Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1941, Qupperneq 13

Frjáls verslun - 01.12.1941, Qupperneq 13
V ö ru þe k k i n g í Austurlöndum hafa myndazt sagnir um hvernig það bar við að menn tóku að drekka te. í fornöld var uppi guðhræddur vitringur, sem alla daga og nætur fékkst við að rannsaka gátur lífs og dauða. En þar kom að hann varð ógnarlega syfjaður og gat ekki haldið augunum opnum. Þá varð hann hinn reiðasti og vildi ekki láta undan sinni eigin þreytu. En hann vissi ekki annað ráð en skera af sér augnalokin og kasta þeim burt, en þar sem þau féllu á jörðina spratt upp runni en af honum fæst teið. Sá sannleiksvottur er í þessari sögn að teið lífgar og heldur augunum opnum. Meðal Kínverja er teið alþekktur drykkur. Kínversk- ar bækur segja að það hafi verið þekkt um 600 árum fyrir Krists burð. Oð teið var þá ræktað á sama hátt og enn er gert til sveita í Kína. Einkum þarf nákvæmrar aðgæzlu við þegar fyrstu blöðin eru tekin en af þeim fæst bezta teið og voru það forréttindi keisarans að fá slíkt te. Ef ekki var að öllu rétt farið að með það te, sem keisaranum var ætlað var það höfuðsök. íMenn urðu að vera táhreinir, máttu ekki borða fisk meðan á upp- skerunni stóð og máttu ekki snerta á blöðunum nema með hönskum. Te fluttist ekki snemma til Evrópu. Það var fyrst um miðja 17. öld að sjómenn fluttu tegras með sér frá Kína til Hollands. f fyrstu var litið fremur á það sem læknismeðal en það að grasið var frá hinum fjarlægu Austurlöndum gaf því leyndardómsfulla náttúru í aug- Teyrkjustúlkur í Japan. FRJÁLS VERZLUN um Evrópu-manna. Læknar þess tíma töldu ekki færri en 23 mismunandi sjúkdóma, sem hægt var að lækna með tegrasi. En brátt var farið að drekka te-vatn og þá varð tegrasið mikil verzlunarvara. Englendingar og Rússar drekka þjóða mest te í Evrópu. * Teið hefir átt sitt sögulega hlutverk, sem þó raunar má segja að væri af hendingu sprottið. Nokkru fyrir frelsisstríð Bandaríkjanna voru miklar deilur risnar milli Englands og nýlendnanna í Vesturheimi og voru skattamál höfuðorsök þess. Nýlendurnar voru ekki fúsar til þess að verða brezk skattlönd. Þá gripu Eng- lendingar til þess að reyna hvort þeir gætu ekki fengið Vestmenn til að borga tolla af vörum svo sem tei. Ameríkumenn þóttust litlu bættari að sleppa við skatt en fá toll í staðinn. Þeir gerðu því ,,te-verkfall“. Þeir hættu algerlega að drekka te og þegar Englendingai' sendu skip með tei til Boston fóru nokkrir grímuklæddir borgarar út í skipið og köstuðu í sjóinn tei er var 320.000 króna virði. Þetta var einn af þeim atburðum, sem átti mestan þáttinn í að hleypa stríðinu af stað milli Englands og nýlendnanna. * Te-notkun breiddist frá Kína til Japan og á nitjándu öld var tekið að rækta te á Java (1826) og í Indlandi. Um miðja 19. öld reyndu menn að rækta te á Ceylon, en það tókst ekki og það var ekki fyrr en 1866 að það tókst að rækta þar te. Kina, Japan, Ind- land, Ceylon og Java eru nú mestu te-löndin. Á Ceylon er teræktin aðeins stóriðja og svo er það víðar, en í Kína hefir það lengst haldist að teræktin er iðja sem fer fram á dreyfðum bændabýlum um allt landið. Eins og er kunnugt eru það blöðin af terunnanum, sem notuð eru. Þegar blöðin eru ný eru þau beisk á bragðið og hinn eiginlegi te-smekkur fæst ekki fyr en búið er að meðhöndla te-grasið á sérstakan hátt. Orsök þess að teið er hressandi er að lögurinn af því inniheld- ur nokkuð af koffein. Til eru ýmsar tegundir af tei og eru hinar helztu að- greindar eftir litum, þ. e. gult, grænt og svart te. Gula teið, er lítt notað nema í Kína en það er gert úr te- blöðum, sem eru þurkuð við sólarhita eða hægan eld. Græna teið fæst frá Japan, Kína og Java. Straks eftir uppskeruna eru blöðin sett á heitar pönnur svo að blað- sellurnar deyja fljótt af hitanum en þar af leiðir að blöðin halda græna litnum. Bezt þekkjum við svarta 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.