Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 1
FRJÁLS VERZLUN IJig.: Frjáls Verzlun Útpáfufélag h/f liitstjórar: Guimar Ber"iuann Stvrmir Guunarsson Hitnefnd: Birgir Kjaran. formáftur Gunnar Magnússon FRJALS VERZL UN J*or\ ar^ur J Júlíusson 32. ÁRGANGUR — 3. HEFTI — 1963 í ÞESSV HEFTIt Viðreisnarstarfinu haldið áfram ★ JÓNAS H. HARALZ: Viðreisnarstarfinu haldið áfram Eðfi og tiigangur þjóðhags- og framkvæmdaáœtlana ★ Isfand og erfendir ferðamenn ★ NIÁLL SÍMONARSON: Island — ferðamannaland ★ Rætt við nokkra lorystumenn í hótel- ferða- og samgöngumálum •k lóhannes lósefsson fyrrverandi hótelstjóri k Bréi frá Islandi ★ o. fl. Stjórn útgájujélags FRJÁLSRAR VERZLUNAR Birgir Kjaran, formaðar Gunnar Magnússon Sigurðliði Kristjánsson Þorvarður Alfonssou Þorvarður J. Júlíusson ÍJrslit alþingiskominganna, sem jram fóru þann 9. júní sl. tryggja, að áfram verður haldið umbóta- og viðreimarstarfi ríkisstjómannnar. Því ber að fagna, enda vafasamt, að nokk- ur íslenzk ríkisstjórn hafi starfað með jafngóðum árangri og viðreisnarstjómin, þjóðinni til heilla og hagsbóta. Nú mun haldið áfram þeirrí stefnu, sem rekin hefur veríð í efnahags- málum og fjármálum ríkisins. Ætti það að verða mönnum hvatning til þess að ávaxta fé sitt í heilbrígðum atvinnu- rekstri og leiða til enn aukinnar uppbyggingar í atvinnulífi landsmanna. Þeim sem við verzlun og viðskipti fást er það og ánœgjuefni að tryggt slculi áframhald aukins frjálsrœðis í þessum starfsgreinum. Frelsi í verzlun og viðskiptum manna á milli hefur vism- lega veríð aukið til miJcilla muna á undanförnum fjórum árum. Samt eru bein og óbein afskipti opinberra aðila af þessum málum enn of mikil. Ríki og bœjarfélög reka nú margslconar atvinnufyrírtæki, sem betur væru komin í hönd- um einstaklinga og ber að stefna að því að svo verði fyrr en seinna. Hin stærstu fyrírtæki í eigu ríkisins eru betur kom- in í eigu almennings og ber að stefna að því að þau verði rekin í formi almenningshlutafélaga. A grundvelli viðreisnarstarfs ríkisstjórnarinnar hefur skap- azt gullvægt tækifærí til þess að byggja hér upp þjóðfélag frelsis og tækifæra allra til þess að þroska persónuleika sinn og beita hæfileikum sínum á þeim sviðum, sem þeim bezt hentar. Það værí vel ef á næstu fjórum árum yrði stefnt að því marki af jafnmiklum þrótti og beitt var til þess að reisa efnahag Islendinga úr rúst á þeim fjónim árum sem nú eru að baki. Pósthólf 1193 Víkingsprent hf. l'rentmót hf.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.