Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1951, Page 16

Frjáls verslun - 01.08.1951, Page 16
Frá Jerúsalem: Gata í einu hinna nýju hverfa þessarar aldagömlu borgar. ÍSRAEL Gyðingar kunna vel við fjörugt götulíf, líkt og París- arbúar. Hér sézt veitingastaður undir berum himni í Tel Aviv. EITT I»EIBRA RÍKJA, sem við íslendingar liöfum tekið upp stjórn- málasamband við og: þegar er orðið eitt af betri viðskiptalöndum okkar, er ísrael. Fyrstu sjö mánuði þessa árs seldum við þangað vörur fyrir næstum 16 millj. kr., en á sama tíma 1950 fyrir næstum 4 millj. kr. Frá ísrael keyptum við vörur á þcssu tímabili fyrir 2,8 millj. kr. Fyrir einum mannsaldri var Palestína hægfara ríki, sem hiærðist tvö þúsund ár aftur í tímann. Arabar réðu þar ríkjum og höfðu gert um margar aldir, eða allt frá því að Gyðingar urðu að hröklast burt úr föðurlandi sínu. En fsrael, sem er hebrezka heiti landsins, var ailtaf hið fyrirheitna land Gyðingaþjóðflokksins, sem hvergi átti sér fastan samastað. Upp úr fyrri heimsstyrjöldinni var eignarréttur Gyðinga á landinu viðurkenndur að nokkru, og tóku þeir þá þegar fyrir alvöru að streyma til landsins. Eftir heimsstyrj- öldina seinustu öðlast þeir svo fullan yfirráðarétt á landinu og stofna nýtt ríki. — f dag er mikill hluti þessa forna ríkis, en sögu þess má rekja allt til dögun menningarinnar, og meðal kristinna manna gengur það undir nafninu „Eandið helga“, nútíma Gyðingaríkið ísrael. Fangað hafa flykkzt heimilislausir Gyðingar frá Evrópu svo þúsundum skiptir, flestir snauðir af fjármunum, því að flestu hafa þeir tapað í styrjaldarrótinu. En Gyðingar eru dugleg og harðger þjóð. Þeir hafa ræktað landið upp að nýju, og þar er nú mikil ak- uryrkja og landbúnaður. Peir liafa byggt nýtízku borgir, bjartar og hreinar, og þeir hafa komið sér upp talsverðum iðnaði, sem þegar hefur getið sér góðan orðstír erlendis. Allt miðar þetta að vaxandi velgengni, þótt enn sé margt ógert, því árlega flytja til fyrirhcitna landsins hundruð þúsund landflótta Gyðinga, og þeim þarf að sjá fyrir vinnu, brauði og húsaskjóli. Við eigum að treysta viðskiptaböndin við þetta nýja ríki, því að hver veit nema þar sé að finna öruggan og góðan markað í fram- tíðinni fyrir fiskafurðir okkar. f nýrri hluta Jerúsalemborgar eru hundruð vel byggðra íbúðarhúsa, steinlögð stræti og öll nútíma þægindi. Haifa er aðalliafnarborg landsins. Nýtízku byggingar- list er mjög einkcnnandi fyrir þá borg. Þctta er aðal- gata borgarinnr.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.