Frjáls verslun - 01.08.1953, Side 24
tímaritum og keyptar heilsíðu auglýsingar til að lýsa
hinum mörgu kostum þeirra.
Árið 1952 námu þessi 10%, sem sett voru til hliðar,
hvorki meira né minna en $2,5 milljónum, og var þá
ákveðið að auglýsa saumavélarnar á sérstökum út-
varps- og sjónvarpsdagskrám.
Hin mikla eftirspurn í Bandaríkjunum, sem var
komin upp í 100.000 Necchi saumavélar árið 1952,
hafði geysimikla byltingu í för með sér fyrir írölsku
verksmiðjuna, sem aflaði nú bandarísks gjaldeyris að
upphæð $6 milljónir á ári. Ný viðbótarbygging var
reist á stærð við gömlu verksmiðjuna, og er hin nýja
bygging eingöngu notuð til framleiðslu fyrir Banda-
ríkjamarkað, sem nemur nú um 75% af heildarfram-
leiðslu Necchi-verksmiðjunnar. Þessi nýja verksmiðja
er talin vera einhver sú fullkomnasta í F.vrópu, og eru
afköst hennar 1000 saumavélar á dag. Hjá Necchi
verksmiðjunum í Pavia vinna nú 4500 manns, sem
njóta ýmissa hlunninda, er annað verksmiðjufólk á
Italíu þekkir ekki.
í Bandaríkjunum einum vinna í dag um 4000 manns
á vegum Necchi fyrirtækisins og annarra þeirra fyrir-
tækja, sem framleiða fyrir það. Aðeins vélasamstæðan
er framleidd í Italíu, en ýmislegt annað. svo sem raf-
magnsmótor og tréverk smíðað í Bandaríkjunum.
Saumavélarnar eru síðan settar saman í New York og
sendar þaðan til verzlana víðsvegar um landið.
Sala Necchi vélanna í Bandaríkjunum á s.l. ári, sem
nam $25 milljónum, var ekki nema 10% af heildar-
sölu saumavéla þar í landi. „Þegar við bvrjuðum fyr-
ir fimm árum síðan,“ segir Jolson, „var tiltölulega
mjög lítið af saumavélum flutt inn í landið. Eftir að
við riðum á vaðið hafa aðrir komið á eftir, og nú eru
tugir þúsunda af erlendum saumavélum fluttar inn á
mánuði hverjum. Samkeppnin skaðar ekki neinn —
hún heldur okkur bara við efnið.“
——— -----——-— -------------—■------ -1
NÝSTÁRLEG SÉRVERZLUN
í september mánuði tók til starfa ný sérverzlun hér í
bæ, sem eingöngu verzlar með vörur fyrir yngstu borg-
arana. Er hér um að ræða barnafataverzlun og hefur
henni verið valið nafnið „Storkurinn.“ Verzlunin er
til húsa að Grettisgötu 3. Eigandi verzlunarinnar er
frú Unnur Eiríksdóttir, en hún var lengi forstöðukona
Fyrirkomulag og innrétting búðarinnar er smekkleg,
Fyrirkomulag og innrétling búðarinnar er smekkleg
og hefur maður Unnar, Örlygur Siguiðsson, listmál-
ari, skreytt verzlunina á nýstárlegan og skemmtilegan
hátt. Á verzlunin án efa eftir að eignast marga og
góða viðski])tavini.
Þetta gefur tilefni til þess að hvetja kaupsýslumenn
almennt að hyggja betur að innréttingu og fyrirkomu-
lagi verzlana sinna. Verzlunin á að vera þannig úr
garði gerð, að hún laði viðskiptavinina að en fæli þá
ekki frá. Þeim peningum, sem varið er lil að fegra og
betrumbæta verzlunarplássið, þarf ekki að sjá eftir,
því að þeir koma fljótt til baka í auknum viðskiptum.
Jolson er annars mjög hrifinn af því, hvað helzlu
kep])inautar hans eru vingjarnlegir. „Nýlega snæddi ég
hádegisverð með ráðandi manni í firma, sem er skæð-
ur keppinautur okkar,“ segir Jolson. „Þetta var eins
ánægjuleg hádegisverðarstund og hugsast getur. F.kki
lét keppinaulur minn eitt orð falla á móti mínu fyrir-
tæki, og virðist þetta koma Evrópumanni einkennilega
fyrir sjónir. Hann hló bara og sagði, að Necchi hefði
neytt hina bandarísku saumavélaframleiðendur til að
endurbæta framleiðsluna til stórra muna, og það
kvað hann vera fyrirtak“.
Leon Jolson hefur það fyrir venju á ári hverju, að
minnast komu sinnar til Bandaríkjanna með „þakkar-
gjöfum.“ Á síðastliðnu ári gaf hann Columbia há-
skólanum $10.000, og í ár myndaði hann $250.000
sjóð til eflingar félagasamtökum, sem stuðla að auk-
inni vináttu þjóða og kynþátta á milli. Má segja, að
Necchi saumavélin afkasti góðum saumaskap um leið
og hun styrkir hið mjög svo viðkvæma efni alþjóða-
vináttu.
80
FRJÁLS VERZLUN