Frjáls verslun - 01.01.1963, Page 20
mennri vísindastefnu landa og tengslum hennar' við
hagþróun þess.
Frumvarp til laga og rannsóknir í þágu
atvinnuveganna
I upphafi ]>essa erindis minntist ég á frumvarp
til laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, scm
lagt var fvrir Alþingi nn skömmu fyrir áramótin.
í þessu frumvarj)i er meðal annars gert ráð fyrir
endurskijmlögðu Rannsóknaráði rikisins, sem í eigi
sæti 17 menn. I’eir eru ólaunaðir og skulu valdir
nokkuð jöfnum höndum á meðal vísindamanna,
stjórnmálamanna, atvinnurekenda og hagfræðinga.
Verkefni ráðsins eru mjög þau sömu og gert er ráð
fyrir í fyrrncfndri skýrslu Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar, enda var að töluverðu leyti stuðzt
við ráðleggingar þeirrar stofnunar, þcgar frumvarp-
ið var upphaflega samið. Ráðið á að vera ráðgef-
andi, en það er að vísu, eins og frumvarj)ið er nú
lagt fyrir Alþingi, ábyrgt gagnvart menntamála-
ráðherra, en ekki gagnvart ríkisstjórninni í heild
eða forsætisráðherra, eins og lögð er áherzla á að
vera beri í fyrrnefndri skýrslu. Þetta þyrfti að at-
liuga og að minnsta kosti er nauðsynlegt, að ráð-
inu sé tryggður aðgangur að ríkisstjórninni í heild
og að hverjum þeim ráðuneytum, sem um einhverj-
ar greinar vísinda fjalla, og jafnframt að háskóla
landsins, vísindastofnunum og atvinnuvegum.
Trvggja verður jafnframt betur en gert er tengsli
þessa ráðs við hina nýju Efnahagsmálastofnun
landsins, sem ekki var til þegar frumvarpið var
samið. Það þarf einnig að hafa góða sjóði undir
höndum, þannig að það geti styrkt hinar ýmsu
greinar vísinda eins og það telur nauðsynlegt hverju
sinni.
I þessu sama frumvarpi er einnig gert ráð fyrir
5 rannsóknastofnunum atvinnuveganna og eru þær
arftakar núverandi rannsóknastofnana Atvinnu-
deildar Háskólans og Rannsóknastofu Eiskifélags-
ins. Töluverð breyting er gerð á rekstri og fyrir-
komulagi þessara stofnana. Lögð er á það áherzla
að tengja þær betur atvinnuvegum en verið hefur,
bæði með ráðgjafanefndum og þátttöku viðkom-
andi atvinnuvegar í stjórn rannsóknastofnunar-
innar.
í þessu sambandi hefur verið nokkuð um það
deilt, hversu langt beri að ganga í því að losa hinar
hagnýtu rannsóknastofnanir undan daglegri stjórn
ráðuneyta og tengja þær fremur viðkomandi at-
vinnuvegi. Sjálfur er ég sannfærður um, að engin
ástæða er til þess fyrir ríkisvaldið að reka eitt hag-
nýtar rannsóknastofnanir. Því ber að visu skylda
til að fylgjast með starfsemi þeirra, þar sem opin-
bert fé er lagt fram, og tryggja að því fjármagni sé
að minnsta kosti vel varið, en hagnýtar rannsókna-
stofnanir eru til lítils nýtar, ef þær hafa ckki hend-
ina á slagæð viðkomandi atvinnuvegar, finna það-
an þörfina og beina til baka þeim niðurstöðum,
sem fást. Þetta samband er nauðsynlegt. Ég get
t. <1. getið þess, að í Englandi, þar sem hið framúr-
skarandi rannsóknaráðuneyti þess lands hefur sett
á stofn um 50 samvinnurannsóknastofnanir ríkis-
valdsins og hinna ýmsu atvinnugreina og greiðir
allt að 40% af rekstrarkostnaði, skij)ar ráðuneytið
aldrei meira en tvo af fjöldamörgum stjórnarmið-
lemum hverrar stofnunar. Ráðuneytið, en Bretar
20
FRJÁLS VERZLUN