Frjáls verslun - 01.08.1953, Side 22
FLOTTAMAÐ IJRIW W,
hom,
sa og sign
siaradi
Leon Jolson kom til Bandaríkjanna árið 1947 með
konu sína, $1.67 í peningum og mjög svo takmarkaSa
kunnáttu í ensku. Hann var pólskur flóttamaSur, þeg-
ar hann sté á land í nýja heiminum — í dag veitir hann
forstöSu fyrirtæki, sem selur fyrir $25 milljónir á ári.
„Þetta var enginn galdur," er Leon Jolson vanur aS
segja. „Hver sem er hefði getað gert það sama“. Svo
kann ef til vill að vera, en enginn gerði það nú samt.
Það eina, sem Jolson flutti með sér vfir hafið, var
þekking á saumavélum. Fjölskylda Jolson hafði haft
umboð í Póllandi fyrir hinar ítölsku Necchi sauma-
vélar fyrir stríð. Þegar Þjóðverjar hertóku Varsjá,
bjargaði Jolson konu sinni frá því að lenda í
fangabúðum með því að fá hana til að samþykkja
falsaða pappíra, sem sögðu hana vera Aría. Sjálfur
var hann sendur í Poniatowfangabúðirnar, sem voru
yfirfullar af fólki, er var vant saumaskap. Vinnan í
fangabúðunum var aðallega í því fólgin að sauma
þýzka einkennisbúninga. Jolson var gerður að verk-
stjóra, og álti hann að sjá um viðgerðii á 130 sauma-
vélum í nokkrum fangabúðum. Eftir þrjá mánuði hár-
ust þær fréttir út frá neðanjarðarhreyfingunni, að
Þjóðverjarnir hefðu í hyggju að drepa alla Gyðinga í
Poniatow.
Jolson hætti nú á það að reyna að strjúka, og fór
hann frá einni fangabúðinni til annarar unz hann gat
læðst út á hveitiakur. Gekk hann um stund, þat til
hann kom að járnbraut, og tókst honum að komast
sem laumufarþegi til Varsjá, en þar hafði hann skilið
konu sína eftir. í Varsjá gekk hann í neðanjaiðar-
hreyfinguna og gætti leyniútvarps í földu herbergi.
Ef hann hefði fundist, hefði það þýtt skjótan dauð-
daga, svo Jolson lokaði sig inni og kom ekki í dags-
1 jósið í 20 mánuði. Honum var daglega færður matur
af einum samstarfsmanna hans, sem var umsjónarmað-
ur hússins. Kona hans heimsótti liann einu sinni til
tvisvar í viku, og þá venjulega um hánótt. Jolson léttist
um 20 kg. á meðan á þessari eldraun stóð, en dyflissu-
tilveran var að mörgu leyti þess virði að reyna hana,
því hann komst yfir mikið af mikilvægum upplýsing-
um, og Þjóðverjarnir höfðu aldrei hendur í hári hans.
Þegar styrjöldinni lauk, fóru Jolson og kona hans
í flóttamannabúðir og létu skrá sig á lista hjá Rauða
krossinum með það fyrir augu að komast til Ameríku.
Þegar þau loksins komust til Bandaríkjanna, stóðu
þau andspænis því vandamáli, hvernig þau ættu að afla
sér lífsviðurværis. Jolson snéri sér þá að því eina,
sem hann kunni — hann gekk á milli íbúðarhúsa og
fatavinnustofa og bauðst til þess að gera við sauma-
vélar. Segja má, að tímarnir hafi verið hliðhollir
honum. Á meðan á stríðinu stóð, höfðu margar hilað-
ar saumavélar verið lagðar til hliðar, þar sem illmögu-
legt var að fá varahluti. Jolson sem sérfræðingur í
sínu fagi komst fljótt að því að nóg var að starfa,
og ekki leið á löngu, áður en hann hafði opnað lítið
verkstæði, en til þess naut hann aðstoðar stofnunar,
sem veitir m.a. innflytjendum hagstæð lán.
Jolson veitti því athvgli, að hinar amerísku sauma-
vélar voru hvergi nærri eins fjölhæfar og Necchi-
vélin án tengihluta. Myndi amerískt kvenfólk ekki
hafa áhuga fyrir þessum kostum ítölsku saumavélar-
innar, sem var svo vinsæl í Evrópu? Hann hætti öllu
sínu sparifé í það að komast að því rétta í þessu máli.
Jolson pantaði nú þrjár saumavélar frá Necchi verk-
smiðjunum í Pavia, sem er skammt frá Mílanó. Var
ein vél af hverri gerð, sem fyrirtækið framleiddi.
Þessar saumavélar sýndi Jolson hverjum þeim kven-
manni, sem kom á verkstæði hans. Móttökurnar gáfu
78
FRJÁLSVERZLUN