Frjáls verslun - 01.01.1963, Page 9
laginu er styrkt, og nýlega hefur risið stórt „félags-
heimili“, með kvikmyndasal, bókasafni o. fl., sem
félög á staðnum hafa komið upp með góðum stuðn-
ingi fyrirtækisins. Og svo sem eins og til að sanna
hreinleika loftsins, jafnframt því sem umhverfið
er fegrað, eru falleg blómabeð og stórir grasfletir
fyrir framan verksmiðjuna, en það eru einmitt
jurtir, sem helzt verða fyrir barðinu á óhóflegu
magni af flúorgasi.
Mosjöen
Um það bil um miðjan Noreg, nokkru fyrir sunn-
an heimskautsbaug, liggur bærinn Mosjöen, og er
á svipaðri breiddargráðu og Akureyri. Þetta er gam-
all verzlunarbær og samgöngumiðstöð, sem fyrir
áratug síðan hafði nokkur þús. íbúa og árstíða-
bundið atvinnuleysi. Nú eru þar um 8 þús. íbúar,
sem meðal annars hafa framleitt aluminíum í fjögur
ár. A árinu 1958 gerðu verkamennirnir kröfu um
að fá reiðhjólaskýli við verksmiðjuna, en nú virð-
ist meiri áhugi á að fá biðreiðastæðin stækkuð en
nota skýlið. Það hefur því margt breytzt á fáum
árum í Mosjöen; en fyrir l>ragðið er bærinn enn
tætingslegur nokkuð og dreifður, og skiptist greini-
lega milli gamla hlutans og nýrra hverfa.
Mosjöen Aluminium A/S er stofnað af Elektro-
kemisk A/S og Aluminium-Industrie-Aktien-Gesell-
schaft (AIAG), Sviss. Á fyrrnefndi aðilinn % og
sá síðarnefndi % hluta í fyrirtækinu.
Ilið norska Elektrokemisk A/S er mjög merkt
fyrirtæki og sérstætt, sem stofnað var árið 1904 til
að stuðla að iðnvæðingu Noregs, með því að nýta
hina miklu vatnsorku landsins. Þetta var fyrst
gert með fullkomnun á Birkeland- og Eyde-aðferð-
inni til framleiðslu á köfnunarefnisáburði. Elektro-
kemisk A/S stofnaði í þessu sambandi Norsk
llydro, sem síðar losnaði úr tengslum við stofn-
andann og hefur nú lengi verið stærsta fyrirtæki
Noregs. Síðan 1917 hefur Elektrokemisk stöðugt
unnið að frekari endurbótum á Söderbergs-raf-
skautsaðferðinni, sem á sínum tíma olli byltingu
í málmbræðslu með rafmagni og hefur síðan verið
notuð um allan heim, meðal annars nú við %
hluta allrar aluminíum-framleiðslu. Auk rannsókn-
anna hafa á vegum Elektrokemisk verið framleiddir
ofnar til bræðslu á ýmsum málmum í 36 löndum.
Elektrokemisk A/S er einnig aðili að fleiri iðngrein-
um, en hefur nú mjög aukið starfsemi sína með
Mosjöen-aluminíumverksmiðjunni.
Mosjöen er æði langt frá öðrum aluminíum-
verksmiðjum í Noregi, en stærsta iðjuver lands-
ins, járnbræðslan í „Mo í Rana“, er reyndar
einum 70 km norðar. Staðsetningin mun hafa verið
ákveðin í samráði við stjórnarvöldin, með tilliti til
stefnunnar um að styrkja byggðina í norðurhlut-
um landsins, til að vinna gegn árstíðabundnu at-
vinnuleysi i héraðinu, og síðast en ekki sízt vegna
þess, að ódýra raforku mátti fá frá Ilössaga (á,
sem ríkið hefur látið virkja), en hún rennur úr hinu
stóra Rös-vatni.
Iíafizt var handa um byggingu aluminíum-
verksmiðjunnar í Mosjöen 16. apríl 1956, fyrstu
ofnarnir voru teknir í notkun þegar í febrúar 1958,
og 112 ofnar voru komnir í fulla notkun 2. maí
sama ár, með 22 þús. tonna framleiðslugetu á ári.
Vegna hinnar miklu fjármagnsnotkunar er lögð höf-
uðáherzla á að flýta byggingu slíkra verksmiðja,
eftir að verkið er hafið, og þykir þarna hafa náðst
góður árangur. í samræmi við fyrirframgerðar áætl-
anir var bræðsluofnum fljótlega fjölgað upp í 160
og framleiðslugetan þar með orðin 32 þús. tonn
á ári.
Á miðju ári 1961 hafði verksmiðjan, og það sem
henni fylgir, kostað 250 rnillj norskra króna. Inni-
falið í þessari fjárfestingu er meðal annars verk-
srniðja, sem framleiðir elektróðumassa, er fullnægir
þörfinni á staðnum, 30 km löng (130 þús. volta)
háspennulína frá Rössagaorkuverinu, 6 km löng
vatnsleiðsla fyrir 800 1 vatns á sek., sem jafnframt
sér bæjarfélaginu fyrir vatni, og hafnargarður við
10 m dýpi, þar sem komið hefur verið fyrir af-
kastamiklum losunartækjum, er dæla aluminíum-
oxydinu upp með lofti.
Milli skálanna tveggja, með rafgreiningarsam-
stæðunum, sem eru 440 m langir, hefur verið kom-
ið fyrir tveimur miklum geymsluturnum, þaðan sem
alumina er tekið í daglegum rekstri. Nú er þriðji
skálinn, af sömu stærð, í smíðurn og þegar liann
verður fullbúinn, á árinu 1963, mun framleiðslu-
getan komin upp í 50 þús. tonn á ári.
Upphaflega var gerður samningur til 50 ára, um
að aluminíum-verksmiðjan fengi 400 Gw-stunda
orku frá virkjuninni í Rössaga. Síðan hefur þessi
tala verið hækkuð upp í 640 Gw-stundir, en jafn-
framt var ákveðið, að verksmiðjan liafi rétt til að
korna upp eigin orkuveri fyrir árið 1970, er mun
leysa af hólmi viðbótarorkuna (þ. e. 240 Gw-stund-
ir) og gera kleift að auka aluminíum-framleiðsluna
upp í 100 þús. tonn. Frá upphafi hcfur einmitt
FUJÁLS VEHZLUN
9