Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Page 35

Frjáls verslun - 01.08.1953, Page 35
Frá Siglufirði ÁLM Framleiðsla álms (aluminium) fer stöðugt vaxandi. Léttleiki málmsins, en um leið styrkleiki, hefur rutt honum braut í lofti, á láði og legi, og verður notkun hans víðtækari með hverjum degi. Er of langt mál up]i að telja öll þau margvíslegu not, sem heimurinn hefur í dag af þessum handhæga málmi. Skipasmíðaiðnaðurinn hefur t.d. tekið álm í þjónustu sína í sívaxandi mæli við báta og skijiabygg- ingar. Má í því sambandi geta þess, að við smíði hrað- skreiðasta farþegaskips heims voru notuð tvö þúsund tonn af álmi. Árið 1901 nam heimsframleiðsla álms varla 10 þús- und tonnum. Tuttugu árum síðar var ársframleiðslan komin upp í 128 þús. tonn. Árið 1940 nam heims- framleiðslan 780.622 tonn, 1950 var hún komin upp í nær 1,5 milljón tonn, og árið 1960 er áætlað, að heimsframleiðslan muni verða 3,2 milljón tonn. Sézt glögglega af þessu hve framleiðslan hefur vaxið hröð- um skrefum. - 91 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.