Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 21
Athafnamenn og frjálst framtak Johannes Jósefsson fyrrverandi hótelstjó^i Jóhannes Jósefsson fyrrverandi hótelstjóri fæddist á Oddeyri við Eyjafjörð 27. júlí 1883 og verður því áttræður innan skamms. Fyr- ir fáuxn árum lét hann af stjórn Hótel Borgar, er hann lét byggja. Tók hún að fullu til starfa AI- þingishátíðai’sumai'ið 1930 og var til skamms tíma stærsta og íburð- armesta hótel á íslandi. Hann ólst upp hjá foi'ddrum sínum á Oddeyrinni, Jósef öku- manni Jónssyni og Kristínu Ein- arsdóttur. Svo segist Jóhannesi frá, að í hans ungdæmi hafi Danir verið hér hen-aþjóð og Iátið ís- lendinga sitja og standa að sinni vild. „Þeir börðu okkui-, sem unn- um hjá þeim, og hét ég því strák- ur, að ég skyldi fyrr eða síðar gjalda þeim i-auðan belg fyrir grá- an.“ Jóhannes fór utan í fyrsta sinn 1904 til Noregs og var þar eitt ár við verzlunarnám. Þar hitti hann Þórhall Bjarnarson, er þá vxir þar við prentnám. Er þeir komu heim til Akureyrar vorið 1905, fóru þeir að í’æða um stofn- un ungmennafélags. „Við fórum í alla helztu broddborgara staðarins og færðum þetta í tal við þá, en hvergi fann þetta áhugamál okk- ar hljómgrunn nema hjá mikil- menninu Matthíasi Jochumssyni, sem sagði við okkur: „Þið skul- uð reyna, piltar.“ Svo stofnuðum við fyrsta ungmennafélagið, við Þórhallur og Jónas Þór sömdum liigin og settum í þau, að aldrei skyldi flokkspólitík rædd á fund- um, cn sjálfstæðismálið var okk- ar hugsjón, og ungmennahreyfing- in fór eins og eldur í sinu um land- ið. Og það var ekki sízt að þakka íþróttunum, sem ungmennafélög- in lögðu einna mesta áherzlu á, og þá var aðalíþróttin glíma,“ segir Jóhannes, sem varð fyrsti for- maður fyrsta ungmennafélags á Is- landi. „Ungmennafélagshreyfing- in féll í góðan jarðveg og varð þýðingarmikil fyrir æskuna og þjóðina. Mér fannst á uppvaxtar- árum mínum, sem við gerðum allt of lítið úr sjálfum okkur. Þessu breytti ungmennafélagshreyfing- in, jók sjálfstraust og vilja til að vinna landi okkar gagn.“ Jóhannes kveðst fyrst hafa séð grísk-rómverska glímu 1905 í Kaupmannahöfn, sem varð til þess, að hann vann það til að borga manni tímakaup fyrir að æfa sig á. Hann notaði tímann heima vel, og innan fárra ára fór hann að ferðast. xit um lönd og halda sýningar á íþróttum sínum, fyrst í stað ásamt nokkrum öðr- um fræknum íslenzkum glímu- mönnum, og má þar til ncfna Að- alstein Kristjánsson, Jón Helga- son, Pétur Sigfússon, Þorgils og Jón E. Sigurðssvni. En auk glím- unnar voi’u lyftingar og aðrar afl- raunir þær íþróttir, cr Jóhannes gat sér mest orð fyrir. Fyrstu frægðina telur hann sig hafa hlot- ið í London 17. desember 1910, er lxann glímdi við og vann Diab- ustu, hinn fi-æga japanska glímu- mann, og var það í fyrsta sinn, sem Evrópumaður sigraði jap- anskan glímukappa. En þó kast- aði fyrst tólfunum í Lissabon 1912, er Jóhannes bauð mönnum út og mættu þeir hafa linífa en hann hnefana eina að vopni. Þetta þótti víst Portúgölum óþarfa oflæti hjá íslendingnum og sendu á móti honum þann magnaðasta hnífa- mann, sem fyrir fannst í borg- inni. Þegar á hólminn kom og þeir höfðu átzt við um stund, þóttist Jóhannes sjá, að hann gæti ekki varizt hnífnum. Tók hann þá til bragðs að stilla lófanum beint fyr- ir hnífinn, sem fór á kaf og stóð þar fastur. En á meðan gerði hann andstæðingnum þau skil með hinni hendinni, að hann lá á augabragði rotaður á pallinum. Þá trylltist múgurinn og æddi inn á pallinn. Kveðst Jóhannes liafa sloppið undan með naumindum. En af þessari viðureign varð liann heims- frægur, því að um hana var skrif- að í blöð í öllum heimsálfum. Hélt liann nú áfram frægðarför sinni um flest lönd Evrópu og síðan Norður-Ameríku, þar sem hann var löngum eftir að hann fyrst fór vestur um haf, og ferðaðist FRJALS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.