Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Page 4

Frjáls verslun - 01.01.1963, Page 4
sum árin einnig verið framleitt allmikið af honum handa öðrum verksmiðjum. Eftir því sem framleiðslan jókst fór rafmagns- notkunin vaxandi og hafa verið reistar tvær raf- rafmagnsstöðvar í dalnum nokkru fyrir innan Höy- anger. Eru allar þrjár stöðvarnar í eigu félagsins og er uppsett vélaafl þeirra í heild 40 þús. kw. En nú stendur meira til en nokkru sinni, þar sem tvö- falda á framleiðslugetuna á aluminíum, er þá verður 26 þús. tonn á ári. Verður öll aukningin byggð á innfluttu alumina, þar sem aluminíumoxyd-vinnsl- an verður ekki aukin. Nýtt orkuver verður sprengt inn i fjallið á bak við upphaflegu rafmangsstöðina og aðfallsgöng verða sprengd upp fjallið, þannig að í þau renni úr vatnakerfi, sem er í 550 m hæð. Þar uppi á að gera nokkrar stíflur og frárennslisskurði til miðlunar. Við ýmsa crfiðleika er að etja í sambandi við þessa stækkun. Verstur er skorturinn á Iandrými, þar sem verið er að sprengja inn í fjallið alveg ofan í ganda orkuverinu og verksmiðjunum, svo að segja undir gömlu aðrennslispípunum og um 250 m löng- um „reykháf“, sem á sínum tíma var sprengdur inn í fjallið og opnast hátt upj)i í hlíðinni. Setur ]>að sérkennilegan svip á staðinn að sjá fjallið reykja, — og J)að fluorgasi. Til að auðvelda hinar nýju framkvæmdir hefur varið lagður „Kambavegur“ upp fjallið, sem þó hefur hvergi ineiri halla en 1:8. Norðmenn virðast ekki láta sér bregða við slíkar framkvæmdir, sem eru helzt sambærilegar við það, að Vesturlandsveg- urinn lægi yfir Esjuna miðja, en tæki ekki krók út á Kjalarnes. Hvað mestir erfiðleikar verða ])ó á að stækka sjálf- ar verksmiðjubyggingarnar, sem verða byggðar al- veg ofan í bænum, J)ótt ekki hafi áður verið langt á milli. Uppskipunaraðstöðuna á einnig að bæta. Um 6 })ús. br. tonna skip hafa getað lagzt að hafn- argarði verksmiðjunnar, og hefur alumina verið flutt inn í sekkjum. Nú er ietlunin að 12 þús. tonna skip geti vcrið í förum þarna og flutt aluminíum- oxydið ósekkjað, sem ])á vrði blásið með lofti upp í turna á hafnarbakkanum. Áætlað er, að fjárfesting vegna tvöföldunar alu- miníumvinnslunnar í Höyanger muni nema 00 millj. norskra króna eða um 540 millj. ísl. kr. Segja má, að })essi aukning sé framkvæmd í alveg sérstöku augnamiði. Þegar á árinu 1917 var stofnað dóttur- fyrirtæki NACOS: A/S Nordisk Aluminiumindustri, sem í smáum stíl hóf framleiðslu á ýmsuin vörum úr aluminíum í Holmestrand, vestan Oslofjarðar. Þessi framleiðsla jókst smám saman og er nú unnið úr meira magni af málmi en Höyanger getur af- greitt. Nú er hugmyndin að stækka verksmiðjuna í Holmestrand fyrir 32 millj. norskra kr., eða um tæpar 200 millj. ísl. kr., og vinna úr öllum málm- inum frá Ilöyanger eftir stækkunina þar, en hana á að framkvæma á árunum 1961—65. Um Holme- strand-verksmiðjuna vcrður rætt frekar síðar. Eins og áður segir er skortur á athafnasvæði í Höyanger, en þetta gildir ekki aðeins fyrir verk- smiðjuna heldur og fyrir bæinn, sem risið hefur um- hverfis hana. f rauninni er afar litið um undirlendi við hinn mikla Sognfjörð og alla hans mörgu þver- dali. Fjöllin ganga víða, að því er virðist, ])ver- hnípt í sjó fram og er oft drjúgur spölur á milli byggðarlaga. Árið 1915 voru 120 íbúar í Höyanger, en strax og bygging verksmiðjunnar hófst tók að myndast þar bær, sem nú hefur um 3 þús. íbúa. Af þeim vinna um 700 við stórfyrirtækið og er því Árdal III. Verið er að ganga frá oinum i skála F 4 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue: 1. tölublað - Megintexti (01.01.1963)
https://timarit.is/issue/232787

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað - Megintexti (01.01.1963)

Actions: