Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Side 13

Frjáls verslun - 01.01.1963, Side 13
3. Ef fjármagn og vinnuafl hefði haldizt óbreytt, mundi þjóðarframleiðslan samt hafa aukizt um 1,8% á ári hverju vegna bættis skipulags og nýrrar tækni. Margir aðrir hagfræðingar hafa gcrt svipaðar at- huganir og hafa niðurstöður orðið mjög líkar. T. d. áætlaði Efnahagsmálastofnun Bandaríkjanna að jrakka mætti nýrri tækni og vísindum 90% af aukn- um afköstum hvers einstaklings í Bandaríkjunum á árunum frá 1871 til 1951. Vitanlega haldast j>essir þættir allir í hendur í efnahagslífinu. Bætt skipulag og ný tækni krefst fjármagns, o. s. frv. En }>etta mat á áhrifum hvers ])áttar út af fyrir sig hlýtur að hafa stórkostleg áhrif á stefnur þjóða í efnahagsmálum. Augljóst er að aukin fjárfesting ein hefur t. d. ekki }>au áhrif á hagþróun, sem henni var oft ætlað. Að þessu athuguðu er ekki undarlegt, þótt stór- þjóðirnar liafi þreytt kapphlaup um nýja vísinda- lega þekkingu og tækni til aukningar á þjóðartekj- um. Þjóðirnar eiga raunar ekki nema um tvennt að velja. Annars vegar að dragast aftur úr og lifa innan tiltölulega fárra ára við lífsskilyrði, sem mundu teljast frumstæð á mælikvarða nágrannans, eða hins vegar að skipuleggja og auka rannsókna- og tilraunastarfsemi sína með það fyrir augum að geta nýtt sem fyrst hvers konar nýjungar á sviði framleiðslu og tækni til endurbóta fyrir þjóðar- búskapinn og lífsskilyrði öll. Þessi þróun er augljós í dag. Bandaríkjamenn verja um það bil 7—8 sinnum meira fjármagni til rannsókna nú, en þeir gerðu fyrir 10 árum, og ekki er að efa, að átak Sovétríkjanna á þessu sviði hefur verið sízt minna. Sagt er að vísindamenn og verk- fræðingar þar fái næstum ótakmarkað fjármagn til rannsókna og tilrauna. Evrópuþjóðirnar hafa gert sér grein fyrir þessari þróun og er það ein af ástæðunum fyrir því, að þær hafa kosið að hópast saman. Sameinaðar geta þær kcppt við framfarir stórveldanna. Tækniþróunin Mörg dæmi mætti nefna um áhrif vísinda í nú- tíma þjóðfélagi, enda hefur orðið bylting i heim- inum á sviði vísinda og tækni á árunum frá síð- ustu heimsstyrjöld. Kjarnorkan hefur haldið inn- reið sína og opnað mannkyninu næstum því óþrjót- andi orkulind. Heilar verksmiðjur og framleiðslu- greinar hafa orðið sjálfvirkar undir stjórn heila- véla, sem áætla og skipuleggja með hinni ótrúleg- ustu nákvæmni og hraða. Á hverju ári kemur á markaðinn mikill fjöldi nýjunga og stöðugt eru gerðar endurbætur á því, sem í notkun er. Margir gera sér ekki fulla grein fyrir þeirri breyt- ingu, sem orðið hefur. Okkur hættir við að líta á framfarirnar sem sjálfsagðar. Þó liafa lífsskilyrði öll gjörbreytzt frá því á dögum feðra okkar. Þá tók það langtum lengri tíma að fara á milli landshluta hér en það tekur nú að skreppa á milli heimsálfa. Sköpunartími nýrra upjifinninga hefur verið styttur stórlega. Á síðustu öld tók það margar merkustu uppgötvanir mannsandans áratugi að verða að raunveruleika. Nú tekur slíkt aðeins ör- fá ár. Áhrifum þessarar hraðvaxandi vísindaþróunar á efnahagslíf heillar þjóðar er vel lýst með orðum forstöðumanns eins stærsta iðnaðarfyrirtækis Bandaríkjanna, sem sagði fyrir G árum, að helm- ingurinn af íbúum }>ess lands ynni þá við fram- leiðslu og dreifingu á hlutum, sem óþckktir voru 50 árum áður, og hann spáði því, að eftir aðeins 25 ár frá þeim tíma mundi aftur helmingur allra íbúa þess lands þá vinna við framleiðslu, sem er óþekkt í dag. Vísindin í þágu atvinnuveganna Rauriar er óþarft að leita langt út fyrir land- steinana til þess að sannfærast um áhrif vísinda og Kraftblökk, sem kostar 200 þús. kr„ eins og þessi, er ekki lengi að borga sig FIIJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.