Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.01.1963, Qupperneq 27
Hvaða upplýsingar veitir Iðnaðarmálastofnun íslands? Á þessu ári verður Iðnaðarmálastofnun íslands 10 ára, en stofnuninni var komið á fót síðari liluta árs 1953. Á sl. ári voru IMSÍ sett lög og segir þar m. a.: „Markmið Iðnaðarmálastofnunar islands er að efla framfarir í iðnaði hér á landi og stuðla að aukinni framleiðni í íslenzku atvinnulífi.“ Tíðindamaður Frjálsrar Verzlunar gekk nýlega á fund Sveins Björnssonar forstjóra IMSÍ og afl- aði upplýsinga um starfsemi stofnunarinnar. Tækniaðstoð Sveinn skýrði svo frá ,að eitt meginverkefni IMSl væri að sjá iðnaði landsmanna fvrir tæknilegri að- stoð og upplýsingaþjónustu. IMSÍ aðstoðar t. d. fjölda iðnfyrirtækja, senr annað hvort eru að hefja starfsemi sína, eða endurskipuleggja rekstur sinn, við að skipuleggja liúsakost, niðurröðun framleiðslu- tækja og almennt skipulag framleiðslunnar, þannig að sem bezt nýting hiisa og framleiðslutækja fáist. IMSI hefur einnig tekið að sér að setja upp stofn- kostnaðar- og' rekstraráætlanir fyrir ný fyrirtæki. Upplýsingaþjónusta Kjarninn í upplýsingaþjónustu IMSI er Tækni- bókasafnið, sem er eina almenningsbókasafn sinn- ar tegundar á íslandi og telur hátt á fjórða þúsund bindi, auk tímarita. í þessu safni er einnig að finna bækur um verzlunarmálefni og verzlunarhandbæk- ur frá ýmsnm löndum. Aðsókn að-Tæknibókasafn- inu tvöfaldaðist á síðasta ári frá því sem var árið áður. Iðnaðarmálastofnunin vinnur nú að því að koma upp kvikmyndasafni og eru í því aðallega kvik- myndir um tæknileg efni. Þessar kvikmyndir eru fyrst og fremst notaðar í sambandi við fræðslustarf í skólum, en eru einnig lánaðar út til einstaklinga og þá ásamt sýningarvélum ef óskað er. I sambandi við kvikmyndasafn þetta hefur stofnunin farið inn á þá braut að setja inn í þær íslenzkt tal, og hefur komið í ljós ,að það er mikilsvert til þess að sem bezt not verði af kvikmyndunum. Iðnaðarmála- stofnunin tekur að sér að afla ýmissa upplýsinga erlendis frá fyrir fyrirtæki hér á landi. Stendur stofnunin í sambandi við tæknistofnanir í O.E.C.D.- löndunum. Þá leitast IMSÍ við að greiða götu þeirra ís- lenzku iðnaðar- og verzlunarmanna, sem hug hafa á að heimsækja erlend fyrirtæki, komast til starfa í erlendum fyrirtækjum eða sækja námskeið er- lendis. Ennfremur veitir IMSÍ þeim innlendu fyrirtækj- um senr þörf hafa fyrir erlenda sérfræðinga, aðstoð við útvegun þeirra. Fræðslustarísemi Iðnaðarmálastofnunin hefur gengizt fyrir fjölda námskeiða fyrir iðnaðar- og verzlunarfólk, sum þeirra í sainvinnu við aðra aðila. Á fyrstu starfs- árurn stofnunarinnar voru t. d. haldin mörg nám- skeið fyrir verzlunarfólk, kaupmenn og stórkaup- menn. Frá þeim tíma rná rekja þá þróun, sem orð- ið liefur hér á landi á undanförnum árum við til- högun smásöluverzlana. Þá hafa einnig verið haldin námskeið um stjórn og rekstur iðnfyrirtækja, um nýjungar í vörudreifingu o. fl. Mcð sérstökum lögum, sem sett voru 1961, er stofnuninni falið að sjá um framkvæmd verkstjóra- námskeiða. Fyrstu námskeiðin hafa þegar verið haldin og eru það almenn námskeið, en síðar er ætlunin að efna til sérnámskeiða fyrir verkstjóra úr cinstökum starfsgreinum og loks fyrir verkstjóra- efni. Loks hefur IMSÍ gengizt fyrir námskeiðum um hagræðingartækni, sem voru hin fyrstu hér á landi sinnar tegundar .Er talin nauðsyn á að þjálfa nokkra tugi rnanna í hagræðingartækni, sem hafa öðlazt æðri tækni- eða hagfræðimenntun, ef Iiægt á að vera að sinna þörfum atvinnuveganna á þessu sviði á næstu árum. Enn er ógetið þess þáttar í fræðslustarfsemi IMSÍ, FIÍJÁLS VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.