Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 14
orðin þýðingarmikil og er sívaxandi þáttur í þjóð- arbúskapnum. Honum þarf að veita fulla athygli og styðja eftir föngum. En hann þarf fyrst og fremst að byggjast. upp innan frá, þar sem allir þeir einstöku hópar, sem að ferðamálum vinna, standa sem ein heild. Reyndar væri sjálfsagt að þeir færu á undan og kæmu skipulagi á ferðamála- starfsemina, bindu henni félagslegan ramma t. d. í formi Ferðamálaráðs og byðu hinu opinbera þátt- töku vegna sameiginlegra hagsmuna. Umfram allt þyrftu þessir aðilar að eiga sinn sameiginlega vettvang og koma saman og ræða ýmis vandamál sem að steðja og flest má leysa. Virðist t. d. ekkert eðlilegra, en að á hverju hausti sé haldin ráðstefna um ferðamál, þar sem saman eru komnir starfsmenn ferðamálanna, dragi fram einstök sjónarmið, komi fram með nýjar tillögur. Þar sem safnað væri saman allri þeirri reynslu, sem hér er til á þessu sviði og reynt yrði að byggja upp sameiginlegt átak og heildarstefnu til að byggja upp þessa atvinnugrein í framtíðinni. Hvers vegna ekki hefjast handa strax? Hvers vegna ekki að halda slíka ráðstefnu í haust? Ingólfur Pétursson, hótelstjóri Samstillt átak - betri þjónusta Að mínum dómi er þörfinni á gistirými í Reykja- vík nú að mestu leyti fullnægt. Það er helzt um hásumartímann, sem nokkrir erfiðleikar skapast, en þá stendur straumur erlendra ferðamanna hingað líka sem hæst. Það vandamál, sem þá skapast verður bezt og ódýrast leyst með byggingu nýs stúdentagarðs, sem byggður væri með það fyrir augum, að hann væri rekinn sem hótel að sumri til. A öðrum tímum ársins er hér nóg gistirými og það mun fullnægja þörfinni næstu árin. Sannleikurinn er sá og það er atriði, sem menn gera sér ekki nægilega grein fyrir, að erlendir ferða- menn sem hingað koma dveljast ekki nema tak- markaðan tíma af dvöl sinni hér á landi, í Reykja- vík. Lausleg athugun hefur leitt í ljós, að af liverj- um 1000 ferðamönnum sem hingað koma, dveljist flestir í u. þ. b. vikutíma hér á landi, en aðeins helming þess tíma hér í Reykjavík. í Reykjavík er raunar ósköp lítið fyrir ferðamenn við að vera. Þeir koma hingað til þess að sjá það sem utan Reykjavíkur er. Þess vegna þarf framtíðaraukn- ingin í gistirými hér á landi fyrst og fremst að verða úti um land. Þau hótel á að byggja við þá staði, sem ferða- menn helzt sækja til. Gott hótel t. d. í Hvera- gerði hefur mjög mikla möguleika, því að stór hóp- ur þeirra sem hingað koma vilja fara til Hveragerðis og sjá það sem þar er að sjá. Sama er um hótel, sem byggð væru þar sem snjór er að sumri til. Slík hótel hafa að mínu viti ótæmandi möguleika. Hótel, sem staðsett eru á þeim stöðum sem flug- samgöngur eru til, á að vera hægt að starfrækja allt árið á arðvænlegan hátt. Auglýsingastarfsemi Flugfélagsins og Loftleiða hefur lagt svo traustan grundvöll að ferðamálum okkar, að við hinir sem við ferðamannaþjónustu fáumst, verðum að hafa okkur alla við að notfæra okkur þá möguleika sem skapaðir hafa verið. Enda þótt City Hótels sem slíks gæti ekki mikið í þess- um málum stærðar sinnar vegna, tel ég þó, að allir þeir sem við hótelrekstur fást megi ekkert láta sér óviðkomandi, sem orðið getur ferðamálum okk- ar til framdráttar. Gott samstarf allra sem á þessu sviði starfa er mikilvægt, því að það er ekkert það starf, á flugvelli, hóteli, hjá ferðaskrifstofu eða yfirleitt öll þjónusta við ferðamenn, hvers kyns sem hún er, sem ekki getur aukið ferðamanna- strauminn hingað ef rétt er á haldið. Ég vil svo að lokum leyfa mér að benda á tvö atriði, sem ég tel að betur mættu fara, enda þótt þau skipti engu megin máli. Annað er það, að æskilegt væri, ef flugfélögin sæju sér fært að fljúga beint til Akureyrar frá útlöndum með þá farþega sem þangað ætla að fara, þegar um hópa fólks er að ræða. Mundi það koma í veg fyrir einn- ar nætur gistingu í Reykjavík og þar með losa 14 FRJÁL8VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.