Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Side 17

Frjáls verslun - 01.05.1944, Side 17
varpserindi. öll þessi umsvif voru almenningi lítt að skapi, og má því gera ráð fyrir að fullt eins mikið hafi verið gert út ,,lúxuslífi“ Vída- línshjónanna og réttmætt var. En hvað sem því líður, er víst að Louis Zöllner var algerlega mótfallinn ráðbreytni félaga síns. Þótti honum sízt góðri lukku stýra að Vídalín skyldi fara að hafa sig frammi í stjórnmálum á íslandi. Honum var mjög í mun að halda fyrir- tæki sínu utan við flokkadeilurnar. Auk þess gat ekki hjá því farið, að jafn hófsömum manni og Louis Zöllner, findist fyrirtækið verða fyrir óþarflegum kostnaði af risnu þeirra hjóna. En ekkert var honum þó eins á móti skapi og ráða- gerðin um húsbygginguna á ,,batteríinu“, með útsýn yfir innsiglinguna til höfubstaðarins. Hon- um sárgramdist það yfirlæti, sem honum fannst sú hugmynd bera með sér. Árið 1901 slitu þeir Vídalín og Zöllner félags- skap sínum. Eftir það fékkst Vídalín ekki við kaupsýslu, svo teljandi sé. Þótt hann væri þá maður á bezta aldri, tæplega hálffimmtugur, var heilsu hans tekið mjög að hraka og starfs- kraftarnir á þrotum. Urðu síðustu æviárin hon- um að mörgu mótdræg. Árið 1906 skildi kona hans við hann og giftist, í þriðja sinn, H. Mat- zen prófessor í lögum við Hafnarháskóla. Flutt- ist Vídalín þá alfarinn til Reykjavíkur og bjó síðustu misserin hjá systur sinni, frú Kristínu, og manni hennar, Jóni landsbókaverði Jacobson. Jón Vídalín safnaði forngripum víða um land. Ánafnaði hann landi sínu safn þetta eftir sinn dag. Er það sérstök deild á Þjóðminjasafninu, Vídalínssafn. Hann andaðist í Reykjavík 20. ágúst 1907, tæplega fimmtugur að aldri. Oft hef ég, bæði fyrr og síðar, heyrt Louis Zöllner tala um Jón Vídalín. Hefir hann jafnan minnst hans mjög vingjarlega. Hinsvegar telur Zöllner kvonfangið hafa verið Vídalín til lítillar gæfu. Það kann vel að vera. Ekki má þó gleyma því að þeim Vídalínshjónunum virðist hafa ver- ið líkt farið um höfðingsskap og glæsimennsku og rausn alla. Enda minntust margir þeirra af mikilli aðdáun og hlýjum hug. Mér er minnisstætt samtal er ég átti fyrir mörgum árum við vin minn einn, roskinn bónda, skýrleiksmann en einþykkan nokkuð og þröng- sýnan. Þetta var í heimsstyrjöldinni fyrri. Þá áttu Þjóðverjar marga aðdáendur hér á landi og meðhaldsmenn. Meðal þeirra var bóndi þessi. Hann hældi Þjóðverjum á hvert reipi, fyrir hreysti þeirra og hermennsku, lærdóm og mann- FRJÁLS VERZLUN kosti. En að sama skapi lá honum illa orð til Englendinga, hvað þá vera aukvisa og löður- menni og bað þá aldrei þrífast. „Þetta eru ger- ómögulegir menn“, sagði bóndi og hnykkti á orðunum. Ég spurði hann nú á hverju hann byggði þessa dóma sína. Jú, það hafði flækzt til enskur ferðalangur, „bölvaður ræfill og versti durtur, sem nokkurntíma hefir gist á mín'u heimili“. En svo höfðu komið til hans tveir Þjóðverjar og verið hjá honum nætursakir. Þeir höfðu talað íslenzku „eins og þú og ég“ og spjall- að við hann um alla heima og geyma. „Það voru afbragsmenn. Þetta voru einu persónulegu kynnin, er bóndi þessi hafði af þjóðum þeim, sem um var rætt, og á þessum forsendum var dómur hans upp- kveðinn, til- sýknu jafnt og sektar. Sleggjudóm- ur munu menn segja. Að vísu. En þetta eru manna dæmin. Lengi býr að fyrstu gerð. Sé komið til ókunnugs staðar á sólbjörtum sumar- degi, mótast í hugann ánægjulegri mynd, en ef komið er til sama staðar í skammdegismyrkri og slagviðri. Margir hafa tekið óyndi, vegna þess að þeir hafa fengið vont veður daginn sem þeir komu til dvalarstaðar síns. Fyrstu kynnin eru jafnan áhrifamest, ævilöng samúð eða andúð, vinátta eða óvinátta, verða oft til í einu vetfangi, við fyrstu sýn. Louis Zöllner hefir kynnst Islendingum hundruðum saman. Ekki gat hjá því farið að misjafn sauður væri í svo mörgu fé. En nú, þegar kvöld er komið og viðskiptum lokið, leggur hlýjan bjarma hinna fyrstu kynna yfir liðna atburði, liðna menn, liðnar sjóferðir, vorkvöld og haustdaga í fjarlægu, ókennilegu landi, þar sem sumarið verður andvaka af fögn- uði, eftir gustkaldan, lotulangan vetur. Gamall, þreyttur maður, hallar sér aftur í hægindastól- inn og leggur aftur augun. Hann er sáttur við samferðafólkið, sáttur við Guð og menn. „Kaupfélag Þingeyinga“, segir Zöllner í end- ui’minningum sínum, „var fyrsta félagið, sem ég skipti við. Var fyrsta verk mitt að greiða skuld þess við J. Lauritzen (£ 1150). Foi’maður þess var Jón Sigui’ðsson á Gautlöndum, forseti Alþingis. Sonarsonur hans, Þorlákur Sigurðs- son hefir nú tekið við íslenzka konsúlatinu af mér og veit ég að hagsmunir Islands ei’u þar í góðum höndum; hann hefir starfað með mér í i’úm fjöi’utíu ár. Dauða Jóns Sigurðssonar bar að með hryllilegum hætti. Hann féll af hestbaki á leið til Alþingis og andaðist nokkrum dögum síðar. Mér rennur þessi atburður alltaf til rifja, ekki sízt vegna þess, að ég hafði boðið honum far til Reykjavíkur með skipi mínu „Stamford“, 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.