Frjáls verslun - 01.01.1963, Page 28
AF ERLENDUM VETTVANGI
BRETAR I VANDA
Ríkisstjórn Harold Macmillans liefur átt í mikl-
um erfiðleikum að undanförnu, bæði innanlands og
utan.
Deilan um Skybolteldflaugarnar og endalok
samningaviðræðnanna í Briissel kipptu stoðunum
undan stefnu stjórnarinnar í varnarmálum og mál-
efnum Evrópu, en innanlands heldur atvinnuleysi
áfram að vaxa hröðum skrefum og nam tala at-
vinnulausra í Bretlandi í janúarmánuði 814.000.
IJessi tala mun þó nokkuð villandi, því að gert er
ráð fyrir að veðrahörkur á Bretlandseyjum á þess-
um tíma hafi valdið því að um 150.000 manns urðu
að leggja niður vinnu um stundarsakir, aðallega í
byggingariðnaðinum. Hinn rannverulegi fjöldi at-
vinnulausra í janúar var því um 070.000 eða ca.
3% af vinnuaflinu.
Þeir efnahagsörðugleikar, sem Bretar eiga nú við
að stríða eru raunar ekkert nýtt fyrirbrigði. Frá
stríðslokum hafa brezkar ríkisstjórnir orðið að
glíma við mismunandi mikil efnahagsvandamál. Ein
meginorsök þeirra er vafalaust sú, að brezki iðn-
aðurinn hefur ekki verið endurnýjaður í samræmi
við kröfur tímans í jafn ríkum mæli og iðnaður-
inn á meginlandinu, þar scm allt var í rúst í lok
stvrjaldarinnar og því ekki um annað að ræða, en
byggja allt upp frá grunni.
Sú staðreynd að brezk iðjuver hafa ekki tekið
tækni nútímans í þjónustu sína sem skyldi hefur
óhjákvæmilega leitt til þess að samkeppnisaðstaða
Breta hefur versnað til muna og er slíkt ekki gott
fyrir þjóð, sem lifir af því að flytja út fullunnar
iðnaðarvörur.
Gleggsta dæmið um þá deyfð, sem ríkt hefur yfir
efnahags- og atvinnulífi á Bretlandseyjum sl. ára-
tug er það, að á árunum 1051—1961 varð vöxt-
ur þjóðarframleiðslunnar aðeins um 2% á ári að
meðaltali og árið 1962 aðeins 1%. í öðrum Evrópu-
löndum hefur 4% vöxtur þjóðarframleiðslunnar ekki
þótt neitt til þess að státa af.
EínahagsbandalagiS
Akvörðun Macmillans um að sækja um fulla
aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópn átti sér
tvennar orsakir. Annars vegar nauðsyn þess að
opna brezkum iðnaði nýjan og stóran markað og
liins vegar og ekki síður að veita Bretum aðild að
hinu nýja pólitíska afli, sem upp er að rísa á meg-
inlandi Evrópu. Á tímum stórvelda á borð við
Bandaríkin og Sovétríkin getur hið fornfræga Breta-
veldi ekki vænzt þess að gegna þýðingarmiklu hlut-
verki í alþjóðamálum, nema í samvinnu við aðra.
Ef Bretar hefðu fengið aðild að EBE hefði brezk-
um iðnaði þar með opnazt nýir vaxtamöguleikar
sem ekki er ómerkastur, en það er útgáfa tímarits-
ins Iðnaðarmál, sem út kemur scx sinnum á ári
hverju. 1 því riti er komið á framfæri greinum um
tæknileg efni, sem margar eru teknar upp úr tíma-
riti, sem gefið er út á vegum 0.15.C.D.
Stöðlun
Iðnaðarmálastofnuninni hcfur verið falið það
hlutverk hér á landi að annast stöðlun. M’arkmiðið
með henni er að setja reglur til samræmingar um
gæði og eiginleika framleiðsluvara í ýmsum grein-
um. Hefur IMSÍ aðallcga unnið að stöðlun á sviði
byggingariðnaðar og hefur þörfin fyrir stöðlun auk-
izt mjög á því sviði eftif að viðskipti landsmanna
beindust meir til Vesturlanda, en verið hafði um
nokkurt skeið.
Sveinn Björnsson sagði að lokum, að vaxandi
áherzla hefði verið lögð á framleiðni og hagræð-
ingarmál síðustu missiri. Væri mikið starf óunnið
á þvi sviði og forráðamönnum IMSÍ því mikið
ánægjuefni, hvað áhugi hefði aukizt mikið á þess-
um málum að undanförnu.
28
FRJÁLS VERZLUN