Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 22
um Bandaríkin þver og endilöng. Alls varði hann nítján árum æv- innar til þessara sýningaferða um hciminn. Hann fluttist hcim til íslands árið 1927. Er ég spurði Jóhannes hvenær honum hafi fyrst hugkvæmzt að hefja hótelrekstur, svaraði hann á þessa leið: „Lengst af öll þessi útivistarár mín bjó ég á hótelum. Arið 1919 kom ég heim og gisti þá á Hótel ísland hér í Reykja- vík. Þar fékk ég þá flugu í höfuðið, að þegar ég væri búinn að eign- ast hundrað þúsund dollara, skyldi ég koma heim og reisa fínt hótel fyrir aurana. Svo liðu átta ár. Þá hafði ég eignazt 104—5 þúsund dollara, og þá hélt ég heim. Ég fór að ræða málið við fyrirmenn, en það virtist lengi vel enginn bera á það neinn skilning, að við hefðum nokkurn skapaðan hlut við slíkt hótel að gera hér á landi. Jónas Jónsson frá Hriflu var fyrsti maðurinn, sem studdi mitt mál, en hvorki ríkis- eða bæjarstjórn né heldur bankastjórarnir vildu sinna þessu. Ég var alveg að gef- ast upp á þessu og að því kominn að fara aftur af landi burt. En loks rættist úr þessu. Ég afréð loks að kaupa þessa lóð eftir mik- ið umstang út af lóðum í grennd. Ég fékk loks ríkisábyrgð, hóf verk- ið, og miðaði svo áfram, að veit- ingasalirnir voru opnaðir í des- ember 1929 og gistihúsið fullbúið á næsta ári. En það voru engir gestir að heitið gæti. Svo fór, að ég tók að leigja alþingismönnum hótelherbergin, fremur en láta þau standa auð, fyrir 60 krónur á mán- uði yfir þingtímann. Hugsið þér yður, ný hótelherbergi fyrir 60 krónur á mánuði,“ endurtekur Jóhannes og hlær. „Það var fyrst þegar brezki herinn kom, að hótel- ið fór að bera sig. Eftir stríðið hefur margt breytzt, ferðamanna- straumurinn aukizt og á eftir að gera gífurlega. En það er skemmst af að segja, að ég seldi Hótel Borg fyrir nokkrum árum á 18 milljónir og 300 þúsund krónur, sem var allt of lítið verð. Næst sanni hefði verið 43 milljónir, því að 1930 kostaði Borgin 1,6 milljón. En þrátt fyrir það, að ég gæti ekki selt hana á nándar nærri sann- virði, tel ég mig mjög heppinn að hún kæmist í hendur þeirra manna, sem nú eru eigendur henn- ar. Það er einkennileg tilfinning, sem maður hefur gagnvart dauðum hlutum, sem hugur manns hefur lengi snúizt um og starfsorkan. Þeir eru eins og manns eigin krakk- ar. Þetta þekkja útgerðarmenn og skipstjórar gagnvart bátunum sín- um. Og hvernig verða ekki hest- ar og önnur dýr oft og tíðum eins og óaðskiljanlegir vinir og með- limir fjölskyldunnar? Ef nauðsyn krefur að láta þau frá sér, er fyrir öllu, að þau hafni í góðra hönd- um,“ sagði Jóhannes að lokum. TIL VINSTRI: í höiuðstað Norðurlands, Akureyri. eru nokkur hótel og þeirra stærst Hótel KEA, sem til skamms tíma heíur verið rekið a! kauptélaginu en er nú leigt einstaklingi, Brynjólfi Bryniólfssyni. Hótel KEA rúmar 60 gesti. Hótel Akureyri, sem einnig er rekið af Brynjólfi Brynjólfssyni, rúmar um 40 manns og þriðja hótelið á Akureyri er Hótel Varðborg, sem hefur rúm fyrir 46 gesti. — TIL HÆGBI: Eitt glæsilegasta sumarhótel á íslandi er án efa Bifröst í Borgarfirði. sem starfað hefur nú í nokkur sumur við sívaxandi vinsældir. Bifröst rúmar um 70 gesti. 22 FRJÁLSVEKZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.