Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.01.1963, Blaðsíða 32
VftlíúÆkaðcitiuM „Hann er snaggaralegasti strákur, hann sonur þinn. Hvað starfar hann?" „O. minnstu ekki á það, þstta er landeyða, gerir ekkert annað liðlangan daginn en að glápa á sjónvarpið!" ★ Þrír menn, allir heldur heyrnarsljóir, voru á leið til London í bíl, sem var fremur hávær. Þegar þeir voru komnir í námunda við borgina, spyr einn: „Er þetta London?“ „Nei, það er fimmtudagur," svarar annar. „Það er ég líka,“ flýtti sá þriðji sér að segja. Stönzum hér og fáum okkur einn lítinn!“ ■k „Smith,“ sagði vinnuveitandinn, „þér hafið nú unnið hjá mér í fimm ár. Ég virði það við yður og þér skuluð hafa það til marks, að héðan í frá verðið þér ávarpaður hr. Smith.“ ★ „Ekki finnst mér hann nú líta vel út þessi smá- fiskur, sem þér hafið í dag,“ sagði viðskiptavinur einn í fiskbúðinni snúðugt. „Nú, ef þér viljið ekki annað en það, sem gengur í augum, af hverju farið þér ekki eitthvað annað og kaupið yður gullfisk?“ hreytti fisksalinn úr sér á móti. ★ Kennarinn: „Getið þér sagt mér, hvað fyrrver- andi stjórnandi Rússlands var kallaður?“ 33 Nemandinn: „Zar.“ Kennarinn: „Rétt. Og konan hans?“ Nemandinn: „Zarína.“ Kennarinn: „Hárrétt. En börnin þeirra?“ Nemandinn: „Zardínur!“ ★ Kona vék sér að lögregluþjóni á götunni og sagði við hann: „Heyrið þér, það er maður, sem veitir mér eftir- för, ég held liann sé áreiðanlega drukkinn.“ Lögregluþjónninn skoðaði konuna í krók og kring og anzaði: „Já, það hlýtur hann að vera.“ ★ Ósköp kann hún sig nú alltaf vel. Aldrei hendir hún svo bolla í manninn sinn, að hún taki ekki teskeiðina úr áður. ★ Maður getur verið bindindismaður á vín og tóbak og neytt grænmetis eingöngu og samt heitið Adolf Hitler. (Karl Bartli.) „Ertu enn einu sinni að lœðast fram úr eftir flöskunni?" „Nei, elskan mín. Eg er bara að horfa á blessaðan jólasnjó- inn." FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.