er leiðir opnuðust til að fá enn betri aðhlynningu í „prívat“-húsum, hjá vinum og kunningjum, og voru all- flestir, sem þannig gátu komið sér fyrir. Hátíðin hófst eftir hádeg'i á laugardag, og stóð þann dag allan fram á rauða nótt og næsta dag. Ekki skal hátíðahöldunum nákvæmlega lýst hér, en þau fara fram í svonefndum Herjólfsdal, sem er spölkorn frá kaup- staðnum. Er naumast hægt að hugsa sér ákjósanlegri skemmtistað en þar, í grasi gi'óinni hvilft, í skjóli fyrir veðrum. Það má segja, að Vestmannaeyingar flytji bú- ferlum inn í Herjólfsdal um hútíðina, eins og sagt er að álfarnir geri á nýárskvöld. Þar eru tjöld reist i hundr- aðatali, i reglulegum röðum, og eru ,,götunum“ gefin heiti og tjöldin númeruð. Þessa daga halda Eyjabúar íþróttamót sitt, en íþróttalif er með miklum blóma í bænum. Þá eru ræður haldnar, söngvar sungnir og dans- að. En um miðnætti er kveikt í stórum bálkesti hátt uppi í hlíð, og skotið flugeldum. I góðu veðri er það mjög sérkennilegt og ógleymanlegt að vera staddur í Hei'jólfsdal fyrsta hátíðarkvöldið, þegar bálið stígur sem hæst, flugeldarnir skjótast hátt í loft upp, og tjöld- in eru uppljómuð fyrir neðan. Vestmannaeyingar eiga óhægt með að breyta um dval- arstað sér í hressingarskyni. Til þess að komast í ann- an bæ eða sveit, þurfa þeir sjálfir að skapa sér nýja byggð stundarkorn, og það gera þeir á hátíðinni í Herj- ólfsdal. Ef tangi væri milli lands og eyja, væri hátíð þessi naumast haldin, og hún er alveg einstætt fyrir- brigði á þessu landi. Allir, sem fóru með V. R. til Eyja, hafa án efa skemmt sér prýðilega, og betri móttökur en hjá Eyja- mönnum er vart unnt að fú. Nokkrir fóru með „Lyra“ aftur heim á sunnudags- kvöld, en flestir biðu eftir „Brúarfossi“ á þriðjudag, og fengu gott veður. Borgarfjarðarför Þátttakendur voru á fjórða hundrað manns, og dreyfðist sá hópur víða um Borgarfjörð. Efnt var til dansleikjar í Borgarnesi, en margt af þátttakendum fór að skemmtun við Þverárrétt. 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.