Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 15
Verzlunin og almenningur í landinu í RÆÐU og riti er því haldið fram af flokk- 1 um þeim, sem eru fjandsamlegir frjálsri verzlun, að umbætur þær, sem hin óháða verzl- unarstétt landsins berst fyrir í verzlunarmál- um, og þá sérstaklega rýmkun haftanna og jafn- rétti í úthlutun innflutnings- og gjaldeyrisleyfa, sé „kröfur“, sem tiltölulega fámenn stétt sé að gera í eigin-hagsmuna skyni. „Kröfur, sem að- eins miði að því að gera þessum fámenna hóp fært að skara eld að sinni köku. — Með þessu hyggjast fjandmenn frjálsrar verzlunar að slá ryki í augu almenningi, og jafnframt fá hann til að sætta sig frekar við dýrtíðina, vöruskort- inn og aðra þá ágalla, sem óhjákvæmilega eru og verða alltaf fylgifiskar hafta og hverskonar ófrelsis í verzlunarmálunum. Það þarf þó ekki nema sjón á öðru auganu til þess að sjá, að hér er verið að afflytja málið, og að enn er höggvið í þann knérunninn, að hægt sé að fá fólk til að trúa lyginni, sé hún flutt nógu oft. Verzlunarmálin eru fyrst og fremst hagsmunamál almennings í landinu, mál allra þeirra manna, sem verða að lcaupa vörur til síns lífsframfæris og sinna, og sem þessvegna súpa dýpst seyðið af því, ef verzlunin er ófrjáls og því óhagstæð. Það var engin tilviljun, að einokunarverzlun- in alræmda var, ef til vill, skæðasta plágan, sem dundi yfir landslýð þessa „marg-plágaða“ lands. Það var bitur reynsla og dýrkeypt, greidd, auk silfurs, með holdi og blóði þjóðarinnar, og hast- arlegt til þess að vita, ef hún hefir þess utan orðið til einskis. Áður en verzlunin varð aftur frjáls á þessu landi, voru góðærin ein eigi nægileg til þess að landsfólkinu liði sæmilega, því að svo smátt var skammtað verðið, sem fékkst fyrir afurðirnar, og svo óhagstæð voru innkaupin á erlendu vör- unni, að hít ódrýgindanna varð varla mettuð. Síðan verzlunin varð frjáls fer afkoma al- mennings í landinu vitanlega fyrst og fremst eftir afkomu aðal-atvinnuveganna. og þeirri fjármálastjórn, sem landið á við að búa á hverj- um tíma, og svo því, hvort verzlunin er heilbrigð og hagstæð, eða ekki. Nú er svo komið fjármál- FRJÁLS VERZLXJN um þjóðarinnar, að jafnvel hin mestu góðæri til sjávar og sveita megna eigi að standa undir fjáraustri hins opinbera og tollarnir og skatt- arnir hækka ár frá ári. Það liggur í augum uppi, að því færri krónur, sem almenningur hefir til umráða, þeim mun meira áríðandi er, að fyrir þær fáist eins mikið og hægt er, og aldrei hefir okkur því verið nauðsynlegra en nú, að verzl- unin fái að starfa frjáls og óhindruð að öðru en því, sem ekki verður við gert, í bili, eins og því, að beina verður viðskiptum til ákveðinna landa, vegna jafnvirðiskaupa-samninga. Allir, sem þessum málum eru bezt kunnugir, vita, að aldrei, síðan á einokunartímunum, hefir ríkt hér slíkt hörmungarástand í verzlunarmál- unum og í „skjóli“ haftanna. Enginn mátti flytja neitt til landsins nema að fengnu leyfi; og þessi leyfi virðast leggja það mjög í vana sinn, að koma ekki fram fyrr en eftir dúk og disk, og taka ekk- ert tillit til þess hvenær hagstæðast var að gera innkaupin á hinum mismunandi vörutegundum. Enginn má flytja neitt út nema að fengnu leyfi nefnda og deilda, og allt er þetta orðið svo ,,skipulagt“ og þungt í vöfunum og skriffinnsk- an, sem þessu er samfara, svo gríðarleg, að öll- um hrís hugur við, nema þeim sem eiga lífsaf- komu sína undir því, að þetta breytist ekki til batnaðar. Og hvað kostar svo „gildið“ — allar þessar nefndir og skrifstofubáknin, og allt það fargan, sem þessu er samfara, og er þá ótalinn hinn ósýnilegi kostnaður, sem skapast t. d. á þann hátt, að ókleyft er að kaupa vörur á hag- stæðum tíma vegna leyfis-vöntunar, o. s. frv. En það gerir víst ekki mikið til hvað þetta kostar allt saman, því að gjaldendurnir eru nógu marg- ir. Þjóðin öll borgar, almenningur í landinu, sem farganið bitnar allt á; hann er látinn borga brúsann. Það er ágætt fyrirkomulag. Hin unga verzlunarstétt þessa lands hafði með áralöngum skilsömum viðskiptum áunnið sér fyllsta traust og álit, en með verzlunarhöftun- um, og þá ekki sízt með hinni dæmalausu rang- sleitni og hlutdrægni í úthlutun gjaldeyris, hef- ir þetta traust nú verið stórkostlega lamað, til Framh, á bls. 29 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.