Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Qupperneq 2

Frjáls verslun - 01.01.1963, Qupperneq 2
Valdimar Krislinsson, viðskiptafræðingur: Aluminíumiðnaður í Noregi Atlantshafsbandalagið (NATO) veitti þeim er þetta ritar styrk, er nota skyldi á árunum 1901—62 til athugunar á flutningi áhættufjármagns á milli þátttökulanda bandalagsins, og jafnframt til sér- stakrar athugunar á orkufrekum iðnaði og stað- setningu hans. Það var einkum í samra^mi við síðara verkefnið, að ferðast var um Noreg í september- mánuði síðastliðnuin. Voru heimsóttar allar helztu aluminíumverksmiðjur landsins, svo og fleiri iðn- fyrirtæki, svo sem hinar miklu efnaverksmiðjur Norsk TI\'dro við Porsgrunn, suðvestan Oslófjarðar. Fyrst var farið til aluminíumverksmiðjunnar í Ilöyanger við Sognfjörð, síðan til annarrar i Áral innst í Sognfirði, svo til þeirrar þriðju á Sunndals- öra, nálægt Kristiansund, og frá Þrándheimi var farið norður til Mosjöen og skoðuð þar fjórða verk- smiðjan. Einnig voru heimsóttar verksmiðjur við Oslofjörð, í Holmestrand og í Moss, þar sem marg- víslegir hlutir eru framleiddir úr aluminíum. Að sjálfsögðu var það engin tilviljun, að í sam- bandi við orkufrekan iðnað var valið að kynnast sem bezt aluminíumvinnslu, og það í Noregi. Langt er síðan farið var að tala um að nýta mætti vatns- orku á íslandi til framleiðslu á aluminíum. Og eftir því sem meira hefur verið talað um þessi mál og þau athuguð gaumgæfilega hefur komið í ljós, að vart mun önnur framleiðslugrein vænlegri til að koma upp stóriðnaði á íslandi, utan fiskiðnaðarins, og er það jafnvel álit sumra, að þetta sé eina leiðin, eins og nú horfir, til að nýta vatnsorku landsins í stórum stíl. Að Noregur sé okkur góð fyrirmynd í þessum málum má hverjum manni augljóst vera. Þjóðirnar og löndin hafa mun meira sameiginlegt en almennt gerist, og svo er Noregur einn stærsti alumminíum- framleiðandi í Evrópu og hefur áratuga reynslu á þessu sviði. Eins og málum er nú háttað, er ef til vill sér- staklega fróðlegt fyrir okkur íslendinga að kynnast áliti opinberra aðila í Noregi á því, hvernig bregð- ast skuli við í næstu framtíð varðandi orkufrekan iðnað, og þá einkum aluminíumiðnaðinn. Hinn 25. september sl. hélt Karl Skjerdal, ráðu- neytisstjóri í norska iðnaðarmálaráðuneytinu, er- indi í Osló um þessi mál, og var talað um, að þar hefðu komið fram sjónarmið ríkisstjórnarinnar. Verða aðalatriðin úr erindi Skjerdal ráðuneytis- stjóra rakin hér, áður en tekið verður til við að lýsa norska aluminíumiðnaðinum í dag og stað- setningu hans. Þessi áratugur mun hafa úrslitaáhrif á framtíð Noregs sem stóriðnaðarlands í Noregi hafa nýlega verið uppi raddir um, að ástæða væri til að fara á næstu árum varlega í stækkun á aluminíumiðnaði landsins, þar sem fram- leiðslugetan í heiminum hefði að undanförnu verið alhniklu meiri en notkunin. Skjerdal ráðuneytis- stjóri vék að þessum skoðunum í erindi sínu og taldi þær alls ekki eiga rétt á sér. Mörg ár taki að skipuleggja og reisa aluminíumverksmiðjur og orku- ver vegna þeirra, og Norðmenn gætu ekki látið eftirspurnarsveiflur, er næðu yfir skemmri tíma, hafa álirif á sína áætlanagerð. í atvinnugrein, sem væri svo stór í sniðum, væri ekki hægt að fylgjast með þróuninni, nema að miða við áætlanir um eftir- spurnina langt fram í tímann. Að beztu manna yfirsýn hefði í þessu sambandi verið lagt raunhæft mat á hlutina og væru framtíðarmögulcikar alumin- íumiðnaðarins því hinir björtustu. Mögulcikar Noregs sem stóriðnaðarlands byggj- ast fyrst og fremst á hinni ódýru vatnsorku, og taldi ráðuneytisstjórinn, að næsti áratugur, og þó einkum árin fram til 1970, gætu haft úrslitaáhrif á framtíð 2 FUJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.