Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Síða 30

Frjáls verslun - 01.01.1963, Síða 30
Verzlunarbankinn opnar úSibú Hinn 20 desember sl. opnaði Verzlunarbankinn fyrsta útibú sitt í Hekluhúsinu nýja að Lauga- vegi 172. Forstöðumaður liins nýja útibús er Árni H. Bjarnason, sem er einn af elztu starfsmönnum Verzlunarbankans. Sú nýjung var upp tekin við opnun þessa útibús, að viðskiptamenn bankans geta nú fengið sig afgreidda úr bifreiðum sínum um glugga, sem er sérstaklega gerður fyrir slíka afgreiðslu. Slíkir bílabankar hafa tíðkazt erlendis og átt vaxandi vinsældum að fagna. Við opnun útibúsins flutti formaður bankaráðs Verzlunarbankans, Þorvaldur Guðmundsson, ræðu. þar sem hann skýrði frá þvi, að starfsemi bankans hefði aukizt svo mjög frá J)ví að hann yfirtók alla starfsemi Verzlunarsparisjóðsins, að stöðugt þrengd- ist um alla möguleika til eðlilcgs vaxtar í húsakynn- um hans að Bankastræti 5. Hefði bankaráð Verzl- unarbankans því ákveðið að setja á stofn útibú, bæði til þess að bæta þjónustuna við viðskiptavini og draga úr álaginu á afgreiðslu aðalbankans. í þessu sambandi skýrði Þorvaldur frá því að heild- arinnistæður bankans væru nú um helmingi hærri en þær voru þegar hann tók til starfa. Síðan sagði Þorvaldur Guðmundsson: „Verzlunarbankinn hefur fyrir alllöngu óskað eft- ir því við framkvæmdastjórn Seðlabankans, að bankanum verði veitt heimild t.il að hafa með höndum erlend viðskipti. Enn sem komið er hefur málaleitan vor ekki mætt jákvæðum skilningi. Eins og málin standa í dag eru aðeins tveir af bönkum í eigu ríkisins löggiltir til þess að hafa með hönd- um öll erlend bankaviðskipti landsmanna. Aðrir fá þar ekki nærri að koma. Er hér um algjörlega óviðunandi ástand að ræða, þar sem mjög er skert öll aðstaða þeirra banka, er aðeins hafa heimild til innlendrar bankaþjónustu, gagnvart eðlilegri þjón- ustu við viðskiptamenn sína. Á þessu ástandi verður að ráða bót og það fyrr en seinna. Við fyrirsvarsmenn Verzlunarbankans vitum, að við mælum fyrir munn allrar verzlunar- stéttarinnar, þegar við óskum eindregið eftir því, Það nýmæli er í útibúi Verzlunarbankans, að viðskiptavinir geta ekið að glugga í bifreiðum sínum og fengið afgreiðslu í gegnum hann. Fyrir innan gluggann er Arni H .Bjarnason, for- stöðumaður útibúsins. að bankanum verði veitt heimild til erlendra við- skipta. Við óskum ekki eftir neinum forréttindum bankanum lil handa, þar sem við teljum eðlilegt að allir bankar hafi sömu starfsaðstöðu. Á þann hátt einan hafa allir bankar jafna aðstöðu til þess að gefa viðskiptamönnum sínum góða þjónustu, sem jafnframt skapar heilbrigða samkeppni í banka- starfsemi landsins, en frjáls bankastarfsemi er einn liður í frjálsri verzlun, sein aftur leiðir af sér frjálsa viðskiptahætti öllum landsmönnum til hags.“ Svo er helzt að sjá, að ökumenn séu ekki hræddir um að missa lífið — aðeins ökuskírteinið. (E. Marp- les, fyrrum samgöngumálaráðherra Breta.) 30 frjalsverzlun

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.