Frjáls verslun - 01.05.1944, Qupperneq 7
Börn í hópíjöngunni 18. júní.
menn virðast þannig gerðir, að mega aldrei sjá
bikar gleði og ánægju í annars hönd, án þess
að reyna að blanda hann galli. Er þetta mann-
legur breyskleiki og verður umborinn. Hitt er
verra þegar þeir, sem almenningsálitið skapa,
skrifa og tala að óathuguðu máli og beinlínis
villandi. Þessa mun hafa orðið vart og er leitt
til þess að vita. Það er andi Sturlungaaldarinn-
ar, sem þarna er á ferð í nýjum klæðum, andi
sem því miður hefur þegar birzt í ýmsum mynd-
um, og, að því er virðist, tekið sér fastan sess í
íslenzku þjóðlífi. Það er alveg ástæðulaust og
ósæmilegt að ata sauri þau hátíðarklæði, sem
íslenzka þjóðin bar dagana 17. og 18. júní 1944,
og nú eru orðin eign sögunnar.
VII.
Þjóðhátíðarnefnd lýðveldisstofnunarinnar á-
kvað að koma upp í Reykjavík sýningu úr
frelsis- og menningarbaráttu Islendinga. Sýn-
ingin var höfð í Menntaskólanum og var hin
merkilegasta, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika á
því, að koma henni á laggirnar og skamman
undirbúningstíma.
Sýningunni var ætlað að bregða upp mynd-
um úr sögu Islendinga frá upphafi, en ekki
var um neina samfelda sögu að ræða, enda var
ekki svo til ætlast.
Sýningunni var skipt í 9 hluta eða tímabil
og var hvert tímabil í sérstöku herbergi. Voru
sýndar myndir, uppdrættir, bækur og munir.
Fyrsti þátturinn fjallaði um byggingu Is-
lands og upphaf allsherjarríkis, en sá síðasti
um sjálfsforræði. Því herbergi var ætlað að
sýna nokkrar þeirra breytinga, sem orðið hafa
á íslandi síðastliðna sjö áratugi, eða frá því
að íslendingar fóru að eiga með sig sjálfir,
árið 1874.
Það lætur að líkum, að víxlsporin hafa Is-
lendingar stigið mörg, síðan þeir fóru að hafa
vald á innanlandsmálefnum sínum. En heild-
arniðurstaðan verður sú, þegar á allt er litið.
að Islendingar hafi hlaupið frá miðaldar-
ástandi til nútíðarmenningar á sjö tugum ára,
og eru stakkaskipti þau sem þjóðlíf Islendinga
tekur á þessum skamma tíma nær ótrúleg.
Þótt sýningu þessari væri af eðlilegum á-
stæðum áfátt um ýmislegt, þá var hún at-
hyglisverð og lærdómsrík í heild. Hún sýndi
ljóslega að menning og framfarir dafna í
skjóli frelsis, bæði þess frelsis, sem leysir
undan oki, og þess, sem leyfir framtak og leið-
ir til athafna.
Verzlunarmenn 18. jún í
17. júní er gamall afmælisdagur. Á þeim
degi árið 1811 fæddist sá maður, sem borið
hefir ægishjálm yfir önnur afbragðsmenni
þjóðarinnar þótt því megi ekki gleyma að starf
þessa manns var byggt á hugmyndum og starfi
margra annara. En þótt 17. júní sé gamall dag-
ur þá verður hann hér eftir alltaf nýr — alltaf
merkisdagur, alltaf gleðidagur, alltaf minning-
ardagur.
FRJÁLS VERZLUN