Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 7
vinu af móttöku ferðamanna á Ítalíu en við allar iðngreinar landsins samanlagt. Til Ítalíu koma nú hartnær 20 milljónir erlendra ferðamanna á ári og færa ítölum gífurlegt fjármagn í erlendum gjald- eyri. fsland á að vísu langt í land með að jafnast á við aðra eins ferðamannaparadís og Ítalíu. Bilið milli landanna mun þó hlutfallslega styttast furðu fljótt, þegar tekið verður að sinna þessum málum hér á landi fyrir alvöru, en að því hlýtur að koma, og það fyrr en seinna. Og við þurfum engu að kvíða í þessum efnum — öðru en kæruleysi og sofandahætti okkar sjálfra. Hér á landi er nefnilcga svo margt upp á að bjóða fram yfir það, sem sum önnur mikil ferðamannalönd eiga sér. Er þá eigin- lega komið að kjarna málsins. Upp á hvað höfum við að bjóða, Hvers vegna ættum við að fara að fleka erlenda ferðamenn hingað til lands? Hversu oft hefur maður ekki heyrt þessum spurningum fleygt fram, þegar maður hefur verið að rökræða um ótæmandi möguleika þess að gera ísland að ferðamannalandi. Er þetta bara ekki ein tegund þeirrar minnimáttarkenndar, sem svo oft hrjáir okkur íslendinga, þegar útlendingar eiga í hlut? Við höfum upp á margt að bjóða, og rökin fyrir því að gera má ísland að fjölsóttu ferðamanna- landi eru margþætt. Verður hér aðeins drepið á örfá atriði máli þeirra til stuðnings, sem hafa óbif- andi trú á ferðamannalandinu íslandi. Frá örófi alda hefur maðurinn haft meðfædda útþrá — löngun til þess að sjá eitthvað nýtt og forvitnast um hagi annarra. Allt frá þeim tímum, er Rómverjar fóru að ferðast til að sjá sig um í heiminum — kynnast leyndardómum Egyptalands, pýramídunum og grafhýsum konunganna — eða listum og öðrum menningarmálum Grikkja — þá hefur orðið stöðug þróun ferðalaga landa í milli með tilkomu fullkomnari samgöngutækja, aukinni þekkingu og bættum lífskjörum almennings. Þetta er þróun, sem orðið hefur uin allan hinn frjálsa og siðmenntaða heim, og ég tel mjög hæpið, að við íslendingar verðum einhver sérstök undantekning í þeim efnum, þótt við höfum orðið að þola ýmis- konar höft á ferðafrelsi á undanförnum árum. Við byggjum fallegt land, og íslenzk náttúru- fegurð lætur ekki að sér liæða. Þetta er staðreynd, sem ekki verður hrakin. íslenzk náttúra hefur eitt- hvert óskýranlegt seiðmagn, sem oft á tíðum fær útlending til að heimsækja landið aftur og aftur. Hér er víða svo til ósnortin náttúra, sem erlendir ferðamenn sækjast eftir að komast í snertingu við, ekki sízt vegna þess að slíkt er orðið fátítt í ná- grannalöndum okkar. Oræfin heilla marga, og hér er stærsti jökull Evrópu, Vatnajökull, en kunnur núlifandi íslendingur hefur sagt að hann gæti einn út af fyrir sig laðað hingað mikið af útlendingum, ef eitthvað væri gert í því að auglýsa hann á er- lendum vettvangi. A Vatnajökli eru oft staðviðri og veðurblíða á sumrum, ágætt skíðafæri og mögu- leikar á að byggja skemmtileg háfjallagistihús. Veiði í ám og vötnum hefur lengi haft mikið að- dráttarafl, enda er hægt að fá hingað mikið af er- lendum veiðimönnum, sem láta sig ekki muna um miklar vegalengdir til að komast til íslands og eru reiðubúnir til að borga vel fyrir veiðileyfið. Sil- ungsveiði í vötnum og sjóbirtingsveiði þyrfti að skipuleggja betur, þannig að slík veiði yrði að- gengileg fyrir útlenda ferðamenn. Ymsar þjóðir, og þá sérstaklega Norðmenn og írar, hafa hin síð- ari ár gert talsvert í því að skipuleggja og auglýsa veiði á sjó með stöng. Hefur sjóstangaveiði orðið mjög vinsælt „sport“ víða erlendis, en hér á landi hefur fremur lítill gaumur verið gefinn að þessu, enda þótt við teljum okkur búa við hin auðug- ustu fiskimið í heimi. Það eru ekki nema þrjú ár síðan gerðar voru tilraunir með slíka veiði í grennd við Vestmannaeyjar, og komu þá nokkrir erlendir veiðimenn hingað til lands þeirra erinda að taka þátt í fyrsta alþjóðlega sjóstangaveiðimótinu, sem haldið hefur verið á íslandi. Hingað er hægt að fá fjölda útlendinga árlega til slikrar keppni, en að- stæður þyrftu að batna til móttöku erlendra gesta, og á ég þar sérstaklega við Vestmannaeyjar, þar sem sjóstangaveiðimótin hafa flest verið haldin hingað til. Við státum okkur af því, að hér sé mikil orka í jörðu þar sem hverirnir okkar eru. En það er meira en orka, sem felst í hverunum. Hér mætti koma upp heilsubaðstöðum likt og í Þýzkalandi og Tékkóslóvakíu, þangað sem útlendingar myndu sækja í hveraböð og heilsusamlegt loft. Er hér um mjög merkilegt mál að ræða fyrir okkur Islendinga, en Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elliheimilisins Grundar, hefur öðrum fremur vakið máls á því og lagt mikið á sig að reyna að hrinda því í fram- kvæmd. Lega íslands gerir það að verkum, að miklir möguleikar eru á því í framtíðinni að hingað sæki margvíslegar alþjóðlegar ráðstefnur og þing, t. d. á vegum Sameinuðu þjóðanna, Við erum að vísu FRJÁLS VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.