Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Page 5

Frjáls verslun - 01.01.1963, Page 5
ekki önnur starfsemi rekin þarna, nema þjónusta við íbúana. Forráðamenn verksmiðjunnar halda því fram, að þetta sé einn fallegasti iðnaðarbær Noregs. Og víst er hann fallegur, að vísu býsna klemmdur inni milli hárra fjalla, en íbúðarhúsin eru flest snot.ur og mörg stór og falleg. Það leynir sér ekki, að íbúarnir kom- ast vel af. Verzlanirnar eru furðu stórar í ekki stærri bæ (þetta er ekki miðstöð fyrir neina sveit), húsin gjarnan nýmáluð, garðarnir vel hirtir og göt- urnar malbikaðar. Stefnan í húsnæðismálunum hefur verið sú, að sem flestir eignuðust sitt eigið húsnæði. Hefur fé- lagið aðstoðað starfsfólk sitt á ýmsan hátt í þessu augnamiði. Meðal annars með lánveitingum, sölu á lóðum við vægu verði, aðstoð við kaup á bygg- ingarefni og fleira því um líkt. Ilefur þessi aðstoð einnig náð að nokkru til sumarhúsa (fjeldhytte), sem eru mjög vinsæl í Noregi. Bæjarfélagið hefur á ýmsan hátt notið fyrirtækis- ins við að koma upp fullkomnum spítala, fallegu ráðhúsi og glæsilegri kirkju. Og ekki má gleyma því, að nú eru uppi ráðagerðir að koma upp nýju, stóru félagsheimili, sem skal vera allt í sejin, bíó, leikhús og hljómleikahús og almennur skemmti- staður. Alll starfsfólkið nýtur eftirlauna á efvi árum og í samvinnu við bæjarfélagið hefur verið byggt dval- arheimili fyrir gamalt fólk, þar sem það getur búið út af fyrir sig. Þegar það getur aftur á móti ekki hugsað um sig sjálft, getur það komizt á elliheimili bæjarins. Af því, sem hér hefur verið sagt, og ýmsu fleiru, verður ekki annað ráðið en stórfyrirtækið 'setji metnað sinn í að búa starfsfólki sínu góð lífsskil- yrði, og öllu betri en almennt gerist í landinu. Ardal Innst í hinum 150 km langa Sognfirði liggur Árdalstangen og er það 1 km breið og lt/2 km löng eyri, sem mynduð er af jökulruðningi. Há fjöll gnæfa yfir á tvo vegu, en fyrir innan eyrina tekur við Árdalsvatnið, sem er 10 km langt. Þar fyrir inn- an hefur jökullinn einnig myndað tiltölulega slétt land, Övre Árdal, sem er 1X2 km að stærð. Þarna er mesta undirlendi við Sognfjörð, sem hefur átt sinn þátt í því, að þar er nú stærsta aluminíum- verksmiðja Noregs. En minna má landrýmið ekki vera og má segja, að á undirlendið við báða enda Árdals-vatns megi troða allt að 120 þús. tonna aluminíumverksmiðju ásamt íbúðarhúsum starfs- fólks og öllu öðru, sem tillieyrir slíku stórfyrirtæki. Þarna bjuggu þó á öldinni sem leið nokkur hundruð manns á um 50 smájörðum, og lifðu eink- um á sauðfjárrækt. Staðurin var mjög einangraður, vegir engir, og þar sem vatnið fyllti alveg upp í dalinn varð að fara á bátum milli Efra-Árdals og Árdals-tangans. Landbúnaðurinn gaf æði lítið í aðra hönd, og ekki var mikið að hafa upp úr þeim fáu ferðamönnum, sem hættu sér fótgangandi yfir fjall- lendið. Mjög fækkaði þarna vegna Ameríkuferðanna og um tírna var jafnvel talað uin að rýma alveg dal- inn og að allir íbúarnir flyttust til Ameríku. Nokk- ur hluti fólksins hélt þó tryggð við fjöllin og jökul- urðina, óafvitandi þess, að í nágrenninu voru ein beztu virkjunarskilyrði í öllum Noregi. Það þurfti nýjar kynslóðir og nýja tíma til að njóta góðs af því. í 20 km fjarlægð frá Efra-Árdal liggur Tvin- vatn í 1080 m hæð. í það renna ár af 800 km2 vatnasvæði, en sjálft vatnið myndar yfir 300 millj. rúmmetra uppistöðu. Þegar á árinu 1908 var stofn- að félag til að nýta hina hagkvæmu aðstöðu, sem þarna var til vatnsvirkjunar; en hún komst svo í hendur Norsk Ilydro þrem árum síðar. Mælingar og áætlanagerð Iiófst, en þar sem Norsk Hydro hafði í mörg önnur horn að líta, miðaði þessu mjög- hægt. Þó var svo komið undir lok fjórða tugs aldar- innar, að nær því var lokið við 11 km löng aðfalls- göng að virkjunarstað og fara átti að leggja meiri kraft í framkvæmdirnar. En þá hernámu Þjóð- verjar Noreg og voru strax með miklar ráðagerðir um að framleiða aluminíum í stórum stíl í landinu. Eins og á stóð, var enginn staður betur til slíks fallinn en einmitt Árdal. Þar mátti á tiltöhilega stuttum tíma koma upp 90 þús. kw. orkuveri, er nægja myndi til framlciðslu á 50 þús. tonnum af aluminíum-oxydi, með Pedersen-aðferðinni, og síðan til vinnslu á 24 þús. tonnum af fullunnu aluminíum. Meiri hlutann af hernámstímanum var unnið að þessari áætlun og flutt inn mikið efni frá Þýzka- landi. Alumina-verksmiðjan átti að vera niðri við hafnarbakkann á Árdalstanganum, en aluminíum- verksmiðjan í Efri-Árdal. Milli þessara staða var svo gerður vegur í hinni bröttu fjallshlíð við Árdals- vatnið, með nokkrum jarðgöngum og eru ein þeirra hin lengstu sinnar tegundar í Noregi. Verksmiðju- byggingarnar risu og farið var að setja niður ofna og vélar, og ennfremur var nær búið að ganga frá 5 af 6 túrbínum í Tyin-orkuverinu, sem komið hafði FltJÁLS VERZLUN 5

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.