Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.01.1963, Qupperneq 8
Verksmiðjubyggmgamar a Sunndalsöra byggð á innfluttu alumina, og liefur verið gerður samningur til langs tíma við Aluminium TJnion Ltd., Kanada, um skipti á aluminium-oxydi og fullunnu aluminíum. Þar sem aðeins eru 2,3 km frá orkuverinu að verksmiðjunni er ekki nema 12 þús. volta spenna á línunni á milli, sem siðan er breytt í 800 volta jafnstraum. Alls eru nú 300 ofnar í verksmiðjunni, hver fyrir um 70 þús. ampera straumstyrkleika og 12 tilraunaofnar, hver fyrir um 140 þús. amper. Minni ofnarnir taka hver um sig 35 m2 gólfflöt, vega 100 tonn, og í þeim eru framleidd að jafnaði 430 kg af aluminíum á sólarhring. Hafnargarður verksmiðjunnar er 307 m langur og dýpið við hann um fjöru var 9,2 m, og gátu 14 þús. tonna skip athafnað sig þarna, en nú hefur enn verið dýpkað við hafnargarðinn svo að 17 þús. tonna skip komast að honum. Lengd garðsins er miðuð við, að tvö stórskip geti legið þar í einu, jafnframt því sem hægt só að ferina minna skip af aluminíum á sama tíma. Annars mun fátítt, að stóru alumina-flutningaskipin komi nema eitt í einu, enda þarf ekki mjög marga farma yfir árið. En hafnaragarðurinn á einnig að duga verksmiðj- unni þótt hún verði stækkuð. Þarna eru, auk venjulegra krana, losunartæki af svipaðri gerð og í Ardal, sem sjúga alumina upp úr lestunum, nema hvað þessi eru jafnvel enn af- kastameiri og anna allt að 280 tonnum á klst. Frá þessurn tækjum er aluminíum-oxydið flutt á færi- böndum í geymsluhús, sem tekur 40 þús. tonn. Þaðan er svo hráeíninu blásið eftir þörfum í svo- kiilluð „dagsilo“, sem eru tvö og taka hvort 800 tonn. Frá þeim er aluminíum-oxydinu ekið í sér- stökum rafmagnsvögnum að hverjum einstökum ofni. Þó að fjöllin séu ekki langt undan, er verksmiðju- stæðið á Sunndalseyri ekki eins innilokað og í Efri- Árdal, eins og áður segir. Þar munu því ekki vera neinir erfiðleikar með reykinn, sem kemur frá verk- smiðjunni, enda hefur verið komið upp víðtæku kerfi, er safnar gasinu frá ofnunum og hreinsar það. Sagði fróður maður á staðnum, að rekstur hreins- unarkerfisins kostaði um 1 millj. norskra kr. á ári. Á Sunndalseyri voru um 1800 íbúar á árunum fyrir stríð, en nú (1962) eru þeir 6900. Það eru því ekki alveg allir á staðnum, sem byggja afkomu sína á verksmiðjunni, enda er Sunndalseyri tölu- verð samgöngumiðstöð, þar sem þar mætast nokkr- ir vegir, svo sem fyrr segir. Um sjálfa byggðina á Sunndalsevri er svipað að segja og í Árdal. Húsin eru flest ný, og mun hálft annað þúsund manns búa í húsnæði, sem verk- smiðjan á og leigir út, en flestir bvggjendur eigin húsnæðis hafa notið fyrirgreiðslu hennar, á einn eða annan hátt, Ymiss konar starfsemi í byggðar- 8 FlfJÁl/S VERZLXTN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.