Frjáls verslun - 01.05.1944, Page 33
Oscar R. Hobson:
Endurreisn eftir stríð
Þar sem mér er um geð að telja lcjúklingana,
áður en þeir lcoma úr eggjunum, finn ég mig
haldinn nokkurri tregðu til þess að ræða endur-
reisn eftir stríð eins og sakir standa.
Þessi tregða er vafalaust ekki á réttum stað,
því að þegar öllu er á botninn hvolft — þó að
það sé satt, að við munum ráða litlu eða engu
um þetta mál. Ef við töpum styrjöldinni — þá
fer endurreisnin óhjákvæmilega í handaskolum,
nema við hugsum og tölum um hana, áður en
við sigrum. Svo að ég hefi í hyggju að vinna
bug á tregðu minni að því leyti að taka til íhug-
unar hér eitt eða tvö atriði almenns eðlis um
þetta efni.
Fyrst er spurningin um ríkiseftirlit gegn
frjálsu framtaki eða samhyggju gegn einstak-
lingshyggju. Það er fullljóst og viðurkennt, að á
vissum sviðum verður víðtækt opinbert eftirlit
að halda áfram um alllangt skeið eftir stríðið.
Það verður að halda áfram, umfram allt vegna
hinna miklu skemmda, sem borgir okkar og
iðjuver hafa orðið fyrir, og vegna takmarkana
á fáanlegu vinnuafli og efni til þess að bæta
tjónið.
Á því er enginn vafi, að almennt verður þess
krafizt, að þessi efnislega endurreisn verði
skipulögð og henni stjórnað samkvæmt því, en
einkaframtak og gróðabrall fái ekki að leika
lausum hala á þessu sviði.
Þó er önnur ástæða, sem veldur því, að tíma-
bil með fastara eftirliti en við eigum að venjast
á friðartímum, verður nauðsynlegt eftir stríð,
nefnilega vangeta núverandi aðferða til þess að
útvega fé til reksturs styrjaldarinnar. Skatt-
lagning er ekki framkvæmd með hæfilegum
hætti og ekki útvegaðar nægar fjárhæðir með
frjálsum innanlands styrjaldarlánum, en í þess
stað eru tekin stórlán hjá bönkum. Þetta þýðir,
að almenningur situr uppi með fé, sem hefði átt
að taka til styrjaldarþarfa. Ennþá hefir þetta
20 hundrað punda seðlum og hafði í brjóstvas-
anum. Um leið og ég kvaddi umboðsmann minn
á járnbrautarstöðinni í Edinborg, stakk hann að
mér marghleypu og vildi ekki annað heyra, en
að ég hefði hana mér til öryggis. Ég lét það gott
heita. Og nú er haldið til London.
Skipstjórinn á „Scandinavia“, Pell að nafni,
kom til móts við mig á járnbrautarstöðina. Um
leið og skrifstofurnar voru opnaðar hjá Duus
og Brown, náði ég tali af aðalforstjóranum.
Skýrði ég nú fyrir honum hversu alvarlegt mál
það væri, að láta 3000—4000 fjár bíða von úr
viti uppi á íslandi og horast niður. Spurði ég
hann síðan, hvort hann vildi ekki selja mér það,
sem eftir væri af timburfarminum. Hann gekk
strax inn á það og bætti við: „alveg ágóðalaust“.
Síðan var skrifaður reikningur og borgaður
samstundis.
Skipstjórinn beið mín á fremri skrifstofunni,
og ég var talsvert ánægður, þegar ég gat sagt
FRJÁLS VERZLUN
honum, að honum væri óhætt að leggja af stað
síðdegis þennan dag, enda hækkaði líka brúnin
á skipstjóranum. Ég setti honum í sjálfsvald,
hvort hann færi heldur með skipið til Leith eða
Hartlepool, en á þessum tveim töðum var marlc-
aður beztur fyrir slíkan farm. Hann vildi heldur
fara til Hartlepool, því þar átti skipið heima.
Tókst greiðlega að selja timbrið, og vai'ð enginn
halli á þessum kaupum. Síðan var ekki beðið
boðanna að útbúa skipið til íslandsferðar. Það
kom á ákveðnum degi til útskipunarstaðarins,
fékk gott veður á heimleið og missti varla
nokkra kind.
En nú fóru aðrir útgerðarmenn að mínu
dæmi og fluttu skipin til annarra hafna. Þar
með var verkfallið í London að engu orðið. En
þá voru líka verkalýðssamtökin í bernsku. Nú
á dögum hefði þetta ekki tekizt.“
(Frh.)
33