Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 8
Reykjahlíð og Reynihlíð viS Mývatn, Hveraijall í baksýn ekki reiðubúnir til þess í dag að taka á móti mjög fjölmennum ráðstefnum sökum þess að okkar fáu gistihús leyfa það ekki. Með byggingu fleiri gisti- húsa gætum við orðið samkeppnisfærir í þessum efnum. Mikil íþrótta- og sýningarhöll er að rísa af grunni inni í Laugardal, sem væntanlega verður hægt að taka til afnota innan skamms tíma. Þar munu skapast möguleikar fyrir að efna til margvíslegra sýninga, kaupstefna og stærri mannfunda. Slík húsakynni hefur vantað tilfinnanlega hér á landi og verður því bætt úr brýnni þörf með opnun sýn- ingarhallarinnar. Gengisbreyting sú, sem lögfest var af Alþingi árið 1960, gerði það að verkum, að ísland getur vart talizt dýrt ferðamannaland á evrópskan mæli- kvarða. Þetta hefur m. a. orsakað það, að útlend- ingar venja nú meira komur sínar hingað til lands en áður meðan gengisskráningin var óhagstæð fyrir erlenda ferðamenn. Þá hafa nokkrir aðilar gert talsvert af því að auglýsa ísland á erlendum vett- vangi, og þá sérstaklega íslenzku flugfélögin. Hefur þessi auglýsingaherferð borið nokkurn árangur, enda hafa margar erlendar ferðaskrifstofur nú fengið augastað á íslandi sem ferðamannalandi og beina hingað viðskiptavinum sínum í ríkari mæli, Það er ekki nokkur vafi á því, að verulegar gjaldeyristekjur geta fengizt af heimsóknum er- lendra ferðamanna liingað til lands í náinni fram- tíð. Ég er líka sannfærður um það, að hingað koma útlendingar í æ ríkari mæli, hvort sem okkur líkar betur eða ver. Þetta er sú þróun sem svartsýnis- menn fá ekki rönd við reist. Með sameiginlegu átaki bjartsýnismanna má lyfta stórum Gretti«- tökum. Dugnaði íslenzku þjóðarinnar eru engin takmörk sett, ef hún hyggst stórt að vinna og ekki eru lagðar óviðráðanlegar hindranir á leið hennar til sóknar í athafna- og framfaramálum. 8 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.