Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Síða 7

Frjáls verslun - 01.08.1953, Síða 7
Helgi Lojtsson er jæddur og uppulinn í Reykjavík. Stundadi hann nám í Verzlunarskóla íslands, en þaSan brautskráSist hann voriS 1940. AS loknu námi vann hann vi'S verzlunarstörf í Reykjavík í rösklega tvö ár, en gerSist því nœst sjómaSur. Hejur Helgi nú veriS í siglingum í 11 ár og gerzt œSi víSjörull. í sumar tók hann sér nokkurra vikna frí og notaSi þá tœkifœriS til aS skreppa heim til íslands, og var þá útivistin orSin nokkuS löng, því hingaS hajSi hann ekki komiS í 9l/2 ór. Helgi er nú 2. stýrimaSur á 8 þúsund smálesta vörujlutningaskipi, sem er eign Isbrandtsen skipajélagsins. Er þaS í stöSugum siglingum umhverjis hnöttinn, en hver jerS lekur um jjóra mánuSi. I meS- fylgjandi grein /á lesendur FRJÁLSRAR VERZLUNAR ofur- litla hugmynd um, hvert leiSir sumra Vérzlunarskólanemendu liggja ejtir aS skólabckkirnir haja veriS kvaddir. Gekk í Vevzlunarskólann Siglir nii nmliverfis liiiöttiiin Enda þótt megin þorri þeirra, sem innritast i Verzl- unarskóla íslands, hafi í liuga að gerast verzlunar- menn að loknu námi, þá er nú samt staðreyndin sú, að leiðir margra liggja ekki að skrifborðinu eða búð- arborðinu, því að hugurinn vill oft leita á önnur mið, þegar skólavistinni lýkur. Svona var þessu varið með Helga Loftsson, sem brautskráðist úr Verzlunarskól- anum vorið 1940. Að vísu stundaði hann verzlunar- störf um tíma í Reykjavík eftir að prófið var afstað- ið og reyndi þá bæði afgreiðslustarf í Tóbaksverzlun- inni London og skrifstofuvinnu hjá Stálsmiðjunni. Brátt var þó séð bvert bugurinn stefndi, því að í árslok 1942 var Helgi kominn á sjóinn eftir að hafa unnið nokkurn tíma sem verkamaður í sjálfri smiðjunni. Nú hefur hann stundað siglingar í rösk tíu ár og siglt um öll heimsins höf, bæði í stríði og friði. Óhætt má telja, að Helgi sé orðinn einhver víðförlasti nemand- inn, sem í Verzlunarskólann hefur komið, enda kann hann frá ýmsu að segja úr sínu ævintýraríka starfi. Um miðjan ágúst kom Helgi fljúgandi til Reykja- víkur frá New York til að eyða hér nokkrum frídög- um með ætlingjum og vinum. Hafði hann þá ekki komið hingað til lands í 9y2 ár, og vai útivistin orðin nokkuð lengri en hann bjóst við í fyrstu. Ritstjóri FRJÁLSRAR VERZLUNAR hitti Helga að máli skömmu áður en hann kvaddi fósturjörðina í annað sinn. Enda þótt hann hefði mörgu að sinna þessa síð- ustu frídaga sína í Reykjavík, þá brást hann samt vel við þeim lilmælum að skýra lesendum blaðsins frá ýmsu, sem á daga hans hefur drifið þau rösk tíu ár, sem hann hefur stundað sjómennsku. Olía fyrir Duke of York. Þegar Helgi hætti í Stálsmiðjunni i árslok 1942 réðst hann sem kyndari á Fjallfoss. Var hann í Ameríku- siglingum þar til í september 1943. Ákvað hann þá að breyta til og réði sig sem háseta á 10 þúsund smá- lesta bandarískt olíuflutningaskip, sem hafði bæki- stöð í Hvalfirði. Sigldi það í veg fvrir ski])alestir, sem voru í förum milli Ameríku og Rússlands, og var þá notað sem olíubirgðaskip fyrir þau skip, er voru lest- unum til verndar. Var olíunni venjulega afskipsð fvr- ir norðan og austan ísland. Segir Helgi, að meðal síð- ustu skipanna, sem fengu olíu hjá þeim, hafi verið orustuskipið Duke of York, og átti það sér stað í Eyjafirði. Skömmu síðar réði þetta sama skip niður- lögum þýzka orustuskipsins Scharnhorst við Noregs- strendur. Öðru hverju var rússneskum fylgdarskipum FRJALS VERZLUN 63

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.