Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Side 39

Frjáls verslun - 01.05.1944, Side 39
Vérður þáttur mánniegrar menningar. Fram- hald framfara er undir rótgrónum sparnaðar- viija komið. Menn ættu ekki að ímynda sér, að það sé jafn auðvelt að snúa sparnaðarvilja al- mennings eins og gashana. Það stoðar ekki að prédika sparsemi annað veifið, breyta síðan til með breyttum kringumstæðum, hæða þá spar- semina og lýsa henni sem úreltum hleypidómi. Ennþá viðsjárverðari er boðskapurinn um að framvegis sé sparsemin óþörf, þar sem þró- unin sé nú komin á slíkt ,,þroskastig“ að veru- legra framfara sé ekki lengur að vænta, og því sé ný höfuðstólsmyndun tilgangslaus. Til þess að slík skoðun verði ofan á verður hið furðulega að ske, að mannsins börn hafi beðið tjón á sálu sinni. Til allrar hamingju er framfara- vilji vor líklega svo rótgróinn, að honum verð- ur ekki raskað af eintómum hugarórum ein- hverra draumóramanna um það, að framleiðslu- tækni vor hafi nú náð sínu „þroskastigi“. Þess vegna er ljóst, að um jafnvægisviðfangsefni þjóðarbúskaparins verður æfinlega að fialla með hliðsjón af því, að framhald verði á fram- förum, og verður þá fyrst og fremst að skoð- ast sem viðfangsefni um, að skapa höfuðstóls- mynduninni traustari vaxtarskilyrði. Þeir, sem vilja koma í veg fyrir að skortur verði á rekstursfé, verða fyrst að kynna sér þær aðalorsakir, sem valda þeirri miklu lækkun á rekstursfé, er hefur jafnan gert vart við sig öðru hvoru. Eg hef áður í þessum dálkum (jan- úar 1943) sýnt fram á, hvernig kreppur, sér- staklega á þessari öld, hafa orsakast að yfir- gnæfandi miklu leyti, af lélegri stjórnmála- stefnu og vöntun á varðveizlu ríkjanna á pen- ingakerfi þeirrau Umbóta verður því fyrst og fremst að leita í þeim aðgerðum, sem hafa í för með sér, að ríkisvaldinu er fengin skynsam- legri stefna til þess að fara eftir. Hins vegar er það öllu öðru mikilvægara, að unnt verði að koma á traustum og varanlegum friði milli allra ríkja jarðarinnar; auk þess verður að komast á frjálslynd verzlunarstefna, þannig, að ríkið hætti, að svo miklu leyti sem mögulegt er, þessum sítruflanidi og síbreytilegu og þeim óút- reiknanlegu höftum og afskiptum af allsherjar vöruskiptum og ráðstöfunum rekstursfjár- magns á alþjóðavettvangi; loks verður að taka upp þá stefnu í peningamálum, sem miðar að því að halda skiptigenginu stöðugu, og jafn- framt því og umfram allt, verður þá að halda kaupmætti peninganna stöðugum. Ef menn skildu til hlýtar mikilvægi slíkra stefnubreyt- inga, myndi það áreiðanlega þykja ótímabært, að fara nú að bera fram ráðagerðir um frek- ari ríkisafskipti á sviði viðskiptalífsins. En FRJÁLS VERZLUN þeir, sem énga lausn sjá, á viðfangsefnum þjóð- arbúskaparins, aðra en allsherjar „ráðstjórn“, hafa augljóslega aldrei gert sér grein fyrir því, hversu ómáttugt ríkisvaldið hefur hingað til verið til þess að stjórna sínum frumstæðustu viðfangsefnum. Þar sem ríkið, jafnvel undir núverandi kring- umstæðum, leggur mikið veltufé í eigin starf- semi, ætti að mega gera ráð fyrir að því tækist að skapa markaðsjafnvægi, með því að haga þessum fjárframlöguan eftir markaðshorfum. En þessi skoðun hefir ekki átt fylgi að fagna, ekki heldur hjá þeim, sem mest hvetja til ríkis- íhlutunar á framleiðslusviðinu. Slík reynsla spá- ir ekki góðu um áhrif ríkisráðsmennskunnar á markaðsjafnvægið. Rekstursfé ríkisins er auð- vitað lítill hluti af samanlögðu veltufé, og um- rædd umbótaráðstöfun getur þar af leiðandi ekki haft fullnægjandi áhrif. Af formælendum ráðstjórnarfyrirkomulagsins er þetta líka not- fært sem ástæða til frekari útþenslu á fram- kvæmdum ríkisins, og afskiptum þess af fram- leiðslunni. Hins vegar er augljós hætta á því, að slík víðtæk yfirráð yrðu frekar til þess að stöðva allar framfarir, en til þess að skapa þeim jafnvægisgrundvöll. Nú er mesta þjóðfélagslega áhyggjuefnið varla lengur það, undir hvaða skipulagi at- vinnumálaviðfangsefnið er leyst, öllu frem- ur er það spurningin: hvernig vér eigum að vinna gegn því sérstaka atvinnuleysi, sem óttast er að geri vart við sig þegar friður kemst á og hermennirnir verða afvopnaðir. Það lítur út fyrir að almennt séu menn þeirrar skoðun- ar, að þetta atvinnuleysi verði sama eðlis og venjulegir krepputímar, þegar rekstursfjár- aukning lækkar úr hófi fram, en sparifjársöfn- un er hinsvegar stöðugt haldið uppi. Á grund- velli þessarar skoðunar eru menn nú að bera fram uppástungur um alla hugsanlega mögu- leika, sem ríki og almenningur hafi, til þess að leggja fé í ný fyrirtæki, og til örvunar bygg- inga- og framkvæmdastarfsemi einstak’ing- anna. Það er augljóst að menn álíta, að úr- lausn þessara viðfangsefna muni vera sú, að auka mjög framleiðslu á föstum höfuðstól. Er þessi skoðun rétt? Verða eftirstríðstímar í raun og veru sama eðlis og venjulegt krepputímabil? Það virðist vera kominn tími til að fara að rannsaka þetta grundvallar atriði fyrir alvöru. I fyrsta lagi er augljóst, að eftir stríðið get- ur ekki verið um neina óeðlilega sparifjáraukn- ingu að ræða, sem réttlæti örari aukningu á föstum höfuðstól. Þvert á móti má gera ráð fyrir töluverðri lækkun á hreinum sparnaði, þar sem almenningur fer þá að lifa af því fé, sem 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.