Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Síða 14

Frjáls verslun - 01.01.1963, Síða 14
 tækni á efnahagsþróun. Við íslendingar höfum ekki farið varhluta af áhrifum tækniþróunarinnar. A því ári, sem var að kveðja, var sjávaraflinn meiri en nokkru sinni fyrr í sögu landsins, og þá töluvert meiri en á árinu áður, sem var þó metár. Útflutningsverðmæti sjávarafurða verða mörgum hundruðum milljóna króna meiri en nokkru sinni fyrr, og er augljóst hvc gífurleg áhrif ]>etta hlýtur að hafa á efnahag landsins. Þessi staðreynd hefur verið rakin í fjöldamörgum áramótagreinum og ræðum, og árið verið nefnt góð- æri, að minnsta kosti til sjávarins. En hverju má þakka þennan mikla afla? Er það eingöngu að þakka góðu ári almennt, eða færri landlegu dögum en venja er? Eflaust eiga þessir þættir, og ef til vill nokkru meiri fiskur í sjónum, allmikinn hlut í auknum afla ársins, en ég minnist þess þó, að síðastliðið haust, ])egar rætt var við síldveiðimenn um liinn ágæta afla sumarsins, liigðu ýmsir síldar- kóngarnir á það áherzlu að ætla mætti, að raunar N orðurlandsborinn að verki íyrir norðan hefði síldin oftast verið í sjónum, þótt lítið hefði veiðzt. Hins vegar væri nú að síldveiðunum unnið á langtum vísindalegri hátt en áður liefði verið og með gjörbreyttri tækni. í fjöldamörg ár hafa síldar- göngur og lifnaðarhættir síldarinnar við hinar ýmsu aðstæður vcrið rannsakaðir. Arangurinn er nú far- inn að segja til sín. Vísindamenn geta betur en áð- ur áætlað iivar vænta má síldarinnar og leiðbeint síldarflotanum. Auk þess hefur komið til algjör- lega ný tækni við síldveiðarnar. Hávísindaleg leit- artæki eru nú í svo að segja hverjum bát og nýjar nætur notaðar með kraftblökkum. Þannig er það vafalaust rétt, sem síldarkóngurinn sagði, að ekki má síður þakka nýjum vísindum og nýrri tækni uppgripaaflann en almennu góðu ári til sjávar. Ekki megum við heldur gleyma því, að nú má heita, að síldveiðin sé stunduð árið um kring hér við land, en fyrir fáum árum aðeins í 2 til 3 mán- uði á ári hverju. Þetta má jafnvel en fremur þakka vísindum og tækni, en hina auknu síldveiði á sumrin. Vetrarveiðin er fyrst og fremst að þakka margra ára könnun og rannsókn á lifnaðarháttum síldarinnar og göngum. Svipaða sögu má segja um ýmsa aðra þætti sjávarútvegsins, þótt óvíða sé þáttur vísindanna jafn augljós nú eins og í sambandi við síldveið- arnar. Framfarir í landbúnaði hafa einnig orðið stór- kostlegar og er vafasamt, að framleiðniaukningin hafi annars staðar orðið meiri, það er að segja af- köst hvers einstaklings. Á árunum frá 1946 til 1958 jókst framleiðslumagn landbúnaðarins í kringum 55% á sama tíma og fólkinu í landbúnaðinum fækkaði um 15%. Að vísu verður að taka tillit til aukins tilkostnaðar, en þó er ljóst, að íramleiðni- aukningin hefur orðið mikil. Að verulegu leyti má þakka þessar framfarir land- búnaðarins nýjum og afkastamiklum vélum. Land- ið er stöðugt ræst fram með stærri skurðgröfum og jafnað með stærri ýtum, og afkastamiklar drátt- arvélar eru nú næstum því á hverju býli á landinu, svo að fáein tæki séu nefnd. Þessar framfarir má vitanlega einnig þakka nýrri tækni, þótt hún bygg- ist ekki á innlendum vísindarannsóknum. En is- lenzkir vísindamenn hafa þó ekki látið sinn hlut eftir liggja. Árum saman hafa þeir unnið stöðugt og sleitulaust að bættum vísindalegum grundvelli landbúnaðarins, enda hafa framfarirnar orðið mikl- ar. Sauðfjárstofninn hefur batnað mikið á undan- förnum árum. Fleiri ær verða tvílembdar og ullin 14 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.