Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 15
dýrmætt gistirými. Hitt er, að óskandi væri ef aðstæður leyfðu að ferðaskrifstofur borgarinnar hefðu opnar skrifstofur sinar um helgar á mesta annatímanum og ef það er ekki hægt, að þær komist þá að samkomulagi sín á milli að skiptast á um að hafa opið á þessum tíma. Væri það mikið hag- ræði við erlenda ferðamenn, sem innlenda og sjálf- sögð þjónusta við þá. Lúðvík Hjálmtýsson, iramkvæmdastj. Getum ekki lokað okkur úti frá umheiminum Ég er þess fullviss, að þörfin á hótelum í Reykja- vík er meiri, en menn almennt gera sér grein fyrir. En meðan hótelherbergin eru ekki til fáum við ekki gesti í þau. Hér mundi liafa ríkt fullkomið neyðar- ástand, ef Garðarnir hefðu ekki verið reknir sem hótel á sumrin. Arið 1910 voru hér í borg fleiri gistirúm en árið 1945. Þetta er ótrúlegt en satt. Áður fyrr var það lenzka í þessu landi, að utan- bæjarmenn, sem til höfuðborgarinnar komu byggju heima hjá kunningjum sínum. Þetta gat ekki og getur ekki gengið nema vegna þess, að íbúðir eru hér yfirleitt stærri en annars staðar, þar sem égþekki til. Þessu fylgja hins vegar ýmis konar óþægindi fyrir alla aðila og nú orðið hefur fólk það mikil peningaráð, að það getur auðveldlega veitt sér að búa á hótelum. Athugun hefur leitt í Ijós að hér í Reykjavík eru að staðaldri um 500 manns, sem ekki eru hér búsettir. Einhvers staðar þarf þetta fólk að fá inni. Ótrúlegur fjöldi herbergja er hér leigður út í gegnum hótelin til ferðalanga, sem ekki geta fengið hótelherbergi. En það er auðvitað neyðarúrræði að leita slíks. í höfuðborginni er nú risið það hótel, sem þurfti að vera til, þar sem er Hótel Saga. En við höfum ekki þörf fyrir fleiri hótel af þeirri gerð. Minni hótel með 40—50 herbergjum þar sem megin áherzl- an er lögð á gistinguna er að mínum dómi það sem enn vantar hér í Reykjavík. Slík hótel eru einnig heppileg að því leyti, að náið samband verð- ur milli gesta og starfsfólks. Hótelið verður eins og stórt heimili. Út um land er þörfin á gistirými inikil og til að byrja með verður að einbeita sér að því að nota skólana sem gististaði að sumri til. Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp um nýskipan ferðamála hér á landi og er þar m. a. gert ráð fyrir að sett verði á stofn svokallað ferðamálaráð. Ég tel það eitt af verkefnum slíks ferðamálaráðs, ef það kæmist á laggirnar, að skipuleggja byggingu og staðsetningu gistihúsa og veitingastaða á helztu ferðamanna- leiðum Islands, það er að segja hvar byggja skuli hótel og hvar matsölustað. Þetta hefur verið gert með góðum árangri í Noregi og þótt samkeppni verði kannski minni fyrst í stað meðan verið er að koma þessum málum í sæmilegt horf er hægt að bæta úr því með ströngu hóteleftirliti. Um ferðamálin almennt vil ég segja það, að ég er sannfærður um að straumur erlendra ferða- manna hingað til lands mun fara vaxandi hér eftir sem hingað til. Og sannast sagna er landið nú auglýst svo mikið erlendis að fyrr en varir eig- um við á hættu að geta ekki tekið á móti öllum sem hingað vilja koma. ísland liggur milli tveggja heima, ef svo má segja og fólk sem er á leið milli heimsálfa leggur leið sína æ meir hingað. Danir leggja nú mikla áherzlu á að gera Grænland að ferðamannalandi og það fólk sem þangað fer mun vafalaust koma hér við einhvern tíma. Auk þess sem að því mun vafalaust koma, að ferðamanna- straumurinn sem hingað til hefur aðallega legið til suðlægra landa beinist í vaxandi mæli til norðursins. í ferðamálum okkar er að sjálfsögðu ýmislegt ábótavant og er það verst að einokun skuli vera á ferðamannamóttöku. Slíkt nær auðvitað engri átt. Ferðaskrifstofa ríkisins á einungis að vera upplýsingaskrifstofa og sem slík getur hún gegnt mikilvægu hlutverki, en ekki sem einkarétthafi á ferðamannamóttöku, Eitt vildi ég benda á, sem Framh. á bls. 30 FRJÁLS VERZIUN w

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.