Frjáls verslun - 01.05.1944, Qupperneq 6
Frá hópgöngu íþróttamanna að morgni
hins 18. júní.
Tæplega mundi þó skrúðgangan frá Háskólan-
um hafa orðið eins fjölmenn og raun varð á, ef
veður hefði ekki verið sæmilegt. Skrúðganga
þessi mun lengi í minnum höfð, sem hin lang-
stærsta er nokkru sinni hefur sézt hér á landi.
Farið var yfir Tjarnarbrú, Fríkirkjuveg, Lækj-
argötu, Skólabrú, Kirkjustræti, Aðalstræti,
Austurstræti og staðnæmst á Lækjartorgi og á
blettinum framan við Stjórnarráðshúsið. Þegar
fremstu hlutar fylkingarinnar, lögregla, börn
og skátar, voru komnir að Stjórnarráðshúsinu,
voru þeir síðustu ekki komnir yfir Tjarnar-
brúna. Lækjartorg fylltist alveg af fólki og
sömuleiðis þeir hlutar Lækjargötu, Austur-
strætis, Hafnarstrætis, Kalkofnsvegar, Hverf-
isgötu og Bankastrætis, sem lágu næst Lækjar-
torgi.
í hópgöngunni tóku þátt menn af öllum
stéttum og flokkum. Lögreglumenn voru í far-
arbroddi. Þá kom stór hópur barna með ís-
lenzka fána, og voru mörg barnanna í þjóð-
búningum, eins og sjá ,má af mynd, er fylgir
grein þessari. Þá komu skátar, síðan stúdentar
og þar næst ýmis stéttarfélög, þ. á. m. verka-
lýðsfélög, stéttarfélög sjómanna, iðnaðar-
manna, verzlunarmenn og fleiri. Fyrir hverju
félagi var borinn sérfáni félagsins, en auk þess
voru bornir íslenzkir fánar víða í fylkingunni.
Forseti íslands tók kveðju fylkingarinnar af
svölum Alþingishússins, en síðar flutti hann
ræðu af ræðustóli framan við Stjórnarráðshús-
ið. Formenn þingflokkanna, Ólafur Thors, Ey-
steinn Jónsson, Einar Olgeirsson og Haraldur
Guðmundsson, fluttu ávörp við þetta tækifæri.
Flestu af því, sem gerðist, var útvarpað eins og
daginn áður, og verður því ekki farið nánar í
einstök atriði.
Eins og kunnugt er hafa íþróttamenn að
6
undanförnu helgað sér 17. júní ár hvert og
staðið fyrir hátíðahöldum þann dag. Að þessu
sinni var ekki um það að ræða, en íþrótta-
menn lögðu sinn skerf til hátíðahaldanna 17.
júní víða um land, m. a. með fimleikasýning-
um.
I Reykjavík hefir það jafnan verið venja
undanfarin ár, að íþróttamenn hafa heiðrað
minningu Jóns Sigurðssonar, 17. júní, með þvi
að ganga fylktu liði að leiði Jóns og leggja
þar blómsveig. Þessi athöfn fór í ár fram að
morgni hins 18. júní, er íþróttamenn, með
stjórn íþróttasambands íslands, fóru hóp-
göngu að leiði Jóns Sigurðssonar, og lagði for-
seti I. S. I., Ben. G. Waage, blómsveig á leiðið.
Hópganga íþróttamanna var hin glæsileg-
asta, og má nokkuð af henni marka þann í -
þróttaáhuga, sem ríkir meðal ungra manna og
kvenna í höfuðstað landsins.
VI.
Fregnir af hátíðahöldunum dagana 17. og 18.
júní, báru það með sér, að þátttaka í þeim hef-
ur verið mjög mikil og almenn hvarvetna þar,
er til hefur spui’zt. Hið íslenzka fúllyndi virðist
hafa legið í dvala þessa daga, og h'tið hafa borið
á þeim þjóðlega sið, að skríða út í skot með
Á Lækjartorgi 18. júní.
ólund og skætingi um allt og alla. — Hitt er
svo annað mál, að tæplega var við því að búast
að þessir tveir hátíðisdagar sköpuðu Fróðafrið
á íslandi. Enda leið ekki á löngu þar til blöðun-
um þótti viðeigandi að fara að deila allharka-
lega á ýmislegt í sambandi við hátíðina. Sumir
FRJÁLS VERZLUN