Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Síða 27

Frjáls verslun - 01.08.1953, Síða 27
ekki verið að setja íyrir sig, þótt vinnutíminn væri langur, eða þá að fara fram á greiðslu fvrir yfirvinnu, því slíkt þekktist ekki. Menn höfðu meiri hug á því að vinna fyrirtækinu sem mest gagn og vinna sig jafn- framt í álit hjá húsbændum sínum, sem skapaði mögu- leika fyrir tryggri framlíðaratvinnu. Ef ekki hjá sjálfu fyrirtækinu, sem unnið var fyrir þá stundina. þá hjá iiðrum atvinnurekendum síðar. Ljósadýrð fyrir Friðrik VIII. Eitt af því, sem Hjörlur var látinn hal'a með höndum eftir að hann korn til Brydesverzlunar, var að annast u]>psetningu og hafa umsjón með ljóstækjum þeim, er verzlunin hafði til sölu. Nefndust þau „LUX“-ljós og voru notuð í þá daga til lýsingar i búðum. skrif- stofum og vinnustofum og ennfremur sem götuljós. Hafði verzlunin einkaumhoð fyrir Island á þessurn ljósatækjum, sem voru framleidd af sænskri verk- smiðju, A.B. ,.LUX“ í Stokkhólmi. Hafði Hjörtur kynnt sér nreðferð þessara tækja og gat því veitt allar upplýsingar um notkun og meðferð þeirra. Þegar Friðrik konungur VIII. heimsótti Island sum- arið 1907, fór aðalmóttökuhátíðin fram á Þingvöll- um. Lánaði Brydesverzlun há Hjört til Þingvalla til að annast uppsetningu „LUX“-ljósa i Konungshúsið, veizlu- og móttökuskálEnn og hér og þar um hátíðar- svæð'ð. Þá sá hann einnig um u])]>setningu liósatækia í Miðbæ:arbarnaskólanum, en þar var konungi haldin veizla, þegar hann kom aftur til bæjarins. ,.LUX“- Ijósin voru mikið notuð í Reykjavík, þar til gaslýsing var sett í allan bæinn. Þecrar hepianin er með. Árið 1910 voru uppi miklar bollaleggingar í Reykja- vík um að koma á fót stóru verzlunarfyrirtæki, sem enskir auðmenn stóðu á hak við. en umboðsmenn þessa fyrirtækis hér voru þeir Einar Benediktsson skáld og Helgi Zoega kaupmaður. Átti verzlunarfvrirtæki betta að vera nokkurskonar „Magasin“ með mörgum deild- um, er hefðu á boðstólum allan hugsanlesan varning. Einn af starfsbræðrum Hjartar við Brydesverzlun benti honum á, að barna mvndi vanta mann sem deild- arst'óra fvrir skipa-, búsábalda- og iárnvörudeildirn- ar og skyldi hann sæk<a um hessa stöðu. bar sem hún mvndi verða vel launuð. Fór Hjörtur að orðum starfs- bróður síns og hitti Helga Zoega að máli. Frétti hann þá. að danskur maður, sem vann við Thomsensverzlun hefði sótt um stöðuna. Hafði honum verið falið að gera fullkomið vfirlit yfir allar þær vörutegundir, sem heyrðu undir sérgreinir deildanna. þar sem krafizl var, að væntanlegur deildarstjóri væri fagmaður í áð- urnefndum greinum. Sagði Zoega við Hjört, að ekki myndi það saka, þótt hann gerði slíkt vöruyfirlit, og yrði það þá borið saman við það, sem bærist frá þeim danska. Ákvað Hjörtur að reyna þetta og skilaði yfir- litinu fyrir tiltekinn tíma. Nokkrum dögum síðar gerði Helgi Zoega boð eftir Hirti. en þá var staddur hjá Helga enskur sérfræðingur í hinum umræddu grein um. Var Hirti tilkynnt, að þar sem yfirlit hans væri mun fullkomnara en það, sem hinn danski maður hafði skilað, stæði lionum til boða staða deildarstjóra við væntanlegt verzlunarfyrirtæki, og va'ri kaupið til að byrja með kr. 150,00 á mánuði. Var þetta boð mjög freistandi fyrir Hjört, sem hafði þá kr. 80,00 í mán- aðarkaup hjá Brydesverzlun. Bað hann nú um frest til að ákveða sig, þar sem hann vildi lala fyrst við hús- hændur sína og skýra þeim frá málavöxtum áður en hann tæki einhverja ákvörðun í málinu. Þegar þeir fréltu, hvað llirti hafði verið boðið hjá hinu nýja verzlunarfélagi, samþykktu þeir strax að greiða honum sama kaup, ef hann færi ekki frá Brvdesverzlun. Varð Hjörtur því áfram hjá fyrirtækinu, því þar líkaði hon- um vel og vildi helzt komast hjá því að þurfa að breyta um húsbændur. Að þessu sinni, sem og oftar, hafði lánið ekki snúið bakinu við Hirti. Þær fyrirætlanir að koma á stofn hinu nýja verzlunarfélagi i Reykjavtk urðu að engu, og þar með hefði Hjörtur orðið atvinnulaus, ef hann hefði sagt upp stöðu sinni hjá Brydesverzlun. Þetta atvik varð til þess, að kjör Hjartar ekki einungis bötn- uðu, heldur voru þau orðin einhver þau beztu, sem þekktust meðsl verzlunarmanna í Reykjavík á þeim tímum. Telur Iljörtur, að sá lími, sem hann vann við verzlunarstörf hjá Brydesverzlun, hafi orðið mjög lærdómsríkur fyrir sig vegna vöruþekkingar þeirrar, er hann varð aðnjótandi og annars lærdóms á verzl- unarsviðinu, sem hefur orðið honum til ómetanlegs gagns ávallt síðan. Hjörtur vann við Brydesverzlun, þar lil hún hætli seinl á árinu 1913. Afhentu húsbænd- ur lians honum þá hin beztu meðmæli, og voru þau skráð á danska tungu. Varðveitir Hjörtur þessi með- mæli sem helga eign. Verðlaun íyrir gluggaskreytingar. Um haustið 1913 rak Hjörtur jólaverzlun fyrir verzlunina „Nýhöfn“ í Melstedshúsunum gömlu, þar sem nú er Útvegsbanki íslands. Eigandi verzlunarinnar var þá Guðmundur Kr. Guðmundsson, sem síðar varð eigandi Hótel Heklu. Hafði Hjörtur mikla sýningu á alls konar jólavarningi í gluggum verzlunarinnar fyr- ir jólin. Dagblaðið Vísir efndi þá til verðlaunakeppni fyrir tvær bezlu gluggasýningarnar fvrir jólin, og FRJÁLS VERZLUN B3

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.