Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1951, Page 17

Frjáls verslun - 01.08.1951, Page 17
St. Patricks dómkirkjan í Dublin. Aðsetur írlandsbanka. Áin liiffey rcniiur um hjarta Dublin. ÍRLAND SMÁM SAMAN opnast nýir markaðir fyrir okkur Is- lendinga, enda er unnið markvisst að því að afla þeirra, þar sem einhverjir möguleikar eru fyrir viðskipti. Eitt nýjasta viðskiptaland okkar er Irland, en þangað höf- uin við selt vörur fyrir nálega 2 milljónir króna á fyrstu sjö inánuðum þessa árs. Á sama tímabili í fyrra nam útflutningurinn þangað um 1,4 milljónum. Inn- flutningurinn frá írlandi hefur hinsvegar numið tæp- um 1,6 milljónuin til júlíloka í ár en var ekki nema 69 þúsund krónur á sama tíma s. 1. ár. Eítil samskipti hafa verið með Islendingum og: Irum enda þótt talið sé, að írskir munkar hafi verið fyrstu landnemar hcr á landi. Margt er sameigfinlegt með báð- um þessum þjóðum. Bókinenntir, listir og þjóðarstolt er í hávegum og: útþráin mikil, ekki síður sjá Irum en okkur íslendingum. írar hafa víða sezt að utan heimalands síns og; jafnan haft orð á sér fyrir dugnað og framtakssemi. Fjölmennasta þjóðarbrotið er að finna í Bandaríkjunum, en þar hafa margir Irar brotizt á- frain til vegs og virðingar. Ekki er ósennilegt að menningartengsl eigi eftir að styrlcjast með Irum og Islendingum, og færi vel á því, l>ar sem þessar þjóðir hafa svo margt samciginlegt í fari sínu. Verzlunarviðsldpti íiafa til l>essa verið lítil við Irland, en æskilegt er að þau verði tekin upp á breiðari grundvelli í framtíðinni. Tollbúðin í Dublin er fögur bygging.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.