Frjáls verslun - 01.08.1953, Qupperneq 9
hann gekk á stýrimannaskóla, sem herinn rak. Sóttist
honum námið vel og lauk prófi. í árslok 1945 fer
hann enn einu sinni í siglingu, en í þetta skiptið er
hann bara farþegi en ekki sjómaður, þó hann hafi
prófskírteini upp á vasann. Er ferðinni heitið til Man-
ila á Filipseyjum, þar sem hann var ráðinn fyrsti
stýrimaður á flutningaskip á stærð við Vatnajökul.
í leit að líkum hermanna.
Hefst nú nýr þáttur í sjómennsku Ilelga. Hann hefur
til þessa verið háseti og kyndari frá því hann fór að
sigla fyrir þremur árum síðan. 1 San Fernando, skammt
frá Manila, býður hans nýtt skip og nýtt starf. Sem
fyrsti stýrimaður siglir hann með þessu skipi á þriðja
ár milli hinna ýmsu eyja í Filipseyjaklassanum. Fyrsta
árið var skip Helga í birgðaflutningum fyrir herinn
og var þá víða komið við á eyjunum. Tók síðan við
heldur óvenjulegt og ekki sem geðfelldast starf. Var
Helga og félögum hans fengið það hlutverk að heim-
sækja fjölmargar af eyjunum, og áttu þeir að leita
þar að líkum hermanna, sem fallið höfðu í stvrjöld-
inni, og flytja þau til Manila. Þaðan voru líkin svo
send til Bandaríkjanna. Með skipinu voru um 40 her-
menn, og höfðu þeir meðferðis híla og ýmiskonar tæki,
sem þeir notuðu í sambandi við leitina. Var mikið
leitað í niðurskotnum flugvélaflökum, en þau lágu á
víð og dreif um allar eyjarnar. Helgi minnist þess, að
í einni ferðinni hafi þeir haft um 1200 lík innanborðs,
og geta menn rétt ímvndað sér, að lyktin bafi ekki
verið sem bezt þarna í hitasvækjunni.
Tvo Islendinga hitti Helgi á meðan hann var í
siglingum við Filipseyjar. Annar þeirra hét Garðar
Jóhannsson, og var hann einnig stýrimaður á skipi af
svipaðri stærð og því, sem Helgi sigldi með. Garðar
fórst fyrir tæpum tveimur árum síðan í ofvirði með
skipinu Pennsylvania, sem var á leið frá Japan til
Bandaríkjanna. Hinn landinn var Geir Jónsson. kunn-
ingi Helga, sem hafði siglt með honum áður. Nú var
Geir 3. stýrimaður á spítalaskipi, sem tilheyrði herm
um. IJitti Helgi hann af tilviljun dag nokkurn i Maii'
ila, og höfðu þeir mælt sér mót næsta dag til að spjalla
saman um það, sem á daga þeirra hafði drifið frá því
þeir skildu síðast. Ekki varð þó af þeim endurfundi,
þar sem hvirfilvindur skall á allt í einu, og rak skip
Helga út um alla höfnina í Manila, þótt |iað hefði
bæði akkerin úti. Komst mikill glundroði á allt vegna
þessa óveðurs, og skemmdir urðu víða miklar.
Hjá dönskum perluveiðara.
Eftir að líkflutningunum lauk á Filipseyjum
voru teknar vistir í Manila og því næst haldið
til Austur-Indíu. Siglt var til eyjarinnar Amboina,
sem þá var bækistöð hollenzka hersins í Norður-
Molucca eyjaklassanum, og var hafður þar sama-
staður næstu átta mánuðina. Tilgangurinn með
þessum leiðangri var sá sami og áður. Álti að
leita að líkum fallinna Bandaríkjahermanna, sem
barizt höfðu á þessum slóðum. Heimsóttar voru á milli
40 og 50 eyjar á þessu tímabili, og voru um 30 her-
menn með skipinu lil þess að annast leitina, en þeir
skiptu sér í smá hópa og dreifðu sér þannig um eyj-
arnar. Láta mun nærri, að Helgi hafi farið fimmtán
sinnum yfir Miðjarðarlínuna meðan á leitinni stóð
í Austur-Indíu. Meðal eyja þeirra, sem Helgi kom til,
var ein, sem Aroe heitir, en hún liggur um 100 km.
suðaustur af Nýju Guinea. Þar hitti hann gamlan
danskan skipstjóra, Monsted að nafni, sem hafði stund-
að perluveiðar á þessum slóðum í þrjátíu ár. Átli karl
eina þrjátíu kúttera, sem bann gerði út þá átta mánuði
ársins, þegar monsúnvindarnir voru hagstæðir. Safn-
aði hann perlum úr ostruskeljum, en markað hafði
hann fyrir skeljarnar í Bandaríkjunum. Talaði karl-
inn ágætlega, bæði dönsku og ensku, þrátt fyrir langa
útivist, auk þess, sem liann talaði mál hinna innfæddu
reiprennandi. Fannst Monsted hin mesta tilbrevting í
því að hitta Islending á þessum slóðurn, enda ósenni-
legt, að nokkur Frónsbúi hafi lagt þangað leið sína
áður. Hafði sá danski lent í ýmsum ævintýrum þarna
á eyjunum, og m.a. höfðu Japanir tekið hann til fanga
í síðustu styrjöld, en hann komst undan á flótta úr
fangabúðunum til Ástralíu. Þaðan lagði hann svo leið
sína til Danmerkur, krækti sér í kvonfang og hafði
með sér til eyjarinnar, sem var orðið hans heimili.
Ekki hélzt honum lengi á húsfreyjunni, því hún var
öll á bak og burt eftir tvo mánuði. Henni líkaði ekki
vistin á eyjunni, þrált fyrir allar perlurnar. Karlinn
vildi nú endilega kenna Helga þá list að veiða perlur,
svo hann gæti tekið við útgerðinni eftir sinn dag. Hafði
hann mikinn hug á því að fá einhvern Norðurlandabúa
sem eftirmann sinn, og þarna fannst honum tækifærið
hafa borizt upp í hendur sér. Helsi kvaðst ekki hafa
viljað særa karl með því að segja blákalt nei við þessu
boði, og sagðist hann mundi skrifa seinna og tilkynna
honum þá ákvörðun sína. Skildi með þeim við svo
búið.
í boði hjá innfœdum.
Var nú siglt til Spice-eyja, sem voru undir yfirráð-
um Hollendinga. Þar mátti sjá stórar og glæsilegar
marmarahallir, sem Hollendingar notuðu sem sumar-
bústaði fyrir stríð. Nú voru þessar miklu byggingar
mannlausar og í niðurníðslu. Helgi segir, að oft á
FRJÁLS VERZLUN
65