Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 27
þessu stal ég, af því að mig langaði svo mikið til að prenta það með ferðasögunni. Helmingur íbú- anna lá dauðvona í rúminu, en hinir voru á stjái og heldur undarlegir. Gamall póstur var þar og kona hans, bæði krypplaðir gigtarsjúklingar; ein kerling átti það til að taka æðisköst og vilja rífa í tætlur allan pappír í veröldinni (því var nú ver, að hún fékk aldrei slíkt kast á meðan ég var þar). Drykkjuæðissjúklingur var þar og gamall maður með dýrlingsandlit, hann átti eftir einn mánuð ólifað (krabbamein). Alla ævi hafði hann verið vinnumaður hjá bóndaekkju, sem borgaði honum aldrei neitt kaup og lét hann sofa á gólfinu. I hvert sinn sem honum áskotnuðust ný föt, sagði hún: „Þetta er of gott handa þér. Hvað hefur þú að gera í svona fínurn fötum?“ og fargaði fötunum. Ungur Ameríkumaður var meðal farþeganna á Novu. Hann hafði nýlega lokið lagaprófi og var á Evrópureisu. Hann var einn þessara Ameríku- manna sem lesa allt, ljóð, fornfræði og hagfræði, og taka ekkert eitt fram yfir annað. Þá var og norskur fiskkaupmaður, 24 ára (sýndist vera 19), sem rekur eigin verzlun og segir, að ekki sé hægt að treysta Islendingum í viðskiptum. Mér leiðast svo ferðalög á sjó, að ég get varla nmnað nokkurn skapaðan hlut, sem þar gerist. Nóg var svo sem frjálsræðið um borð, við gátum gengið upp í brúna eftir vild. Skipstjórinn hafði þokkalega framkomu og sagði okkur allt um börnin sín og veikindi þeirra. Hann hefur aðeins einu sinni kom- ið í land á Islandi, og það var í þeim erindum að fá sér bað. Kjörorð hans er: „Ég má ekki spilla ung- meyjarvexti mínum.“ Minnisstæðast er mér úr ferðinni hvalveiðistöðin í Tálknafirði. Ég vildi óska, að ég gæti lýst vel því, sem fyrir augun ber, því að hvalur er fallegasta skepna, sem ég hef séð. Hann hefur til að bera bæði töfra lifandi veru, ægilegur og blíður í senn, og gangfegurð nútímavéla. Sjötíu tonna hvalur lá á rennibrautinni, einna líkastur víðáttumikilli og virðulegri grcifafrú sem búið er leggja á höggstokk- inn. Sú sjón að sjá hval tættan sundur með vindum og krönum ætti að nægja til að gera mann að gras- ætu upp á lífstíð. BRÉF TIL ÍSLANDS Eftir lieiinkomuna skrifaði Auden kunningja sínum liér á landi bréf, ]iar sem liann se)»ir meðal annars: Sárafáir Englendingar liafa áhuga á íslandi. Aft- ur á móti má segja, að íslandsáhugi þessara fáu nálgist ástríðu. Faðir minn var þeirra á meðal. Sumar ferskustu bernskuminningar mínar eru um það, þegar pabbi las fyrir mig úr íslenzkum þjóð- sögum og fornsögum, þess vegna kann ég mcira i norrænni goðafræði en grískri. Ferðin til íslands veitti mér mikla ánægju. Þetta segi ég satt, þó að ég hafi í ferðabréfum mínum ekkert skafið utan af því, sem mér þótti miður fara. Ég mætti þar stakri góðvild og gestrisni, og man aðeins eina undantekningu frá því. Og ég verð að segja, að ég get ekki htigsað mér fólk, er ég kysi frekar að dveljast með í útlegð en íslend- inga. Mér, eins og öðrurn útlendingum á Islandi, þótti mikið koma til íslenzkra bænda er ég hitti. Þeir eru ekki eins leiðinlegir og kauðalegir og enskir sveitamenn sýnast stundum vera. A hinn bóginn fór það ekki fram hjá mér, að fólk í bæjum á íslandi er orðið siðspillt af að búa þar. Reyndar er borg- armenning ekki til þar. Tvennt er það, sem gestur- inn veitir fyrst athygli. Annað er óstundvísi, sem er smámunir, og hitt er drykkjuskapurinn, sem er heimskulegur, en varla til að furða sig á, þar eð almennilegir drykkir eru ófáanlegir í landinu. Bjór- inn er ekki mönnum bjóðandi, létta vínið rándýrt, og þá er ekki annað eftir en brennivínið, og það kann ekki góðri lukku að stýra. Mér var sagt, að íslendingar væru óáreiðanlegir í viðskiptum, en persónulega fannst mér þeir vera heiðarlegri en flest fólk, er ég hef kynnzt. Stjórn- málaspilling kvað vera rnikil í landinu, og getur það verið rétt, þar sem hver þekkir þar annan. Islendingar hafa fallega framkomu, þegar hún er eðlileg, en gerviframkoma þeirra er mjög ófull- komin. Með gerviframkomu á ég við það, sem ekki byggist á ósjálfráðri tilfinnineu gagnvart öðru fólki. Fínir borgarar, sem fara til íslands, eru allt.af að stagast á því, að þar séu hvorki til auðkýfingar né fátæklingar. Við fyrstu sýn virðist þetta vera satt. Þar sér maður livorki liallir á við Mavfair né önnur eins hreysi mannabústaða og í East End. Tvnun er hátt í samanburði við önnur lönd, og þar cr stétta- munur minni en í nokkru öðru kapitalisku landi. En þegar maður hefur það í huga, að ísland er stærra land en írland, telur færri íbúa en Brighton, og á nokkur auðugustu fiskimið í heimi, á maður dálítið bágt með að trúa því, að kaupið gæti ekki verið hærra og munurinn minni. Eg sá fjöldamarga búa við kjör, sem ég öfundaði þá ckki af, og nokkra, sem peningaauðurinn hafði gert að hrokafulliim, FRJÁLS VERZLUTí 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.