Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Qupperneq 11

Frjáls verslun - 01.01.1963, Qupperneq 11
aluminíum-vinnslan í Holmestrand þá orðin ein hin mesta sinnar tegundar i Evrópu. Framleiðslan í Hólmestrand er mjög fjölbreytt. Þar eru búnar til plötur í öllum stærðum og þykkt- um, bæði sléttar og bylgjaðar; einnig alls konar þræðir og fléttaðir kaplar (m. a. háspennulínur); margvísleg ílát, frá mjólkurbrúsum upp í gífurlega stóra geyma fyrir mjólkurbú, geyma til olíuflutn- inga o. fl.; ýmsir prófílar fyrir byggingariðnað og annað; einangrunarefni; örþunnar umbúðir fyrir mat; túbur; niðursuðudósir og margt fleira. Um 40% framleiðsluvaranna er selt úr landi, þar af meginhlutinn til annarra Norðurlanda. Munu nýir fiskkassar á Islandi vera gott dæmi þar um. Holmestrand verksmiðjan hcfur verið brautryðj- andi á því sviði að gera aluminíum hæft til notk- unar í niðursuðuiðnaðinum. A síðustu árum hefur mikla sölu leitt af þessu starfi. Verksmiðjulóðin í Holmestrand er nú fullbyggð, þrátt fyrir mikla uppfyllingu út í sjóinn. Er nú byrjað að byggja á nýjum stað, fyrir ulan borgina, og hafa þar þegar verið rcistar tvær byggingar. I annarri eru aluminíum-ræmur húðaðar með ýmsum efnum og í mörgum litum (og er liægt að hafa mis- munandi húðun hvoru megin). í þessi kerfi, sem er hálfsjálfvirkt, er á hverjum tíma 275 m löng ræma, sem er ýmist í völsum, þurrkofnum eða öðru slíku, enda gengur hún í gegnum þrjár hæðir liúss- ins. I hinni byggingunni eru aluminíum-stangir hit- aðar upp og síðan teygðar og togaðar í margvís- legustu þræði, sem gjarnan eru svo vafðir og spunn- ir aftur saman í gildari kapla. Er þetta allt sann- arlega ævintýraleg sjón að sjá, og virðist hreint ekki svo flókið, við lausleg kynni, að því tilskyldu, að fullkomnar vélar og æfðar hendur vinni að framleiðslunni. Og vel er unnið, því að 90% starfs- mannanna vinnur að verulegu leyti í ákvæðisvinnu, enda er kaupið hátt. oeiooccccooiootoococo Maður, sem þjáðist af svefnleysi: „Ég er alveg dauðþreyttur. Svaf eiginlega ekkert í nótt.“ Vinur hans: „Af hverju reyndirðu ekki að telja kindur?" Svefnleysinginn: „Gerði það einmitt. Taldi upp í tíu þúsund kindur. Kom þeim öllum aftan á vöru- bíl og lét aka þeim í kaupstaðinn. En þegar ég var búinn að reikna út, hvað ég tapaði miklu á kaup- unum, var kominn fótaferðartími." ÁFANGAR Ámi II. Bjarna.son tók í des- ember sl. við starfi útibússtjóra Verzlunarbanka íslands hf„ að Laugavegi 172. Árni er fæddur 19. marz 1933. Hann lauk stúd- entsprófi frá Verzlunarskóla Is- lands 19.55 og stundaði síðan al- menn skrifstofustörf þar til í ágústmánuði 1957, að hann réðst til starfa hjá Verzlunarsparisjóðnum og síðar Verzl- unarbankanum, lengst af sem gjaldkeri, þar til hann tók við hinu nýja starfi. ★ Bragi Hannesson lögfræðingur hefur nýlega verið ráðinn aðstoð- arbankastjóri Iðnaðarbanka Is- lands hf. Bragi er fæddur 10. des. 1932. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í lleykja- vík 1953, en kandídat í lögum frá Háskóla Islands varð hann 1958. Tók hann þá við starfi framkvæmdastjóra Landssambands iðnaðarmanna og framkvæmdastjóri Meistarasambands iðnaðar- manna varð hann 1960. Ilann varð héraðsdóms- ★ Pétur Sœmundsen viðskipta- fræðingur hefur nýlega verið ráð- inn aðstoðarbankastjóri Iðnaðar- banka íslands hf. Pétur er fædd- ur 13. febrúar 1925. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Islands 1946 og prófi í viðskipta- fræðum frá Háskóla íslands 1950. Tók hann þá við starfi hjá Félagi íslenzkra iðnrekenda og framkvæmdastjóri þeirra saintaka varð hann 1956. Pétur hefur gegnt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir iðnrekendur. Hann var endurskoðandi Iðnaðarbankans frá stofnun hans til 1956, og átti sæti í stjórn Verzlunarsparisjóðsins og í bankaráði Verzlunarbanka íslands hf. til 1962. lögmaður 1959. FKJÁLS VEHZLUN 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.