Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Page 25

Frjáls verslun - 01.01.1963, Page 25
Sigfúsar síðan 1945, og er auk þess elzti starfsmað- ur bílaiðnaðarins hér á landi. Ilann er formaður Sambands bifreiðaverkstæða á Islandi. Caterpillarumboðið verður sérstök deild í nýju húsakynnunum, og verður Sverrir Sigfússon fram- kvæmdastjóri hennar. Sölustjórar verða Kjartan Kjartansson fyrir bátavélar og Davíð Erlendsson fyrir landvélar. Verzlunarstjóri varahlutadeildar- innar verður Karl Karlsson. Framkvæmdastjóri Rafmagnsdeildar Heklu er Árni Ragnarsson, og framkvæmdastjóri Raftækja- vinnustofu Heklu Svavar Bjarnason, bróðir Sigfús- ar. Á Svavari liefur hvílt meginþungi við fram- kvæmdir nvbygginganna við Laugaveg 170—172. Forstöðumaður söluskrifstofu Heklu á Keflavík- urflugvelli er Gunnar Petersen. Enn eru ekki talin öll umboð Heklu, en ætlunin er að sameina öll önnur umboð í eina deild. Af öðrum umboðum má t. d. nefna Goodyear, stærsta gúmmífyrirtæki heims, Solex, sem smíðar blönd- unga í flestar bifreiðir Evrópu og The Bendix Corporation, sem smiðar bifreiðahluti fvrir margar bílasmiðjur bæði í Evrópu og Ameríku. Þá er ótalin fjárhags- og bókhaldsdeild, sem Sig- fús mun sjálfur veita forstöðu, auk þess sem hann hefur að sjálfsögðu yfirumsjón með öðrum deildum og er tengiliður milli þeirra. Þar verður Lýður Björnsson skrifstofustjóri, en hann hefur starfað hjá Heklu í rúm 20 ár, og gjaldkeri verður Jóhanna Tryggvadóttir, sem sinnt hefur því starfi í um tíu ár. Á fyrstu hæð álmunnar við Laugaveg verður af- markað svæði fyrir sýningarbíla, en austasta hluta álmunnar hefur Sigfús leigt út. Leigutakar eru Georg Ámundason & Co., Verzlunarbankinn og rak- arastofa Skúla Nielsen. Georg Ámundason annast m. a. sölu og viðgerðir útvarpstækja í bifreiðir, og gelur verið þægilegt fyrir eigendur Volkswagen og Land-Rover bifreiða að eiga þar innangengt. Einnig getur verið þægilegt fyrir viðskiptamenn að geta brugðið sér á rakarastofu meðan beðið er eftir smá viðgerðum. Þessi lýsing á stórhýsi Heildverzlunarinnar Heklu hf. ætti að gefa nokkra hugmynd um hina umfangs- miklu starfsemi sem rekin er á vegum fyrirtækisins. Fyrir 15 árum voru starfsmenn Heklu 7, en eru nú 70 og gert er ráð fyrir að með vorinu verði þeir orðnir um 100. Sigfús Bjarnason er sannfærður um að sala á Aðalfundur Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur var haldinn í húsi félagsins, Vonarstræti 4, 12. febrúar sl. Formaður félagsins, Guðmundur H. Garðarsson, setti fundinn og minntist í upphafi látinna félags- manna. Fundarstjóri var kjörinn Hannes Þ. Sigurðsson. Skýrsla stjcmar Formaður flutti skýrslu stjórnarinnar. Kom fram í ræðu hans að starfsemi félagsins hafði verið um- fangsmikil á árinu. Á starfsárinu var samið um veru- legar hækkanir á kauptaxta félagsins og í haust fóru fram viðræður við vinnuveitendur um breytingar á flokkaskipan samninganna, en þær viðræður hafa enn ekki borið árangur. Þá gat formaður um inn- göngu verzlunarfólks í A. S. f. og kvað þar hafa verið um að ræða ómetanlegt hagsmunamál laun- þega í verzlunarstétt. Að lokum sagði formaður að það færi mjög vaxandi að fólk leitaði aðstoðar og upplýsinga hjá skrifstofu félagsins, og félögum færi alltaf fjölgandi. Gunnlaugur. J. Briem gaf skýrslu um Lífeyrissjóð verzlunarmanna. Er afkoma hans mjög góð. Eignir sjóðsins voru um síðustu áramót tæpar 42 milljónir og höfðu aukizt á síðasta ári um rúmar 9,4 millj. Kjör stjórnar Aðeins einn list hafði borizt til kjörs stjórnar og var hann því sjálfkjörinn. Formaður var kjörinn Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur. í aðalstjórn voru kjörnir til tveggja ára: Eyjólfur Guðmundsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Helgi Guð- brandsson. Fyrir í aðalstjórn voru: Björn Þórhalls- son, Gísli Gíslason og Ottó J. Ólafssn. í varastjórn voru kjörnir: Halldór Friðriksson, ITreinn Halldórs- son og Markús Stefánsson. bifreiðum þeim sem hann hefur umboð fyrir, muni halda áfram að vaxa, enda hafa fyrstu mánuðir þessa árs, ekki gefið tilefni til þess að ætla annað. Á 15 ára afmæli Heklu birtist grein um fyrir- tækið í þessu blaði, sem lauk með þessum orðum: „Frjáls Verzlun óskar Sigfúsi Bjarnasyni til ham- ingju með fortíðina— og framtíðina líka . . .“ Það virðist full ástæða til þess að endurtaka þessi orð nú. FHJÁLSVERZLUN 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.