Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 3
hinna pólitísku samvinnumanna undanfarin ár gegn frjálsri verzlun og kaupmannastéttinni yfirleitt. Fyrir tuttugu árum var haíizt handa í blaði Framsóknarmönnum með rógi og svívirðingum um alla hina stærri útgerðarmenn. Þeir voru hundeltir árum saman, og á þá voru bornar hinar verstu vammir og skammir, sem fram- sóknarleiðtogarnir gátu látið sér til hugar koma. Þeirra áhugamál var það, að enginn stæði upp úr flatneskju miðlungsmanna, og að dugnaðar- mennirnir fengi ekki leyfi til að hazla sér völl og rýma til fyrir öðrum. Það gat orðið hættu- legt fyrir þjóðfélag, sem í framtíðinni átti að byggjast á samvinnukaupskap og ríkisrekstri. Hinn látlausi rógur var farinn að hafa þau áhrif, að það gekk skammaryrði næst, að kall- ast útgerðarmaður. — Nú er útgerðin komin á heljarþröm, orðin fátæk og úrræðalítil. Nú er aftur orðið heiðarlegt, að vera útgerðarmaður, því að nú standa fáir upp úr. Rógurinn og ill- girnin hafa unnið sitt hlutverk. Nú er röðin komin að kaupmannastéttinni. Þar eru ennþá nokkuð margir menn ofansjáv- ar. í mörg ár hefir blað Framsóknarflokksins reynt að koma því inn hjá þjóðinni, að kaup- menn séu hinir verstu fjandmenn hennar. Þeir eru kallaðir okrarar, samvizkulausir fjárplógs- menn, blóðsugur þjóðfélagsins, svikulir brask- arar og fleiri slíkum nöfnum. Þeim er líkt við dönsku einokunarkaupmennina, þeir eru sagðir lifa á svitadropum alþýðunnar og eigingirni þeirra er takmarkalaus. Á þennan veg hefir hinn pólitíski aðili sam- vinnufélaganna í landinu rekið róg sinn og sví- virðingar um verzlunarstéttina. Takmarkið var, að útrýma allri kaupmannaverzlun í landinu, og til þess átti að nota sömu aðferð og beitt var við útgerðarmennina. Samvinnufélögin áttu að ná yfirráðum í allri verzlun landsmanna og þar með auka stórkostlega hið pólitíska vald Fram- sóknarflokksins, sem nú byggir tilveru sína að mestu á áhrifavaldi kaupfélaganna. En þessi margra ára herferð, með róginn og illgirnina að vopni, hefir mistekizt. Þjóðin hef- ir ekki fengizt til að trúa þeim svívirðingum, sem á verzlunarstéttina hafa verið bornar, því að starf hennar og þroski hefir sannað hið gagnstæða. íslenzka verzlunarstéttin stendur fyllilega á sporði verzlunarstéttum annara þjóða um þekkingu, dugnað, árvekni og heiðarleik í viðskiptum. Stéttin þarf engan kinnroða að bera fyrir starf sitt. Hún er þjóðinni til sóma, og það er hverjum manni sæmd að því, að teljast til íslenzkrar verzlunarstéttar. Ef það væri allt satt, sem Framsóknarmenn hafa borið á kaup- mannastéttina undanfarin 10 ár, þá mundu kaupfélögin af eðlilegum orsökum hafa lagt undir sig alla verzlun í landinu. Menn verzla yfirleitt þar, sem þeim er hagkvæmast og við- skiptin leita þangað, sem kjörin eru bezt. En þetta hefir orðið á annan veg. Áður en höftin komu til sögunnar, höfðu kaupfélögin í meira en hálfa öld ekki náð undir sig meira en 10% af innflutningsverzlun landsins. Þegar rógsherferðin brást, var horfið að öðru ráði, sem barst upp í hendur Framsóknar- manna með innflutningshöftunum. Það var að kúga verzlunarstéttina með aðstoð haftanna. Samvinnufélögum er gefinn forgangsréttur um allan innflutning. Þessi síðari aðferð hefir eflt kaupfélögin fjárhagslega í stórum stíl, en tak- markið, að ráða niðurlögum verzlunarstéttar- innar, hefir ekki náðst. Það takmark er enn allfjarri, og er ekki ólíklegt, að Framsóknar- flokkurinn hafi reist sér hurðarás um öxl, þeg- ar hann hóf þá ráðagerð. Verzlunarstéttin mun berjast til þrautar gegn róginum og ranglætinu. Hún heimtar, að sami réttur gangi í þessu landi yfir alla, sem við við- skipti fást. Hún er reiðubúin að leggja fram krafta sína og taka á sig þær kvaðir, sem nauðsynlegar eru, til þess að komast fram úr erfiðleikunum — ef hið sama er látið yfir alla ganga. Þeir, sem halda óréttinum við, leita að ófriði. Þangað til viðurkennt er, að sami réttur eigi að ganga yfir alla, verður hér enginn friður, og■ ekkert sam- starf til lengdar. Verzlun Dana í næstu styrjöld P. Munch, utanríkisráðherra Dana, hefir ritað grein í tímaritið Europische Revue, þar sem hann segir m. a.: „Komi til stríðs milli stórveldanna, mun Danmörk og önnur ríki, sem líkt stendur á fyrir, kappkosta af öll- um mætti, að halda sér utan við styrjöldina. Danmörk treystir því, að hlutleysi hennar verði virt í einu og öllu. Hvað viðvíkur verzlun vorri við ríki, sem kynnu að verða andstæðingar i styrjöld, þá er það ætlun vor, að fylgja sömu reglum og í heimsstyrjöldinni. Við mun- um reyna að halda uppi viðskiptum við tvær stærstu kaupþjóðir vorar, Þýzkaland og England, á þeim grundvelli, að útflutningnr okkar skiptist til þeirra á svipaðan hátt og á friðartímum. Vér væntum þess, að báðir aðiljar skilji þessa afstöðu Danmerkur, og að það er öllum hlutaðeigendum fyrir beztu, að þannig sé málum skipað“. FRJÁLS VERZLUN 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.