Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Page 22

Frjáls verslun - 01.01.1963, Page 22
Heildverzlunin Hekla í nýjum húsakynnum í byrjun febrúarmánaðar flutt.i Heildverzlunin Hekla hf. ásamt dótturfyrirtækjum, starfsemi sína í nýtt og glæsilegt stórhýsi við Laugaveg 170—172. Auk myndarlegrar skrifstofubyggingar og verzlunar, er þar að finna eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði á ísland, sem byggt er samkvæmt ströngustu er- lendu kröfum. Á einum áratug hefur Heildverzlun- in Hekla hf. flutt inn 2500 Volkswagenbifreiðir, hundruð Land-Rover bifreiða og mikinn fjölda þungavinnuvéla og bátavéla af Caterpillar-gerð. Kringum þessi heimsþekktu firmanöfn snýst nú nær öll starfsemi Heklu og stórhýsið við Laugaveg er byggt til þess að veita notendum þessara tækja betri þjónustu, en áður hefur verið hægt. I’að skal ósagt látið, hvort bóndasoninn unga úr Húnavatnssýslu, sem fluttist til Reykjavíkur lí) ára að aldri og stofnsetti Heildverzlunina Heklu ári síðar ásamt Magnúsi Víglundssyni, hefur dreymt um það sem 30 ára starf átti eftir að færa honum í skaut. Unga menn dreymir stóra drauma en þó má með ólíkindum teljast að Sigfús Bjarnason hafi órað fyrir því þ. 20. des. 1933, er Hekla var stofn- uð, að hann ætti eftir að flytja fyrirtæki sín, í hópi hinna stærstu sinnar tegundar á íslandi, í svo glæst húsakynni tæpum 30 árum seinna. En nú hefur sú orðið raunin á, og er glöggt dæmi ]>ess að enn getur það gerzt á íslandi, að ungir og fátækir, en ötulir og djarfir menn byggi upp mikil atvinnu- fyrirtæki á tiltölulega fáum árum. Fyrstu árin fæst Hekla einkum við innflutning á ávöxtum frá Spáni, en síðar, þegar viðskipti færð- ust í vaxandi mæli til Bandaríkjanna, hóf Hekla innflutning á bifreiðum, bílavarahlutum, raftækjum og rafmagnsvörum og þegar líða tók á fjórða ára- tuginn varð raftækjasalan meginþáttur í starfsemi fyrirtækisins. Volkswagen kemur til sögunnar í nóvember 1952 var Heklu boðið að taka að sér umboðsstörf á Islandi fyrir lítinn bíl, Volks- wagen, sem flestum þótti ljótur í þá tíð. Sigfús segir sjálfur, að það hafi sér líka fundizt í fyrstu, en bíllinn hafi verið byrjaður að seljast svo vel erlendis, að liann kveðst hafa ályktað, að hann hlyti að hafa eitthvað til brunns að bera. Hann ákvað því að taka að sér umboð fyrir Volkswagcn á íslandi. Á árunum 1953 og 1954 seldist bíllinn lítið, en á árinu 1955 eru komnir til landsins um 22 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.