Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Page 4

Frjáls verslun - 01.08.1953, Page 4
hafi fengið sjómennina á einu skipa sinna til þess að blóðga hvern fisk, þegar hann var dreginn, en árang- urinn hafi orðið svo augljós, að hægt hafi verið að þekkja hvern fisk af því skipi úr fiskinum, þegar bú- ið var að breiða hann á stakkstæðin, svo hafi hann verið miklu hvítari ,enda hafi nú aðrir tekið þetta upp fyrir sín tilmæli. — Að vísu voru þetta engin nýmæli, því að til var eins og áður getur, reglugjörð um „klip- fisk“-verkun frá síðustu árum einokunarverzlunarinn- ar dönsku, sem einmitt byrjar á þessum crðum: „Blóðga skal hvern fisk o.s.frv.“, en eftir að einokunin hætti, komst, eins og kunnugt er, öll verzlun landsins á ringulreið og féll þá þessi reglugjörð í gleymsku. Það var því þakkarvert af Friðrik Svendsen að vekja þetta upp aftur. Þessi siður að blóðga fiskinn hefur eflaust haldist á Bíldudal, því að þaðan var óslitið fluttur bezti fiskur beint til Spánar frá því á tímum konungs- verzlunarinnar. Henni ber því að þakka það að hafa fyrst komið fiski okkar á Spánarmarkaðinn. — Friðrik Svendsen var framfaramaður á fleiri svið- um en þeim, er viðkomu verzlun og útgerð. — Hann var hvatamaður og átti frumkvæði að stofnun Búnað- arsjóðs Vesturamtsins, sem var stofnaður af frjálsum samskotum, er námu 2000 Rd. Fyrir þann dugnað og aðra framtakssemi útvegaði amtmaður agentsnafn- bót1). Þessi nafnbót var veitt meiriháttar kaupmönn- um, er sköruðu fram úr öðrum að framtaki, og hafði einn íslendingur hlotið hana áður, nefnilega Guð- mundur Schewing í Flatey, en sá þriðji, er síðar fékk hana, var Hans A. Clausen í Ólafsvík. Friðrik lagði mikið í kostnað og byggingar á Flat- eyri; svo mikið, að það var efnahag hans ofviða, þegar harðnaði í ári og svo fór að lokum, að hann varð gjaldþrota árið 1835 og varð að hætta verzlun sinni og útgerð. Eignir hans voru þá seldar, þ.á.m. skipin og var „Fædrelandet“ selt til Flateyjar en „Eiríkur rauði“ austur á Eskifjörð og voru Kjartan Isfjord o. fl. kaup- endurnir. Um þetta leyti var farið að bera á því, að Agent Svendsen væri orðinn eitthvað ruglaður, og þegar hann var orðinn öreiga, fékk eignamissirinn svo mikið á hann, að hann truflaðist og komu á hann ærsl. I æð- iskasti tók hann einu sinni litla barnsskeið úr silfri, lagði hana saman og gleipti hana. Það héldu allir að hann myndi deyja af þessu og um sama leyti sigldi hann, en á leiðinni út kom skeiðarskaftið út undir síðubarði hans. Þá var skeiðin sorfin sundur og gert gat á þann hluta, sem eftir var, dregið band í og smeigt um háls honum. Þetta bar Svendsen í eitt ár, 1) Lbs 1288 4 to. þangað til skeiðin gróf út og geymdi hann þá brot þessi í viðhafnarumbúðum, en sýndi mönnum og sagð- ist vera píslarvotlur guðs og hafa liðið fyrir lausúð kvenfólksins. — Þann 20. maí 1844 skrifaði hann Steingrími biskup Jónssyni1) og reynir í því bréfi að sanna honum, að hann sé trúarpostuli eða jatnvel heimsfrelsari og kemst svo að orði: „Til þess, að ég fyrir mönnunum hefði eitthvert líkamlegt vitni um sannleika þá er ég tala og rita, þá var í gegnum mig þeim sendur íslenzkur silfurspónn merktur G. þann ég bar í 12 mánuði og fæddi út undan hægra brjóstinu þ. 12. október 1836, í lengd með Færeyjum“!! Svo gaf hann út bækling um trúmál, sem er eintómt rugl og var öllum mikil raun að þessu, þar sem hann hafði áður verið svo mikilhæfur maður. í æði sínu sagði hann, að menn skyldu virða hákarlinn mest allra dýra, því að hinar fíngerðu tennur hans bæru þess vott, að áður hefði hann verið engill. Friðrik Svendsen var tvígiftur, fyrst giftist hann 1819 danskri prófastsdóttur, er hét Jacobína Kybke, en við hana skildi hann eftir að hann varð ruglaður og tók þá saman við Guðbjörgu nokkra Bjarnadóttur frá ísa- firði. Með henni bjó hann mörg ár í Kaupmannahöfn og átti með henni 2 börn og giftist henni loks, er hann var orðin 62 ára gamall. Þau fluttust svo til Flateyrar, og þar dó hann. 1) Lbs 119 fol. — Ég er svo miður mín yfir allri þessari heirna- vinnu þinni frá bankanum ! 60 FRJÁLS VEHZLUR

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.