Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Side 12

Frjáls verslun - 01.08.1953, Side 12
Dr. JÓN E. VESTDAL: Sementsverksmiðja á Akranesi Skömmu fyrir síðustu aldamót (1895) var fyrst byggt hús hér á landi úr steinsteypu gerðri úr sementi. Með byggingu þess húss hefst nýtt tímabil í sögu húsa- og mannvirkjagerðar þessa lands. Steinsteypan ruddi sér brátt svo til rúms, að síðustu áratugina hafa að- eins sárafá hús verið byggð úr öðru efni, og er varla efnisins vegna gripið til annars bvggingarefnis, held- ur af einhvers konar illri nauðsyn. Þróunin var þó hægfara fyrst í stað, svo sem vænta mátti. Aldamótaárið voru flutt inn 175 tonn af sem- enti, en 1750 tonn árið 1905. Innflutningurinn minnk- ar aftur, er 1450 tonn árið 1910, en síðan fer hann vaxandi, og hefur sjaldan verið lát á þeim vexti. 1920 eru flult inn um 4 þús. tonn af sementi, 1930 um 20 þús. tonn, og helzt það innflutningsmagn lengst af, unz komið er fram á fimmta tug aldarinnar. Þá vex innflutningurinn hröðum skrefum og verður mestur 74 þús. tonn árið 1946. Síðan hefur verið allströng takmörkun á innflutningi og notkun sements, svo að minna hefur verið fyrir hendi til notkunar af þessari vörutegund en landsmenn hafa æskt. En innflutning- urinn hefur undanfarið verið sem hér segir: 1939: 20,4 þús. tonn 1945: 43,4 „ „ 1946: 73,5 „ 1947: 66,5 „ 1948: 59,0 „ 1949 : 44,4 „ „ 1950: 36,9 „ „ 1951: 32,7 „ 1952: 45,7 „ Á árinu 1953 höfðu verið flutt inn fram til 1. sept. 32,0 þús. tonn af sementi. ★ Einn af framsýnustu mönnum þjóðarinnar, Jón Þor- láksson, verkfræðingur, mun brátt hafa komið auga á, Fábre.vtni atvinnuveffa þjóðarinnar hefur lönpum vcr- |ð Frándur í Götu efnahagslífi landsmanna. Á þessu hefur þó orðið mikil o£ ffóð breyting síðasta áratuginn eða svo. Fjóðin stefnir að því að bíia sem bezt í haginn íyrir þegna sína. Nýverið fróku til starfa tvö stœrstu orkuver landsins, og senn líður að því, að Áburðarverk- nmiðjan taki til starfa. Nœsta skrefið á sviði stóriðn- aðar verður bygging scmentsverksmiðju, og eru þœr frainkvæmdir skammt undan. FKJÁLS VERZLUN leitaði til dr. Jóns E. Vestdals, er manna bezt hefur kynnt sér það mál, og er form. byggingarnefndar verksmiðjunnar, og bað hann segja lesenduin blaðsins eitthvað nánar frá þessu fyrirhugaða stórvirki í íslenzkum iðnaði. Varð liann góðfúslega við þeirri beiðni blaðsins. — Kitstj. hvað hér var í uppsiglingu. Upp úr aldamótunum síð- ustu gerði hann athugun á því, hvort mögulegt myndi vera að framleiða sement hér á landi, og hvort slík framleiðsla myndi svara kostnaði. Mun þetta vera fyrsta athugun, sem gerð er á framleiðslu sements hér á landi En margar hafa á eftir farið. Tvennt er það einkum, sem því hefur valdið, að eigi hefur orðið úr framkvæmdum um byggingu sements- verksmiðju hér á landi fyrr en nú: Sandffeymslan í byggingn. — Ljósm.: Steinar rt'»fsson. 68 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.