Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 23
hvílíkur maður hann var til búsýslu og annarra framkvæmda". Jón frá Gautlöndum kvæntist tvítugur Sól- veigu Jónsdóttur, prests í Reykjahlíð. „Var mjög jafnt á komið með þeim hjónum fyrir margra hluta sakir. Þau voru bæði fríð og höfðingleg ásýndum, einörð, kjarkmikil og fjörug, og bæði gáfu þau jafnan hina sömu drengskaparraun, þá er til þess kom að hjálpa og liðsinna, en það var oftar en svo að tölu verði á komið“. Jón tók snemma að gefa sig að sveitarstjórn- armálum og gaf hann svo góða raun í þeim störfum, að honum, þrítugum að aldri, er falin þingmennska sýslunnar. Var hann þingmaður Þingeyinga upp frá því, þar til 1886 að hann bauð sig fram í Eyjafjarðarsýslu ásamt Bene- dikt Sveinssyni, sýslumanni, móti séra Arnljóti Ólafssyni og Jóni Hjaltalín skólastjóra á Möðru- völlum. Unnu þeir félagar Jón á Gautlöndum | frægan sigur í þeirri kosningahríð. Hann and-li1 aðist á leið til Alþingis 26. júní 1889. Hann var forseti neðri deildar Alþingis 1879—’83 og 1886 —’87. I æviminningu Jóns á Gautlöndum, er fyrr getur, segir svo: „Vér skulum nú snöggvast líta á, hver þau störf voru, er Jón hafði að gegna hið síðasta ævi- ár hans. Hygg ég að á engu verði betur séð, hvílíkur starfsmaður hann var, og hve ótrúlega miklu hann fékk afkastað. Hann hafði stjórn á allumfangsmiklu búi. Hann hafði stjórn á allumfangsmiklu búi. Hann var hreppstjóri og hreppsnefndaroddviti í sveit sinni. Hann var sýslunefndarmaður og umboðs- maður; varði hann til umboðsins allmiklu starfi, þar eð hann einmitt þá varð að vinna svo mikið að landamerkjum, samkvæmt landamerkjalög- unum. Hann vann mjög að þingmálum, þar sem hann studdi manna mest að því að koma Þing- vallafundinum á og sótti þar á ofan sjálfur fund- inn. Enn er þó ótalið það, sem mest var verkið af öllu þessu: Hann var formaður „Kaupfélar^ Þingeyinga“. Síðasta árið sem Jón lifði, var um- setning félagsins nokkuð á annað hundrað þús- unda króna. Alla reikninga félagsins hafði hann á hendi, bæði út á við, gagnvart viðskiptamönn- um erlendis, og inn á við, gagnvart deildum fé- lagsins og einstökum mönnum; Sömuleiðis bréfagerðir allar og framkvæmdir á ályktunum félagsins. Þegar nú þess er gætt, að hann kunni lítt til þessara starfa, og varð það því miklu erf- iðara en ella myndi, og hann átti ekki völ þeirra manna, er vel kynnu slík störf, er auðsætt, hví- líkt feikna verk þetta hefir verið fyrir sextugan mann. En það var eins og vinnuþróttur hans væri ósigrandi, og aldrei var hann einbeittari en nú síðast. Honum var líka mjög kært að vinna að því að bæta úr verzlunarólaginu. Hafði hann alla æfi lagt kapp á það og gengizt fyrir ýmsum tilraunum í þá átt, var hann því oft lítill vinur kaupmanna. Mest kvað þó að því, eftir að „Kaupfélagið“ var stofnað. Þá fengu viðskipta- tilraunum í þá átt; var hann því oft lítill vinur stefnu fylgdi Jón fram með sínu mikla þreki og öruggu framkvæmd, þrátt fyrir harðfengilega mótspyrnu kappsfullra og voldugra manna, er eigi spöruðu að spilla kaupfélagsskapnum, og þar á ofan leituðust við að gera Jóni lífið erfitt á marga vegu“. Séra Benedikts Kristjánssonar í Múla hefir lítillega verið minnst hér að framan. Hann var einn hinna nafnkendu systkina frá Ulugastöðum í Fnjóskadal. Voru bræður hans tveir þjóðkunn- ir: Kristján (f. 1806, d. 1882), einn af traustustu fylgismönnum Jóns Sigurðssonar á Þjóðfundin- um; var þá bæjarfógeti í Reykjavík, en vikið frá embætti skömmu síðar, fékk síðan fulltrúastöðu við ísl. stjórnardeildina í Höfn og varð loks amt- maður í Norður og Austuramtinu, og Jón, síð- ast prestur á Breiðabólsstað í Vesturhópi, þm. S.-Þingeyinga 1853—’57 og Húnvetninga 1871. Af öðrum systkinum séra Benedikts má nefna Sigurð, móðurafa Benedikts Sveinssonar bóka- varðar og Kristbjörgu, konu Jóns Jónssonar á Lundarbrekku (pr. Þorsteinssonar í Reykja- hlíð). Jón á Lundarbrekku var I. þjóðfundar- maður Þingeyinga 1851. Meðal barna þeirra Kristbjargar var Valgerður kona Jóns alþm. í Múla. Föðurbróðir séra Benedikts var Björn í Lundi, þjóðkunnur maður á sinni tíð, langafi FRJALS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.