Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 2
ÍSLAND LÝÐVELDI i. Árið 1944 mun jafnan talið .merkisár í sögu íslands. Á því ári var smíðaður síðasti hlekkur- inn í langri keðju viðburða, stígið lokaskref langrar og erfiðrar göngu. Þessi ganga hófst árið 1262 með Gamla sátt- mála. Erfðahyllingin í Kópavogi 1662, stjórnar- skráin 1874 og sambandslagasáttmálinn 1918, allt eru þetta hnútar á sömu festi. Hin ótal mörgu svipleiftur sögu Islands og Islendinga, er þjóta fram hjá, sýna dáð og dugleysi, kjark og kjökurmennsku, vit, snilld og stórmennsku annarsvegar, andleysi og armingjahátt hinsveg- ar. Ljós og skuggar skiptast á, og þó meira um skugga. íslenzku vornæturnar, hinar björtu sumarnætur og haustkvöldin, skuggalangar skammdegisnætur og stórhríðar, hafa hlutað störfu.m og tilveru þeirra manna, sem byggðu eyjuna í Atlanz-álum, eyjuna með jöklum sín- um, eldfjöllum, fjallavötnum, fossum, hverum, eyjum, fjörðum, heiðum og háfjöllum. En tím- inn þokast jafnt og þétt. Kynslóð kemur eftir kynslóð með starf og strit, óskir sínar, vonir og vonbrigði. Og svo mun verða um ókominn ald- ur. En eitt er það, sem hér eftir getur ekki valdið vonbrigðum. Takmarkinu hefur verið náð í þeirri baráttu, sem segja má að staðið hafi nær- fellt 7 áldir, baráttunni fyrir frelsi Islendinga út á við. 1 sambandi við sjálfstæðisbaráttu Islendinga má um margt deila. En um það verður aldrei deilt, að árið 1944 steig íslenzka þjóðin það skref, sem hún hefur um langan aldur þráð að stíga, náði áfanga, sem margir af beztu sonum Islands hafa varið æfi sinni og kröftum, til þess að náð yrði. Hitt verður svo að liggja á milli hluta, með hverjum hætti þetta lokaskref var stigið og hverjar afleiðingar það kann að hafa. Þar um dæmir framtíðin, og reynslan sýnir af- leiðingarnar. Atburðir síðustu ára í stjórnmálasögu Is- lands eru um margt athyglisverðir. Þjóðin hef- ur sérstöðu meðal þjóðfélaga vegna þess hve fámenn hún er, vegna legu landsins og vegna sögu sinnar. Stjórnmálasaga Islendinga er líka 2 ,,Stjórnar7'á8ið“ merkileg og sérstæð, bæði að því hve takmörkuð hún hefur verið, með hverjum hætti hún hefur verið háð, og hversu sérstaks eðlis hún er. — Margar þjóðir, fyrr og síðar, hafa barizt fyrir frelsi sínu, og margar með allsvipuðum hætti. En Islendingar munu vera einir og án nokk- urrar hliðstæðu um sína baráttusögu. Þetta efni verður ekki rakið hér, en hitt væri æskilegt, að það yrði gert áður en langt um líður. Könnun og skilgreining á eðli sjálfstæðisbaráttu Islend- inga — ekki aðeins andlaus upptalning á at- burðaröðinni — er nauðsynleg fyrir sjálfstæði þjóðarinnar í framtíðinni. Islendingar verða að þekkja þann þráð, hnökra hans, hnúta og veil- ur, sem örlög þeirra á liðnum öldum eru ofin úr, ef þeir í framtíðinni eiga að geta ofið áfram svo að vel fari. Rannsókn sögunnar og skil- greining er ærið viðfangsefni íslenzkra sagn- fræðinga og heimspekinga. Það viðfangsefni ætti að brjóta til mergjar sem fyrst. II. I maímánuði 1944 greiddu íslendingar at- FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.