Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Síða 24

Frjáls verslun - 01.01.1963, Síða 24
Allur aðbúnaður starfsmanna í bifreiðaverkstæði Heklu er til fyrirmyndar. Hér sést verkfærakassi, sem hefur að geyma öll þau verkfæri, sem einn starfsmaður þarf að nota. Verkfæra- kassann má einnig nota sem sæti fyrir viðgerðarmanninn. ganglima vélarinnar almennt. Stöður allra hjóla eru mældar og starfsemi stýrisútbúnaðar, reynd hemlun hvers hjóls og þau jafnvægisprófuð á miklum snún- ingshraða. Þá er og mældur ljósstyrkur og stefnur allra ljósa bílsins. Skyndiviðgerðir fara fram í sérstöku þriggja bíla húsnæði við hlið mælingastöðvarinnar. Þar eru verkfæri til allra minniháttar lagfæringa og still- inga. Réttingarverkstæðið rúmar átta bíla auk bíla- hluta, og eru þar tæki til allra réttinga og sam- setninga, m. a. nýjustu tæki til punktsuðu. Á að- alverkstæði er mjög gott rúm fyrir átján bíla, og þar eru framkvæmdar allar meiri háttar viðgerðir. Á vélaverkstæðinu er gert við vélar, gírkassa og drifbúnað, einnig framás með stýrisbúnaði og fjaðrabúnaði. Þar eru hin fullkomnustu tæki til þessara nota. Þá er þar stór þvottavél, þar sem vél eða drifbúnaður eru ])vegin í heilu lagi áður en viðgerð hefst. Þessi vél gjörbreytir jjrifnaði við við- gerðirnar. í vélaverkstæðinu er einnig tæki, sem reynir vélarnar eftir að viðgerð hefur farið fram. Þar er vélin keyrð allt upp í hámarkshraða áður en hún er sett í bílinn að nýju, og sýnir tækið hvort nokkra frekari viðgerð þarf að framkvæma. Bifreiðavarahlutaverzlun I verzluninni verður eins og áður verzlað með varahluti í Volkswagen og Land-Rover bifreiðir ásamt varahlutum í Caterpillar tæki. Verzlunin er haganlega innréttuð, enda allt fyrirkomulag sniðið £4 eftir ströngustu kröfum, sem framleiðendur gera í heimalönduin sínum. Öllum varahlutum er raðað i sérstaka skápa, sem eru meters breiðir og tveggja metra háir. Skápar þessir eru alls 160, og hólfaðir þannig að í hverjum þeirra má geyma 117 mismun- andi hluti. Stærð hólfanna má breyta með lítilli fyrirhöfn ef þörf krefur. Öllum varahlutum er raðað upp eftir númerakerfi, sem er á sérstakri spjaldskrá, þannig að afgreiðslu- menn geta á svipstundu fundið umbeðinn hlut. Milli skápanna er hvergi minna en meters breið- ur gangur, og er það gert til þess að unnt verði síðar meir að nota sérstaka vagna til að safna vara- hlutum á þegar um stórar afgreiðslur er að ræða. Þess skal getið að skáparnir eru smíðaðir hjá einu dótturfyrirtæki Heklu. Afgreiðslan er mjög rúmgóð, og snýr ein hlið hennar út að Laugaveginum. Sú hlið er 27 metra löng og samfellt gler í stálrömmum. Gerir það, ásamt hinni ágætu raflýsingu, verzlunina mjög bjarta, auk þess sem þarna er glæsilegur sýningar- gluggi. Við afgreiðsluborðið má auðveldlega afgreiða 8—10 viðskiptamenn í einu, auk þess sem þar er sérstök gjahlkerastúka. Af Jæssu má sjá að vinnuskilyrði eru hin ákjósan- legustu í verzluninni, og þar af leiðandi full öryggi fyrir skjótri og góðri Jojónustu. Breytingor ó starfstilhögun Fyrirtækjum Sigfúsar Bjarnasonar verður nú skipt niður í deildir. Er Jjar fyrst að nefna bifreiða- deild Volkswagen og Land-Rover. Framkvæmda- stjóri þessarar deildar verður Árni Bjarnason, sem um tuttugu ára skeið hefur starfað hjá Heklu hf. Hjá honum mun starfa Finnbogi Eyjólfsson verzl- unarstjóri, Jón Ármann Jónsson, framkvæmdastjóri verkstæðisins, Óli M. ísaksson sölustjóri Land-Rov- er og Örn Egilsson sölustjóri Volkswagen. Finnbogi hefur séð um verzlun og varahluti bíladeildarinnar, og starfað hjá fyrirtækjum Sigfúsar í um 20 ár. Jón Ármann Jónsson var áður kennari við Vél- skólann. Hann fór á síðasta ári í kynningardvöl til Skandinavisk Motor A/S í Kaupmannahöfn og víð- ar í Danmörku. Kynnti Jón sér sérstaklega vinnu- tilhögun og fyrirkömulag ákvæðisvinnu, sem tíðk- ast um allan heim hjá Volkswagen. Er það tilgang- ur Sigfúsar að bjóða bílvirkjum ákvæðisvinnu í nýja verkstæðinu, en að sjálfsögðu tekur það nokk- urn tíma að koma á slíkri vinnutilhögun. Oli M. isaksson hefur starfað hjá fyrirtækjum FRJÁlvS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.