Frjáls verslun - 01.01.1963, Síða 10
verið gert ráð fyrir, að hægt yrði að stækka verk-
smiðjuna, sem þessu nemur.
Við Mosjöen er miklu meira Jáglendi og lægri
fjöll, en á þeim stöðum, sem talað hefur verið um
liér að framan. Samt sem áður var ekki nægjanlega
stórt, slétt land fyrir hendi fyrir verksmiðjuna, og
þrengdi meðal annars járnbraútarstöðin að. Til
verksmiðjunnar voru því upphaflega látnir af hendi
17 ha lands, en lóðin lrefur síðan verið stækkuð
upp í 30 ha með því að grafa og dæla 530 þús. m3
af möl og sandi upp úr nærliggjandi árfarvegi og
stækka þannig landið. Er umráðasvæði verksmiðj-
unnar nú 1 km á lengd og um 300 m á breidd.
Starfsmenn við verksmiðjureksturinn og annað
sem lionum við kemur, svo sem uppskipun, við-
hald og skrifstofuvinnu, eru alls um 550, þar af
eru allt að 450 verkamenn eða iðnaðarmenn, sem
liafa fengið meiri og minni þjálfun til starfans. Eins
og í öllum aluminíumverksmiðjum, er unnið dag
og nótt alla daga ársins, þar sem framleiðslan má
ekki stöðvast, og eru þrjár vaktir, sem skiptast á.
Aluminíum-oxyd til framleiðslunnar kemur frá
Guineu í Afríku, en málmurinn fullunninn er að
meir en % hlutum seldur til Bretlands (þar sem
AIAG mun eiga verksmiðjur, er framleiða úr alu-
miníum) og afgangurinn til margra landa, en þó
mest til Svíþjóðar.
í Mosjöen-verksmiðjunni er gert mjög mikið til
að hindra að hættulegar lofttegundir berist út í
andrúmsloftið. Gasi er safnað saman beint frá
bræðsluofnunum og einnig upp undir þaki í verk-
smiðjuskálunum, og er síðan Ieitt í eins konar
þvottakör. Flúor úr vatninu er svo látið ganga
saman við kalk og síðan er þessum úrgangi dælt í
gegnum 700 m langt plaströr út á fjarðarbotn. Það
kostaði 10 millj. norskra kr. að korna upp þessu
kerfi, en aftur á móti mun árlegur rekstur þess ekki
kosta nema 1—200 þús. norskra kr. Til enn frek-
ara öryggis hefur aluminíumverksmiðjan ieigt býli
í 4 km fjarlægð, til 10 ára, þar sem nákvæmar rann-
sóknir fara fram á áhrifum verksmiðjunnar á gróð-
ur og húsdýr. Komið hefur í ljós að flúormagnið
í grasi, nautpeningi og silungi (í nærliggjandi á)
hefur aukizt vegna verksmiðjunnar, en þó í svo
litlum mæli, að það er talið langt frá J^ví að vera
hættulegt.
Vinnsla úr aluminíum
Hér að framan hefur verið rætt um fjórar verk-
smiðjur í Noregi, sem framleiða aluminíum, þ. e,
í Ilöyanger, Árdal, Sunndalsöra og Mosjöen. Þrjár
aðrar verksmiðjur í landinu framleiða aluminíum.
Tvær þeirra eru í eign „Det Norske Nitridaktie-
selskap“ (sem aftur er að jöfnu í höndum British
Aluminium Company og Aluminium Ltd., Kanada)
og framleiða þær samtals 30 þús. tonn á ári, er
önnur í Eydehavn, nálægt Kristiansand, en hin í
Tyssedal, austan Harðangursfjarðar. Þriðja verk-
smiðjan, A/S Vigelands Brug, er einnig í nágrenni
Kristiansand og í einkaeigu The British Aluminium
Company. Framleiðir hún 3 þús. tonn á ári af
90,09% hreinu aluminíum, sem einkum mun notað
í efnaiðnaði.
Einnig hefur aðeins verið drepið á áætlanir um
stórfellda aukningu aluminíum-iðnaðarins í Nor-
egi (auk stækkana á áðurnefndum verksmiðjum)
og áhuga stjórnarvaldanna á að styðja þá þróun.
Það er því allt sem bendir til, að verulegur hluti
af vatnsorku landsins verði notaður til aluminíum-
vinnslu, og að Noregur verði í framtíðinni eitt
mesta framleiðsluland á þessu sviði.
En með vinnslunni á alumina úr bauxiti og síðan
hinni dýru framleiðslu á aluminíum úr aluminíum-
oxydi er ekki nema hálfsögð sagan, og tæplega það,
um hinn umfangsmikla aluminíum-iðnað í dag.
Þrátt fyrir liina miklu aluminíum-framleiðslu í Nor-
egi er ekki mjög mikið unnið úr málminum í land-
inu. Þó eru þar 5 verksmiðjur, er vinna eingöngu
úr aluminíum:
Aluminiumvarefabrikken Eurjo, Halden,
Halden Aluminiumvarefabrikk, Ilalden,
11-O-van Aluminiumvarefabrik, A/S, Moss,
A/S Norsk Aluminiumvarefabrik, Bergen og
A/S Nordisk Aluminiumindustri, Holmestrand.
Fjórar fyrsttöldu verksmiðjurnar eru ekki stórar
og framleiða einkum eldhúsáhöld og annað til heim-
ilishalds, svo og ferðaútbúnað ýmiss konar.
Verksmiðjan í Holmestrand er aftur á móti mikið
fyrirtæki. Var minnzt á hana hér að framan, þar
sem hún er í eigu sömu aðila og aluminíumverk-
smiðjan í Höyanger. Framleiðsla á eldhúsáhöldum
og fleiru slíku, hófst í smáum slíl í ITolmestrand
árið 1017. Smám saman stækkaði verksmiðjan en
mest eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk. Þannig
munu 1150 starfsmenn framleiða þar úr 10 þús.
tonnum af aluminíum á árinu sem er að líða (1002).
Nú á þó að stækka meir en nokkru sinni fyrr, svo
að verksmiðjan geti á árinu 1005 eða 1900 unnið
úr öllum þeim málmi, sem þá verður framleiddur
í Höyanger, eða um 30 þús. tonnum á ári. Verður
10
FRJÁLS VERZLUN